14.8.2013 | 11:40
"Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp."
Ekki þarf annað en að líta á Íslandskort til að sjá að jörðin Grímsstaðir liggur á krossgötum, hvort sem gert er ráð fyrir þjónustu við olíuleit og vinnslu á Drekasvæðinu eða ekki.
Krossgötur draga að sér byggð og mannvirki en Grímsstaðir hafa enn ekki gert það, vegna þess að aukin umferð ferðamanna hefur ekki enn skilað sér í jafn miklum mæli inn á syðri hluta svæðisins norðan Vatnajökuls og inn á nyrðri hluta þess.
En ef dregin er lína frá Öxarfirði suður í Öskju/Kverkfjöll lenda Grímsstaðir í miðjunni.
Ef dregin er lína frá Akureyri til Egilsstaða lenda Grímsstaðir líka í miðjunni.
Nú liggja fjórir armar vega út frá Grímsstöðum, til Akureyrar í vestur, Öxarfjarðar í norður, Egilsstaða í austur og Öskju og Kverkfjalla í suður.
Hugsanlegt er að fimmti armurinn yrði lagður yfir til Finnafjarðar ef þar risi stór höfn.
Þegar takmörkuðum kapítalisma var hleypt á í skjóli kommúnismans í Kína sannaðist rússneskt máltæki þar eins og í Rússlandi við fall Sovétríkjanna: "Þegar jörðin þiðnar koma ormarnir upp."
Það á við um kínverska bankamanninn sem vill kaupa Íslandsbanka, ef marka má ummæli bandarísks kunnáttumanns í bankamálum, sem hefur starfað við þau mál í Kína.
Á sínum tíma var tekin umræða um það hér á landi að banna útlendingum að eiga meira en 49% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Fiskurinn er auðlind en það eru íslensk náttúra og íslenskt hugvit og annar auðir líka.
Væri ekki líka ágætt að taka umræðuna um samanburð á ofantöldum auðlindum annars vegar og sjávarauðlindinni inins vegar og samanburð á eignarhaldi þessara auðlinda?
Fundaði með fulltrúum Huangs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Útlendingar geta nú þegar átt helminginn af öllum aflakvóta íslenskra fiskiskipa en hafa mjög lítið fjárfest í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
2.9.2011:
Fimmtíu fyrirtæki eiga 84% af aflakvóta íslenskra fiskiskipa
23.11.2010:
"Friðrik J. Arngrímsson, [fyrrverandi] framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) segir að lögin hafi alltaf verið skýr varðandi erlent eignarhald í sjávarútvegi.
"Erlendir aðilar mega eiga allt að 49,99% óbeint, þó ekki ráðandi hlut, og svona hafa lögin verið lengi," segir Friðrik."
"Nefnd um erlenda fjárfestingu hefur að undanförnu fjallað um málefni sjávarútvegsfyrirtækisins Storms Seafood sem er að hluta til í eigu kínversks fyrirtækis, Nautilius Fisheries.
Eignarhlutur Kínverjanna er um 44%, beint og óbeint.
Og niðurstaða nefndarinnar er að það sé löglegt."
11.8.2010:
"Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segist ekki sjá ástæðu til að þrengja lög um eignarhald útlendinga að íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
"Þessi lög hafa ekki truflað okkur," segir Adolf.
Samkvæmt lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, sem sett voru árið 1991, mega útlendingar eiga allt að 25% í íslenskum sjávarútvegsfyrirtækjum.
Og fyrirtæki sem er óbeint í eigu útlendinga má eiga 49,9% í íslensku sjávarútvegsfyrirtæki."
Þorsteinn Briem, 14.8.2013 kl. 13:13
Ríkisstjórnin og Alþingi eru í dag algjört skrípó. Vigdís Hauks er á sinn hátt táknræn fyrir fíflaganginn og Ragnheiður Elín fyrir frekjuna. Og silfurskeiðungar, guttarnir kenndir við Kögun og Vafning, standa ráðalausir og ráðvilltir, komnir út í horn, eftir allt pönnuköku átið. Lofa ekki einu sinni glópagulli. En þeir sem eru króaðir út í horn, geta reynst hættulegir. Því gæti svo farið, að í höndum þessara aula yrði margt falt á klakanum, auðlindir lands og sjáfar, náttúruperlur etc, etc.
Það verður að stöðva þennan hálfvitagang, strax, en hvernig?
Þetta er að verða “Theatre of the Absurd”!
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 13:45
Edit: sjávar.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 13:47
En ef við byggjum upp ferðaþjónustu á Grímsstöðum og ekki höfn í Finnafirði, hvernig gengur kenningin þá upp?
Sem sagt; við eigum að taka mark á bandarískum kapitalista sem segir okkur að forðast kínverstan kapitalsista því kínverski kapitalistinn gæti gert það betur en bandaríski kapitalistinn? :-)
Hjálmar Bogi (IP-tala skráð) 14.8.2013 kl. 16:41
Í þýska tímaritinu Der Spiegel var 25.5.2010 ítarlega farið í saumana á fjárfestingu Kínverja.
Sagt er að þessi Kínverji sem vill kaupa Grímsstaði hafi verið aðstoðarborgarstjóri Peking fyrir áratug og átt mikinn þátt í undirbúning að Olympíu leikunum þar. Hann er sagður vera einstaklega glúrinn í viðskiptum og fundvís á viðskiptatækifæri.
Á Grímssttöðum mætti koma upp vinnubúðum fyrir þúsundir verkamanna frá Kína við framleiðslu ýms iðnvarnings. Made in Iceland hljómar sennilega betur en Made in China. Eru Íslendingar tilbúnir að fórna þessu vörumerki?
Guðjón Sigþór Jensson, 14.8.2013 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.