25.8.2013 | 15:07
Góð og ný gerð af...?
Úr því að vændi er bannað á Íslandi er varla við því að búast að bylgja erlendra "drive-in" þjónustu skolist hingað til lands með eftirfarandi lýsingu:
Á kvennamenn með hánni hýrri
er hrópað: Vaktu! Vaktu!
Og gerðu kaup í góðri og nýrri
gerð af Aktu-taktu !
Bjóða upp á drive-in vændishús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar með sitt flím og fliss,
finnur nú margt gott í Sviss,
ekki þó er alveg viss,
hvort eigi hann að fá þar bliss.
Þorsteinn Briem, 25.8.2013 kl. 15:32
Vændi er ekki bannað á Íslandi. Kaup á vændi er bannað á Íslandi.
Espolin (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 16:07
Elínborg er um og ó
er furð´hún sé að veina
Hún liggur kramin í lambakró
klofvega undir Steina.
Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 17:56
Er það ekki, mér er spurn,
allt í Gagn og Gaman,
að framboðið og eftirspurn
eigi að smella saman?
Hrúturinn (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 18:04
Undir Smára Elínborg,
öldruð gengilbeina,
sjúskað er það Smáratorg,
og sorglegt frá að greina.
Þorsteinn Briem, 25.8.2013 kl. 18:24
Í leirburðinn oft vantar lím,
lauslega ég fer með flím,
á Skessu eftir stanslaust stím
strandaður er Steini Briem!
Leirmundur (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 18:28
Leirmundur með loðinn lim
laumast út á hlaði
á Elínborgu en sú er fim
og forðar sér með hraði
Jósef Smári Ásmundsson, 25.8.2013 kl. 19:15
Víst af Stalín dregur dám,
dálaglegir nafnar!
Í munkaklæðum kennir klám,
kröfum meðlags hafnar!
Glámur (IP-tala skráð) 25.8.2013 kl. 20:03
Glámur upp í raftinum
Augun glennir stóru
Klámfenginn í kjaftinum
er kemst í kast við Þóru.
Jósef Smári Ásmundsson, 26.8.2013 kl. 14:57
Hátíð ber að höndum brátt,
bliknar ei sá dári,
opinberan boðar drátt,
blankur, Jósep Smári!
Heimild:
http://www.visir.is/boda-dratt-a-medlogunum-i-desember/article/2013708269975
Leirmundur (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 17:09
Góðir allir, ekki síst Leirmundur núna í lokin.
Þessi skemmtilega gáfa er enn til hjá innbyggjurum, þótt þeir hagi sér eins og kjánar í kjörklefanum.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 26.8.2013 kl. 19:17
Þorsteinn Briem, 6.9.2013 kl. 00:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.