Fólk fer ekkert inn á hálendið !

Í rökræðu um Fossavirkjun (Norðlingaölduveitu) undanfarin dægur er því haldið fram að aðeins 100 til 200 manns myndu vilja sjá fossasvæðið í Efri-Þjórsá fjóra tíma á dag í nokkrar vikur, af því að það sé svo óaðgengilegt og að vegna þess hve hálendið sé óaðgengilegt og langt í burtu sé sáralítil umferð ferðamanna þar !

Talan 100 til 200 yfir sumarið samsvarar um tveimur ferðamönnum að meðaltali á dag á sama tíma sem þrjú þúsund sinnum fleiri ferðamenn vilja sjá Gullfoss.

Eru þó þrír stórfossar í Efri-Þjórsá og tveir á stærð við Gullfoss, auk smærri fossa í hliðarám. En þetta sýnir mat virkjanamanna á náttúruperlum Íslands. Að þeirra dómi er fossadýrðin í Efri-Þjórsá nokkur þúsund sinnum minna virði en Gullfoss einn.

Nú stefnir í að yfir 100 þúsund manns fari í Landmannalaugar í sumar og eru þær þó lengra frá Reykjavík en Gljúfurleitafoss, sem er í suðurenda Efri-Þjórsár.

Og raunar myndi verða til afar fjölbreytt ferðamannasvæði með því að bæta Fossadýrðinni sem ferðamannaparadís við Friðland að Fjallabaki.

Aðeins þyrfti að leggja um 10 kílómetra langa framlengingu malbikaðs vegar að Búðarhálsvirkjun til þess að opna aðgengi fyrir alla bíla að Gljúfurleitafossi og síðan aðeins 15 kílómetra viðbót að Dynk og Hvanngilja/Kjálkaversfossi.

En faghópur um Fossavirkjun taldi að svæðið væri lítils virði af því að svo fáir hefðu komið þar en virkjunina hins vegar mikils virði, þótt engin virkjun væri komin !

Líklega komu 100 til 200 manns árlega í mesta lagi í Landmannalaugar um miðja síðustu öld og virðast virkjanamenn miða við það að sömu samgönguaðstæður ríki nú og þá.

Og vissulega hefur verið séð til þess að gera nákvæmlega ekkert til að búa til aðgengi að Efri-Þjórsá og beita markvissri þöggun um það.

Á sama tíma sem rætt er um að dreifa þurfi fjölgandi ferðamönnum betur um landið er ákaft er sótt í að eyðileggja með virkjunum þær náttúruperlur, sem til greina koma í því efni.

 


mbl.is Um 80 þúsund gestir í Landmannalaugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og 72% þeirra fóru þá að Gullfossi að sumri til en 61% að vetri til.

Búist er við að um 800 þúsund erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á þessu ári, 2013, og meira en hálf milljón fer að Gullfossi, miðað við að 63% þeirra fari þangað á árinu.

Ef sami fjöldi erlendra ferðamanna færi að fossinum Dynki í Þjórsá og hver þeirra greiddi tíu þúsund krónur fyrir ferðina væri heildarupphæðin rúmlega fimm milljarðar króna nú í ár.

Og 150 milljarðar króna, andvirði Kárahnjúkavirkjunar á 30 árum.

Um 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Kanaríeyjar í apríl síðastliðnum og líklegt er að mun fleiri erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á næstu árum en 800 þúsund á ári.

Árið 2007 var reiknað með að hingað kæmi ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020 en nú er búist við að þeir verði um tvær milljónir eftir tíu ár, 2023.

Þorsteinn Briem, 17.8.2013 kl. 19:39

2 identicon

Stóriðjan og stórvirkjanirnar skila ekki krónu í virðisaukaskatt en sá skattur er hærri en samanlagðir tekjuskattar einstaklinga og lögaðila.

Áætlað er að ferðaþjónustan skili 30 milljörðum í vsk í ár.

Ríkið, Reykjavík og Akureyri eru í ábyrgðum fyrir gríðarlegum skuldum orkugeirans og arðsemi raforkusölu til stóriðju er fyrir neðan allar helllur.

Er ekki ráðleg að ná áttum og jarðsambandi áður en farið er í enn eitt stóriðjubröltið.

-Svo hefur heyrst að arðsamasta fjárfesting Landsvirkjunar sé í Jarðböðunum við Mývatn!

Etv er fjármunum fyrirtækisins betur borgið í ferðaþjónustunni en t.a.m í því að framleiða ótrygga raforku á 60$/MWh með vindmillum á meðan megnið af orkunni er seld á rúma 20$/MWh sem forgangsorka til málmbræðslna!

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 20:08

3 identicon

Það koma mjög fáir á Suðurskautslandið. Samt er alþjóðlegir sáttmálar um verndun þess.

Þorsteinn (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 20:09

4 identicon

Hverju hefði Landsvirkjun skilað til þjóðarbúsins ef Gullfossi hefði verið fórnað til virkjunar fyrir 40 árum?

Svarið liggur fyrir:

Veginn meðalaldur allra virkjana LV er 20 ár og eiginfjárhlutfallið er uþb 1/3. Nær ekkert hefur verið greitt útúr fyrirtækinu frá stofnun. Skv þessu þyrfti að bíða í 20 ár í viðbót til þess að Gullfossvirkjun næði endum saman.

-Ætli ferðaþjónusta við Gullfoss hafi ekki reynst farsælli þó svo að gestafjöldinn hafi verið lítill og árstíðabundinn fyrir 40 árum.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 20:54

5 identicon

Dynkur er flottur einnig að vetri:
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1077426550024&set=a.1077110662127.12569.1657071051&type=3&theater
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1077426310018&set=a.1077110662127.12569.1657071051&type=3&theater
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1077426390020&set=a.1077110662127.12569.1657071051&type=3&theater
https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1077426430021&set=a.1077110662127.12569.1657071051&type=3&theater

https://www.facebook.com/photo.php?fbid=1077426550024&set=a.1077110662127.12569.1657071051&type=3&theater

Dagur Bragason (IP-tala skráð) 17.8.2013 kl. 22:26

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er einmitt ástæðan fyrir skuldum LV, hversu ungar virkjanirnar eru og að ekki hefur verið greiddur beinn arður af þeim enn, nema að litlu leiti. Það mun breytast í náinni framtíð. Það má hins vegar segja að óbeinn arður af orkusölu til stóriðju birtist í lágu orkuverði til almennings. 

Af þessari sömu ástæðu er út í hött að bera íslensk orkufyrirtæki saman við gömul rótgróin orkufyrirtæki erlendis, sem ekki hafa staðið í neinum framkvæmdum og fjárfestingum í áratugi. Þar rennur féð af orkusölunni beint í vasan, líkt og mun gerast hér innan skamms.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.8.2013 kl. 05:00

7 Smámynd: Einar Karl

Vantar meiri orku?

skrifað fyrir meira en 4 árum síðan:

Stór hópur manna og kvenna hafa hlotið til þess góða menntun að finna og kanna nýja virkjunarkosti, hanna virkjanir og byggja virkjanir. Þetta eru skemmtileg, krefjandi og vel launuð störf. Skiljanlega vill þetta fólk halda störfum sínum, það viljum við öll.

Þess vegna segir ekki Landsvirkjun eftir Kárahnjúka, "Jæja, er þetta orðið gott?" og Orkuveitan segir ekki heldur, eftir opnun Hellisheiðarvirkjunar "Já nú skulum við aðeins kynna okkur betur undirstöðufræði um háhitasvæði og virkjanir þeirra", heldur er hafist handa og teiknuð drög að 3-4 háhitavirkjunum til viðbótar. "ÁFRAM - EKKERT STOPP, ...

http://patent.blog.is/blog/patent/entry/852555/

Einar Karl, 18.8.2013 kl. 08:40

8 identicon

Er náttúran virkilega ekki meira virði en fjöldi fólks sem sér hana? Höfum við virkilega leyfi til að rústa henni bara vegna þess að "of fáir" sjái hana?

Kolla Kvaran (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 12:30

9 Smámynd: Jón Pétur Líndal

Ísland er nú þegar mesta ferðamannaland í Evrópu og þó víðar væri leitað, mælt í fjölda ferðamann til landsins í hlutfalli við íbúatölu og einnig ef mælt er í tekjum af ferðamönnum deilt á íbúa landsins. Og hvergi í Evrópu og þó víðar væri leitað fjölgar ferðamönnum jafn hratt og á Íslandi. Samt eru menn enn að rugla í að reyna að eyðileggja náttúruna sem dregur alla þessa ferðamenn til landsins. Ef það er eitthvað sem vex hraðar á Íslandi en ferðamannastraumurinn þá er það heimska ráðamanna.

Jón Pétur Líndal, 18.8.2013 kl. 14:13

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Á sínum tíma hneykslaðist allur heimurinn yfir því að Talibanar í Afganistan létu sprengja fornar Búddastyttur langt inni í landi, sem örfáir útlendingar höfðu séð.

Ómar Ragnarsson, 18.8.2013 kl. 17:50

11 identicon

Ætli það sé þá ekki Landsvirkjun sem að hefur fjarlægt skiltið sem bendir niður að Hrafnabjargafossum, svona til að segja að engin fari þangað.

Sigurdur Erlingsson (IP-tala skráð) 18.8.2013 kl. 21:10

12 Smámynd: Þorsteinn Briem







Þorsteinn Briem, 21.8.2013 kl. 00:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband