Minkarnir sluppu út, - Titanic sökk, ... "ekkert bilað...ekkert bilað..."

Hve oft hefur ekki verið fullyrt að einhver umbúnaður sé svo fullkominn að ekkert geti farið úrskeiðis.

Fullyrt var þegar fyrstu minkarnir voru fluttir til Íslands að útilokað væri að þeir gætu sloppið. Framhaldið þekkja allir.

Sauðfjársjúkdómar, sem ollu Íslendingum miklu tjóni, stöfuðu frá innfluttu fé, sem fullyrt var að hættulaust væri að flytja inn til landsins.

Sjóeldiskvíar áttu að vera pottþéttar þegar þær voru fyrst settar upp hér á alndi og 1912 átti Titanic ekki að geta sokkið.

Murphys-lögmálið er það eina sem ekki getur klikkað, sem sé það, að geti eitthvað á einhvern hátt farið úrskeiðis og sé hægt að framkvæma eitthvað rangt, muni það gerast fyrr eða síðar, og stundum miklu fyrr en nokkurn óraði fyrir.

Samanber tilkynninguna úr flugstjórnarklefanum: "Í þessari flugvél er öllu stjórnað sjálfvirkt af svo fullkomnum búnaði, að þar getur ekkert bilað...ekkert bilað...ekkert bilað....ekkert bilað... ekkert bilað.........." 

Á YouTube má sjá þegar Airbus þotu var í fyrsta sinn flogið lágt og alveg sjálfvirkt í átt að flugbrautarenda og átti að hækka flugið og klifra. Það gerðist ekki og þessi stóra þota flaug áfram í sömu hæð inn í hávaxinn skóg og fórst þar.

 


mbl.is Býflugurnar sluppu út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta eru orð að sönnu og mætti nota í ýmsa umræðu hér á Íslandi t.d. varðandi Reykjavíkurflugvöll (sér í lagi norður-suður brautina).

Sumarliði Einar Daðason, 21.8.2013 kl. 14:35

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Hér er umrætt myndband sem þú ert að vísa í:

Sumarliði Einar Daðason, 21.8.2013 kl. 14:38

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

11.3.1986:

"Segja má að kraftaverk hafi átt sér stað í gær, þegar Fokkervél með 41 farþega missti afl á öðrum hreyfli og hætt var við flugtak.

Flugvélin fór fram af flugbrautinni út á Suðurgötuna
, sem liggur við vesturenda brautarinnar, og stöðvaðist á miðri götunni."

Fokkervél fór út á miðja Suðurgötuna


3.8.1988:


"Þrír menn fórust er kanadísk tveggja hreyfla ferjuflugvél fórst skömmu fyrir lendingu á Reykjavíkurflugvelli skömmu fyrir klukkan 17 í gær.

Flugvélin stakkst á nefið á milli brautarenda og Hringbrautar og sprakk strax í loft upp.
"

Flugvél stakkst á nefið og sprakk í loft upp steinsnar frá Hringbrautinni


16.10.1990:


"Ekkert hefur enn komið fram við rannsókn á flaki flugvélarinnar sem hrapaði í Skerjafjörð síðastliðinn laugardag.

Flugmaðurinn lést í slysinu. Hann var reyndur flugmaður, með 400 flugstundir að baki.

Flugvél hrapaði í Skerjafjörð


23.4.1997:


"Mikil mildi þykir að enginn skyldi slasast þegar tveggja hreyfla flugvél brotlenti við Reykjavíkurflugvöll í gær, rétt við Suðurgötu.

Bílar höfðu örskömmu áður ekið um götuna."

Brotlenti við Suðurgötuna


9.8.2000:


"Eins hreyfils flugvél af gerðinni Cessna hrapaði í Skerjafjörð, rétt vestan við Nauthólsvík, á mánudagskvöld."

Flugvél hrapaði í sjóinn rétt vestan við Nauthólsvík

Þorsteinn Briem, 21.8.2013 kl. 14:41

8 identicon

Það er náttúrlega skelfilegt, að ekki skuli vera hægt að slá þessu tölfudrasli út, og handfljúga þessum vélum þegar tölfurnar bila.

Það er altaf að koma betur og betur í ljós hið fornkveðna:

No aeroplane can be safe, if it control surfaces can be moved only under computer control.

það væri aldeilis fróðlegt að lesa niðurstöðu ransóknarnefdarinnar,um það, hvað bilaði í Airbus þotunni,það hlýtur að liggja ljóst fyrir 7 árum eftir slisið.

Jón Ólafur (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 16:41

9 identicon

Air France Flight 296 slysið við flugvöllinn Mulhouse-Habsheim (LFGB) skeði 26.6.1988 eða fyrir 25 árum. Nákvæma lýsingu má finna í Wikipedia (link fyrir neðan).

First Officer: "TOGA power! Go around track!". (TOGA = Take Off, Go Around). En elevator tók ekki við sér þrátt fyrir full power, hraðinn var það lítill. Tölvan óttaðist stall.

Man vel eftir slysinu, var þá í Basel og hef ótal sinnum lent í Habsheim (LFGB). Við flugum oft frá Basel (LFSB) til Habsheim (LFGB) með vélina stútfulla af eldsneyti, til að losna við að borga vaskinn, því flugið skráðist sem utanlandsflug. Tók hinsvegar aðeins örfáar mínútir. Minn besti tími var 5 mínútur!

http://en.wikipedia.org/wiki/Air_France_Flight_296

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 17:30

10 identicon

Það bilaði ekkert í Airbus þotunni. Henni var einfaldlega flogið of lágt og of hægt. Hún var ekki á sjálfstýringu en þegar flugstjórinn ætlaði að reisa nefið á of litlum hraða kom tölvan í veg fyrir ofris. Flugstjórinn gaf í en þegar hreyflarnir voru komnir á fullan kraft voru þeir farnir að éta tré og engu hægt að bjarga. Pilot error.

Gústi (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 17:48

11 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég var ekki búinn að lesa Wikipedia umfjöllunina um þetta slys en þetta er afar fróðlegur pistill.

Mér sýnist af lestrinum að flugmennirnir hafi verið full kokhraustir án þess að þekkja til flugvallarins. Þetta slys hefði sennilega ekki átt sér stað ef þeir hefðu áttað sig á því að þetta var skógur en ekki gras við enda brautarinnar í tæka tíð.

Ég var búinn að sjá heimildarmynd um þetta slys og þá var því haldið fram að þetta væri tölvunni að kenna.

Sumarliði Einar Daðason, 21.8.2013 kl. 20:24

12 identicon

Þrátt fyrir ítarlega upptalningu Steina Briem, sést ekki enn rispa á Ómari kallinum. Það fór hins vegar verr á Akureyri í sumar. Líklega best að halda sig fastan við Terra Firma....en þó, - stenst ekki freistinguna til að hoppa í loftið ASAP. Steini tekur sjálfsagt sjóleiðina og svo al-hættulausu bílferðirnar :D

Jón Logi (IP-tala skráð) 22.8.2013 kl. 06:45

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hér að ofan er langt frá því að vera "ítarleg upptalning" á flugslysum hér á Íslandi undanfarna áratugi.

Var fyrst og fremst að benda á fjölmörg flugslys sem orðið hafa allt í kringum flugvöllinn á Vatnsmýrarsvæðinu.

Þorsteinn Briem, 22.8.2013 kl. 11:49

14 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er ennþá of stutt síðan slysið á Akureyri átti sér stað til þess að vera að nota það sem dæmi um flugvélaöryggi. Bæði eru vinir og ættingjar ennþá að jafna sig auk þess sem málið er ennþá í rannsókn hjá lögreglu og rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Hins vegar finnst mér eðlilegt að benda á hættuna sem fylgir því að vera með flugtak og lendingar yfir svona "hot-zone" Reykjavíkur (og stjórnsýslunnar fyrir Ísland allt) eins og norðurendi Reykjavíkurflugvallar býður uppá. Tali maður ekki um þegar bærinn er fullur af fólki. Ég er ekki að tala um litlar Cessna vélar, heldur stórar vélar eins og Fokker, einkaþotur og stórar farþegavélar.

Ástæðan fyrir því að flug er "öruggara" en akstur bíla er einfaldlega vegna þess að eftirlitið í flugi er mjög mikið. Það er nánast eins og að hafa lögreglubíl alltaf akandi á eftir sér á jörðu niðri. En eðlisfræði- og tæknilega séð er það hættulegra. Það vita allir sem hafa bæði flogið og ekið.

Þegar ég lærði að fljúga (og ég hafði góða kennara) þá var mér kennt að vera alltaf með auga á lendingarstað eða vita af lendingarstað ef eitthvað kemur uppá (þegar maður er að fljúga á svæðum sem bjóða uppá það). Nauðlending er eitt - en að missa stjórn á vélinni er annað. Vélabilanir geta alltaf komið upp. Svo eru það mannleg mistök eða þreyta. Það virðist vera orðin svo mikil keyrsla á öllu og arðsemiskröfur að það er farið að bitna á flugöryggi. Ryanair er gott dæmi um það:

"Ég veit ekki hversu oft ég hef flogið með flugmanni sem berst við það að halda augunum opnum og oft þurfa þeir að taka sér blund á meðan fluginu stendur til að berjast við þreytuna", segir flugmaðurinn í viðtalinu við Södermanlands Nyheter.

Er Ryanair til dæmis í flugbanni á Íslandi? Á Reykjavíkurflugvelli?

Sumarliði Einar Daðason, 22.8.2013 kl. 13:26

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjúkraflutningavélin sem brotlenti á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn hefði einnig getað brotlent á Vatnsmýrarsvæðinu.

Hvort langt eða skammt er liðið frá þessari brotlendingu og hvers vegna flugvélin brotlenti skiptir engu máli í þessu samhengi.

Þorsteinn Briem, 22.8.2013 kl. 13:37

16 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það er allt í lagi að minnast á það eins og þú gerir. Það er bara staðreynd. En eins og Jón Logi gerir það þá þarf að stíga varlega til jarðar.

En þetta er einmitt aðal málið eins og þú ert að benda á - slysin gerast fyrirvaralaust og oftar en ekki á verstu tímum og við verstu aðstæður. Það má ekki gleyma því að olíubirgðastöð Íslands er á Granda (af óskiljanlegum ástæðum) og það eru miklir flutningar með eldsneyti á Hringbrautinni. Hvað gerist til dæmis ef Fokkerinn lendir ekki í árekstri við strætó heldur bensínflutningabílinn sem keyrir á undan strætó? Fólk þarf að taka svona hluti með í reikninginn - sérstaklega fólk sem kemur að stórslysum og þarf að stjórna aðgerðum.

Sumarliði Einar Daðason, 22.8.2013 kl. 13:47

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engin ástæða til að stíga varlegar til jarðar varðandi flugslys en önnur slys.

Flugvöllurinn, sem nú er á Vatnsmýrarsvæðinu, á að sjálfsögðu að vera ásamt flugsviði Landhelgisgæslunnar á dreifbýlu svæði eða landfyllingu á höfuðborgarsvæðinu og flytja þaðan sjúklinga með þyrlu Gæslunnar á þyrlupall við Landspítalann þegar á þarf að halda.

Þorsteinn Briem, 22.8.2013 kl. 14:10

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Fastur kostnaður flugsviðs [Landhelgisgæslunnar] er um 80-85% af árlegum rekstrarkostnaði sviðsins og að mestu óháður því hversu margar flugstundir loftfaranna eru.

Og það þýðir meðal annars að fækkun eða fjölgun flugtímanna fer ekki að hafa áhrif fyrr en hún er orðin veruleg."

Ársskýrsla Landhelgisgæslunnar 2003, bls. 9-10

Þorsteinn Briem, 22.8.2013 kl. 14:25

19 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Blind trú á öryggi miðstýringar, umfram trú á brjóstvitið, eigin rökhugsun og rökræður ólíkra einstaklinga um ólíkar hliðar/sjónarhorn?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.8.2013 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband