Getum við varist risavöxnum stríðsglæpum?

"Bíða okkar sömu örlög og risaeðlanna?" Svona hljóðar upphaf tengdrar fréttar á mbl.is um hugsanlegar varnir mannkyns gegn risavöxnum loftsteinum.

Aðrar varnir eru þó nærtækari, varnir mannkyns gegn risavöxnum stríðsglæpum. Og þó fyrst spurningin: Hvenær hætta stríðsaðgerðir að vera stríð og breytast í stríðglæpi? Eða er stríð nokkurn tíma annað en glæpur? 

Fyrir réttum 70 árum, 30. júlí 1943 lá fyrir "árangur"  loftárásar Breta á Hamborg sem árásarmenn kölluðu "Orrustuna um Hamborg". Hún markaði tímamót í lofthernaði að tvennu leyti.

Í fyrsta sinn tókst með þremur árásum alls 2752ja flugvéla á tveggja daga fresti að kveikja svo stóra og óviðráðanlega elda í borg, að þeir mynduðu samfellt eldhaf sem sogaði fólk inn í sig í gríðarlegum eldstormum, sem mynduðust af ógnarhita þeirra.

Í öðru lagi voru drepnir fleiri í þessari afmörkuðu árás en í nokkurri afmarkaðri loftárás fram að því, alls rúmlega 42 þúsund manns. Það voru álíka margir og drepnir voru í kjarnorkuárásinni á Nagasaki tveimur árum síðar.

Árásin á Hamborg var því fyrsta loftárás sögunnar á stærð við kjarnorkuárás.

Bretum tókst að drepa tvöfalt fleiri í henni en Þjóðverjum tókst að drepa í London í heila tíu mánuði frá ágúst 1940 til maí 1941, og drepa meira en tvöfalt fleiri en tekist hafði að drepa í einni loftárás fram að því, en það var þegar Þjóðverjar drápu 17 þúsund manns í villimannlegri árás sinni á Belgrad í apríl 1941.

Sú árás var og hefur réttilega verið fordæmd sem glæpur, því að Belgrad var óvarin borg með engri hernaðarlegri framleiðslu.  

Sagt var að 580 verksmiðjur hefðu verið eyðilagðar með árásinni á Hamborg og sökkt skipum sem voru samtals 170 þúsund tonn. Ekki er tilgreint hve stórar þessar 580 "verksmiðjur" voru.

Og ljóst er að fjöldi hinna drepnu og alvarlega særðu var langt umfram það sem eðlilegt gat talist vegnar árásar á hernaðarlega mikilvægt skotmark. 

Árásin á Hamborg og fleiri af svipuðum toga á árunum 1943-1945 voru réttlættar með því að Þjóðverjar hefðu byrjað á slíkum árásum, allt frá Guernica á Spáni 1937 og raunar enn fyrr, í árásum á London í Fyrri heimsstyrjöldinni.

Þær voru líka réttlættar með því að þær byndu stóran hluta orrustuflugvéla Þjóðverja og lömuðu hernaðarframleiðslu þeirra. Á síðari árum hafa sagnfræðingar leitt í ljós að þær náðu aldrei þeim árangri sem stefnt var að.

Hernaðarframleiðsla Þjóðverja var aldrei meiri en árið 1944 þegar árásirnar voru ákafastar.

Sumar þeirra, eins og árásin á Schweinfurt, voru algerlega misheppnaðar og sóun á mannslífum og flugvélum. Mannfórnirnar vegna niðurskotinna sprengjuflugvéla Bandamanna voru hræðilegar og þær hlutfallslega mestu, sem Bandamenn færðu á nokkru sviði stríðsins. 

Undanfarin ár hef ég unnið að heimildasögu/kvikmynd undir heitinu "Emmy, stríðið og jökullinn" og farið vettvangs- og kvikmyndatökuferðir til Noregs, Bretlands, Frakklands, Þýskalands og Rússlands hennar vegna, auk ferða um Brúaröræfi og gerðar og viðhalds Sauðárflugvallar. 

Miðpunktur þessa verks er Emmy Todtmann, þýsk kona, jarðfræðiprófessor frá Hamborg, sem kom fjórum sinnum til Íslands, fyrst 1938 og síðan þrjú sumur á sjöunda áratugnum vegna ástar sinnar á íslenskri náttúru þar sem Brúarjökull var ígildi elskhuga hennar á fræðasviðinu.

Það, að hún skyldi vera frá Hamborg, stækkar sögu þessarar einstæðu konu.   

