Sigur yfir KR og þrír bikarar á árinu. Hvað vilja menn meira?

Fram varð bæði Íslandsmeistari í karla- og kvennaflokki. Komu síðan öllum á óvart með því að koma KR-ingum niður á jörðina og leggja þá í úrvaldsdeildinni í knattspyrnu.

Að leggja KR-nga hefur stundum verið talið vega upp á móti töpum í fjórum leikjum við önnur lið ! Smile

Það er ekki oft að eitt íþróttafélag hampar þremur af fjórum titlum í knattspyrnu og handbolta og það er langt síðan að Fram hefur náð eins góðum árangri og á þessu ári.

Það er þekkt sálfræðilegt fyrirbæri, að það að missa niður sigur yfir í framlengingu á lokamínútum leiks, getur dregið kraft úr þeim, sem fyrir slíku áfalli verður en eflt hinn aðilann, sem sýnir þann karakter að sækja í sig veðrið þegar á móti blæs.

Ég hef síðustu árin haft trú á því að Stjarnan væri að koma upp meistaraliði og það getur enn gerst, þótt þeim tækist ekki á klófesta bikarinn að þessu sinni.

Til hamingju, mínir menn, Framarar !


mbl.is Fram bikarmeistari (myndasyrpa)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikið er þar mávager,
og mikill á þeim völlur,
í æti þeir við Austurver,
en á þeim lítill böllur.

Þorsteinn Briem, 18.8.2013 kl. 13:50

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Ómar, ég man glöggt, hvar ég naut þeirrar ánægju að heyra mína menn,Framara, vinna Val árið 1989 !

Var staddur austur við Hörgsá við sjóbirtings veiðar. Höfðum ekkert sjónvarp en RUV stóð að sjálfsögðu til boða. Veiðifélagar mínir, sem voru skólafélagar úr MA fóru fyrst að ánni í mínu boði, en ég sat og

hlustaði á lýsinguna í bílnum ! Staðan 0-2 í hálfleik, leiknum lauk 4-2 fyrir Fram ? Ef , ég man rétt.

Með góðri kveðju , KPG

Kristján P. Gudmundsson, 18.8.2013 kl. 15:56

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég held reyndar að þetta hafi verið 1990 en ekki 1989, en ég var á leiknum sem var sérdeilis skemmtilegur.  

Ómar Ragnarsson, 18.8.2013 kl. 17:25

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og í þessum leik urðu Framarar Íslandsmeistarar, ekki bikarmeistarar.

Ómar Ragnarsson, 18.8.2013 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband