25.7.2013 | 23:32
Gleðileg frétt.
Fréttin um samstarf Bjarkar og Davids Attenborough er einhver sú besta sem ég hef heyrt lengi.
Hugmyndin er dásamleg, viðfangsefnið dýrlegt, og tveir snillingar og náttúruvinir, heimsfrægt, hvort á sínu sviði, taka höndum saman.
Það er ástæða til að óska Björk og okkur Íslendingum innilega til hamingju með þetta.
Björk og Attenborough í samstarf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Afsakið, - átti að standa: "...heimsfrægt fólk, hvort á sínu sviði..."
Ómar Ragnarsson, 26.7.2013 kl. 00:25
Hárrétt, Ómar. Frábær frétt.
Hefur lengi verið mér umhugsunarefni, að Björk skuli ekki vera í meiri metum á skerinu.
Quality, er líklega mörgum innbyggjurum of abstract hugtak.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 12:03
Ég minntist á "quality". Vil í því samhengi vekja athygli á bók sem heitir; Zen and the Art of Motorcycle Maintenance. ISBN 0-688-00230-7. Sjá fyrir neðan.
Zen and the Art of Motorcycle Maintenance: An Inquiry into Values (ZAMM) is a 1974 philosophical novel, the first of Robert M. Pirsig's texts in which he explores his Metaphysics of Quality.
The book sold 5 million copies worldwide. It was originally rejected by 121 publishers, more than any other bestselling book, according to the Guinness Book of Records.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.7.2013 kl. 14:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.