Sögusviðið spannar vígstöðvar Seinni heimsstyrjaldarinnar með gríðarlegar andstæður í lífi hennar, ; - annars vegar kyrrð, frið,  fegurð og einstæð sköpunarverk merkilegasta skriðjökuls heims, - og hins vegar vítislogar Hamborgar fyrir réttum sjötíu árum.  

Það leiðir hugann að því hvort stærsta verkefni mannkyns kunni að vera það að verjast því að í  kjarnorkuvopnaeign stórveldanna, sem eytt geta lífi á jörðinni, felist mesta ógnin við tilveru okkar.  


mbl.is Gætum við varist risavöxnum lofsteinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Aerial bombing against civilian cities was not a new phenomenon; the British had already experienced such raids in WWI conducted by German Zeppelins.

However, the advance in aircraft technology brought bombing to a new level."

"As the war progressed heavy bombers such as the British Avro Lancaster bombers made their entrances in the war and carpet bombing entire industrial cities with their great payloads."

"The lack of accuracy for these bombing missions often inflicted damage to non-military areas; the Allies knew it, but felt it was an inevitable part of war.

Some precisely used this tactic against Germany, such as Royal Air Force Bomber Command's Air Marshal Arthur Harris.

His area bombing campaigns were meant to demoralize the German population
, but it became a matter of controversy immediately following the war as his campaigns were accused of being terror bombing."

The aerial bombings of Hamburg, Dresden, and other cities 1942-1945

Þorsteinn Briem, 30.7.2013 kl. 11:21

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Ég las nýlega bók sem heitir Red line sem fjallar um síðustu árásina sem gerð var á Þýskaland á 4 mánaða tímabili sem kennt er við Orrustuna um Bretland, árásina á Nuremberg aðfararnótt 31. mars 1944. Þetta var ein stærsta loftárás sem Bretar gerðu á Þýskaland á tímabilinu, og sú blóðugasta hvað raðir Breta varðaði, en árangurinn var lítill sem enginn. 934 flugvélar mannaðar u.þ.b. 6.000 ungum mönnum lögðu af stað í þennan leiðangur á stjörnubjartri nóttu, þar af 795 flugvélar með skotmarkið Nuremberg. Alls 95 vélar voru skotnar niður í þessari feigðarför og Bretar töpuðu þessa nótt 12% af vélunum sem lögðu af stað og um 700 menn sneru ekki aftur. Það var helmingur þess fjölda flugliða sem týndi lífi á þessu ríflega 4 mánaða tímabili.

Saga Evrópu er því miður blóði drifin og stríð hafa reglulega verið háð á svæðinu, yfirleitt tengd einhvers konar hagsmunum. Það nýjasta stendur yfir en mannfall er ekki áberandi. Ég er að sjálfsögðu að tala um efnahagsstríðið sem háð er innan ESB.

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.7.2013 kl. 11:43

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Leiðrétting: Orrustuna um Berlín átti að standa þarna. Orrustan um Bretland var að sjálfsögðu mun fyrr. Afsakið þetta.

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.7.2013 kl. 12:00

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Erlingur Alfreð Jónsson,

Ég vissi ekki að eitthvert sérstakt "efnahagsstríð" væri nú í Evrópu, sem væri þá eitthvað öðruvísi en önnur "efnahagsstríð", til að mynda hér á Íslandi, bæði fyrr og síðar.

Þar að auki hafa styrjaldir verið háðar um allan heiminn.

Þorsteinn Briem, 30.7.2013 kl. 12:14

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þjóðverjum og Japönum hefur vegnað vel eftir Seinni heimsstyrjöldina með miklum viðskiptum við aðrar þjóðir en ekki með því að leggja undir sig lönd þeirra.

Og það væri nú harla einkennilegt ef Vestur-Evrópuríkin, sem flest áttu aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu þegar Berlínarmúrinn féll árið 1989 og Sovétríkin hrundu árið 1991, hefðu ekki átt nokkurn þátt í hruni kommúnismans í Austur-Evrópu.

Austur-Evrópubúar vissu að sjálfsögðu að efnahagsleg lífsgæði í Vestur-Evrópu, og þar með ríkjum Efnahagsbandalags Evrópu, voru mun meiri en í Austur-Evrópu.

Þeir vildu því öðlast svipuð efnahagsleg lífsgæði og íbúar Vestur-Evrópu.

Og að sjálfsögðu einnig lýðræði, þannig að þeir gætu kosið fleiri en einn stjórnmálaflokk í þingkosningum.

Hrun kommúnismans í Austur-Evrópu snerist því engan veginn fyrst og fremst um trúarbrögð.

Og Austur-Evrópuríkin vildu sjálf fá aðild að Evrópusambandinu, fyrst og fremst til að auka sín lífsgæði.

Þorsteinn Briem, 30.7.2013 kl. 12:32

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Steini Briem

Það er hægt að heyja stríð með mörgum aðferðum. Ég kalla það "efnahagsstríð" þegar auðugari þjóðir Evrópu berja á og kúga efnaminni þjóðir með miðstýringu og hótunum um efnahagsþvinganir án tillits til sjálfstæðisréttar sömu þjóðar.

Slíkt framferði er í grunninn ekkert öðruvísi en vopnavald og loftárásir í hefðbundnum styrjöldum. 

Erlingur Alfreð Jónsson, 30.7.2013 kl. 13:15

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Skilyrði fyrir lánveitingum til þeirra sem spilað hafa rassinn úr buxunum með spillingu, lygum og glæpum, til að mynda margra Íslendinga og Grikkja, er ekki kúgun.

Þeir sem lána öðrum peninga vilja að sjálfsögðu fá þá greidda til baka, rétt eins og íslenskir bankar lána mönnum yfirleitt ekki peninga án nokkurra skilyrða, enda þótt þeir hafi lánað glæpamönnum stórfé án nokkurra skilyrða á "góðæristímanum" fyrir nokkrum árum.

Þjóðir bera ábyrgð á þeim stjórnmálamönnum sem eru við völd hverju sinni
, einnig við Íslendingar, rétt eins og stjórnmálamenn eiga að bera ábyrgð gagnvart sinni þjóð.

"19. nóvember 2008:

Stjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins samþykkti fyrir stundu á fundi sínum beiðni Íslendinga um 2,1 milljarða Bandaríkjadollara lán.

Íslenskt efnahagslíf þarf á fimm milljörðum dollara að halda, að mati ríkisstjórnarinnar.


Sú upphæð jafngildir um 700 milljörðum króna, miðað við Seðlabankagengi."

Þorsteinn Briem, 30.7.2013 kl. 13:49

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Einkavæðing bankanna 2002 var einkavæðing sem fór fram með sölu á ríkisreknum bönkum, Landsbankanum og Búnaðarbankanum, í hendur einkaaðila.

Einkavæðingin var alla tíð nokkuð umdeild og varð enn umdeildari eftir bankahrunið 2008.

Bent hefur verið á að ef öðruvísi hefði verið farið að hefði þenslan í hagkerfinu ekki orðið jafn mikil á jafn skömmum tíma.

Einnig hefur verið gagnrýnt að ekki var fylgt upprunalegri settri stefnu um að bankarnir skyldu verða í dreifðri eignaraðild.

Steingrímur Ari Arason
sagði sig úr einkavæðingarnefnd Landsbankans í september 2002 og viðhafði þau orð að hann hefði aldrei kynnst öðrum eins vinnubrögðum."

Geir H. Haarde
, þáverandi fjármálaráðherra, 12.9.2002:

"Við erum ekki sammála Steingrími [Ara Arasyni] þegar hann segir önnur tilboð vera hagstæðari á alla hefðbundna mælikvarða.

Þessu erum við einfaldlega ósammála og það er um þennan ágreining sem málið snýst.

Við byggjum afstöðu okkar á mati HSBC-bankans og einkavæðingarnefnd sendir málið áfram til ráðherranefndar sem tekur þessa ákvörðun eins og henni ber.

Hún er hinn pólitískt ábyrgi aðili í málinu."

Þorsteinn Briem, 30.7.2013 kl. 14:04

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Til fróðleiks:

Fyrsta skiptið sem óbreyttir borgarar verða fyrir hernaðaraðgerðum og falla varð á skírdag 1801 þegar Englendingar undir stjórn Nelsons aðmíráls skutu á Kaupmannahöfn. Kröfðust Bretar að fá yfirráð danska flotans en Danir sættu sig ekki við það og vörðust. Engu að síður tókst Bretum ætlunarverk sitt en hundruðir borgara lágu í valnum eftir þetta fólskuverk.

Það er nú svo að grimmdin í stríði er alger og menn missa greinilega alla skynsemi. Og jafnvel þeir sem ætla mætti að sé betri en aðrir, reynast hafa sýnt af sér mikla fólsku í sögunni.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.7.2013 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband