Gömul saga og ný.

Líklega er sjaldgæft að kýr stígi þannig ofan á fætur fólks að það missi við það tær eins og ellefu ára drengur varð fyrir í Austurríki. IMG_9986

En seint verður komið tölu á þau skipti sem kýr hafi troðið mönnum um tær, og ég hygg að þau sumur, sem ég var í sveit, hafi þetta gerst á hverju sumri.

Stundum var það þannig, að það var engu líkara en að kýrnar hölluðu sér sérstaklega á þann fót, sem þær stigu í, næstum því eins og þær nytu þess að kvelja mann.

Auðvitað var þetta misskilningur hjá manni. Kýr eru einfaldlega þvílíkar rólyndis skepnur, að það er oft erfitt að róta þeim til.

Eða þá að þær eru svona heimskar að þær fatti ekki hvað þær gera. Tek það aftur. Kýrnar í Hvammi völdu Bröndu, stærstu, nythæstu, fallegustu og vitrustu kúna til forystu.

Hún leiddi þær um hagann og fór fyrst inn í fjósið á kvöldin, beint á fremsta þás.

Myndin af kúnum, sem fylgja á þessum pistli, var tekin í kvöldblíðunni lognværu við Mývatn í gærkvöldi.


mbl.is Klappaði kú og missti tá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Alveg það er út úr kú,
og ekki skrítið það nú smá,
við Mývatn sjá má marga frú,
með mosavaxna kameltá.

Þorsteinn Briem, 13.8.2013 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband