21.8.2013 | 19:24
Um að gera "að láta á það reyna."
Einhvern veginn virðist það algengt sjónarmið hér á landi "að láta á það reyna" um sem flesta hluti.
Kannski er þetta gróið inn í þjóðarsálina síðan landnámsmennirnir fyrstu "létu á það reyna" hvort hér væri betra að búa en í Noregi.
Nú liggur að vísu ekki fyrir hvort um mælingamistök var að ræða varðandi atviks á mótum Reykjanesbrautar og Miklubrautar/Vesturlandsvegar (ekki "/Vesturlandsvegs" eins og segir í tengdri frétt eða hvort bílstjórinn tók bara áhættuna á því að "láta á það reyna hvort kraninn kæmist undir brúna.
Nýlega ók ég á eftir bíl með háan farm, sem hægði á sér niður í lötuhraða þegar hann fór undir skilti, sem er í sömu háð og brýrnar yfir brautina, að því er virtist vegna þess að bílstjórinn var ekki alveg viss um hæð farmsins heldur ætlaði á "láta á það reyna."
Hér um árið gerðist magnað atvik við einu stálgrindabrúna, sem þá var eftir á Suðurlandi, sem lýsti ótrúlegum vilja til "að láta á það reyna" hvort hann kæmist á flutningabíl yfir brúna, sem var talsvert þyngri en leyfilegt var og auk þess spurning um sentimetra, ef ekki millimetra, hvort hann slyppi í gegn.
Vegna þess hvað bíllinn var þungur svigjuðu hliðargrindur brúarinnar aðeins inn á við þannig að bíllinn rakst báðum megin utan í.
Í stað þess að hætta við, gaf bílstjórinn fulla gjöf og tróð bílnum við illan leik í gegnum brúna, þannig að bæði bíll og brú stórskemmdust.
En það var "um að gera að láta á það reyna."
Kranabíll rakst upp undir brú | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Vegna þess að brúar atvik eru til umræðu þá má ég til með að segja frá atviki við brúnna á Jökulsá á fjöllum. Ég man ekki dagsetningar en trúlega í grennd við 2000 að við feðgar vorum á leið austur um norðurland og komum að brúnni á Jökulsá á Fjöllum.
Ég sá tilsýndar að blár flutningabíll nálgaðist brúnna á mikilli ferð og ákvað að hliðra til fyrir honum, þó að ég væri nær brúnni. En þessi blái hraðfara flutningabíl hélt sömu ferð og vélarafli og hann hafði haldið á söndunum fyrir austan ánna, það sá ég og heyrði þegar þetta 30 til 50 tonna æki geystist framhjá okkur vestan megin við brúnna.
Það tók töluverðan tíma fyrir brúnna að róast nægilega til að við hættum okkur út á hanna og var þó rólið nóg samt.
Þessari brú ber okkur að þakka góðum hönnuðum, en hún var klárlega aldrei hönnuð fyrir fífl eins og þennan afglapa sem var við stýri þessa bláa flutninga bíls, en hann keyrði með túrbínu í heilastað og dýselolíu æðum, nema það hafi verið Bakkus.
Hrólfur Þ Hraundal, 21.8.2013 kl. 23:26
Við skulum ekki dæma strax, þarna getur verið um mannleg mistök að ræða og bílstjórinn hafi gleymt að taka hann úr sturtugír (eða hvað það er kallað á kranabíl) og kranin hafi lyft sér upp í rólegheitum ánþess að bílstjórinn hafi tekið eftir því og svo fór sem fór.
Sævar Einarsson (IP-tala skráð) 21.8.2013 kl. 23:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.