Átti að gerast fyrir langalöngu.

Fyrir meira en hálfri öld mátti þegar sjá alvarlegar skemmdir af völdum fólks og farartækja víða um land, til dæmis utan í Grábrók og Vífilsfelli og á Landmannaleið. 

Margar af þessum fyrstu skemmdum blasa við enn í dag, einkum þar sem hinn skemmdi mosi liggur í allt að 600 metra hæð.

Við Íslendingar vorum sofandi yfir þessu og fáfróðir um það hvernig aðrar þjóðir tóku á svona málum og leystu þau.

Sem dæmi um það má nefna, að það var ekki fyrr en um 1990 sem íslensk stjórnvöld sendu í fyrsta sinn þjóðgarðsvörð til að kynna sér hvernig hægt væri að fyrirbyggja umhverfisspjöll vegna ágangs ferðamanna.

Það var Steingrímur Hermannsson, þáverandi forsætisráðherra, sem Þingvallaþjóðgarður heyrir undir, sem gekkst fyrir því að senda séra Heimi Steinsson, þjoðgarðsvörð á Þingvöllum, til Yellowstone í Bandaríkjunum í þessu skyni.

Vegna hraðvaxandi fjölgunar erlendra ferðamanna erum við enn á eftir öðrum þjóðum í þessu efni og verðum að taka okkur tak strax í þeim efnum.  


mbl.is Smíðar 103 þrepa stiga á Grábrók
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sigmundur á bundna bók,
Bjarni er í grárri brók,
gatið fyrir gildan lók,
Gulli Þór went up in smoke.

Þorsteinn Briem, 30.7.2013 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband