Meðal annars hlaupið fyrir þá sem ekki geta hlaupið.

Reykjavíkurmaraþonið er jákvætt hlaup í hvívetna. Þessa dagana og kvöldin sér maður fólk vera á hlaupum um alla borg til að æfa sig fyrir hlaupið og margir þeirra, sem ætla að hlaupa, safna áheitum til góðra mála eins og glögglega kemur frá á netsíðum þessa dagana.

Það, að leggja af mörkum til söfnunar vegna áheita án þess að hlaupa er í raun víkkuð út mikil þátttaka í hlaupunum. Þetta er því jákvætt á margan hátt.

Það stendur mér nærri að segja frá því að Jónína Ómarsdóttir, kölluð Ninna, kennari við Rimaskóla, ætlar að hlaupa heilt maraþon fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, samtök, sem vinna fyrir fólk sem flest getur ekki hlaupið sjálft.

Sjálf þekkir Ninna vel til málefna þessara samtaka og skjólstæðinga þeirra. Hún hleypur fyrir frumburð sinn, Ara Óskarsson, sem fæddist svo fatlaður með klofinn hrygg, að hann lifði aðeins í fjóra daga. Hún á líka bróður, sem fæddist með sömu tegund fötlunar og þekkir því kjör þessa fólks frá blautu barnsbeini.  

Móðir hennar og amma störfuðu lengi fyrir fatlaða, bæði fyrir kvennadeild samtakanna, íþróttafélag fatlaðra og ferðafélagið Flækjufót.  

Rúmir 42 kílómetrar í einum rykk er drjúg vegalengd til að hlaupa. Vonandi gengur Ninnu vel að hlaupa alla leið og safna áheitum fyrir gott málefni.   

 

P. S. Númer Ninnu er #1583.


mbl.is Hleypur fyrir 16 mánaða ofurhetju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband