Almenn flýting hugsanlega til góðs.

Ýmsir fletir eru á því máli að flýta göngum og réttum víða um land. Sums staðar munar 2-3 vikum á réttatímanum núna og því sem var hér á árum áður og einhverjir kynnu að giska á það hve mikið fallþunginn verður minni á styttiri beitartíma. Verður fróðlegt að sjá tölurnar, en þær eru hugsanlega ekki einhlitar, því að sums staðar verður fénu beitt á tún.

Gamli tími réttanna miðaðist við aðstæður í sveitum sem eru mikið breyttar. Þegar ég var í sveit fyrir 60 árum stóð heyskapurinn oftast fram undir miðjan september, enda afköstin við heyskap svo margfalt minni en nú.

Ef féð er tekið fyrr af fjalli og rekið seinna upp minnkar hættan og tjóni vegna hugsanlegrar ofbeitar og haginn batnar sem því nemur. Þess vegna þarf það ekki endilega að hafa minni fallþunga í för með sér þótt féð sé styttra á fjalli.

Alla jafna er hlýrra í ágústlok en í miðjum september, þótt einstaka hret geti gert. Birtutíminn er líka lengri. Þetta tvennt á að geta komið til góða og gert smölunina auðveldari og öruggari og afköstin meiri.

Af framangreindu er hægt að draga þá ályktun að flýting gagna og rétta sé af hinu góða.


mbl.is Fyrstu réttirnar fyrir norðan í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ómar æðir út í hretið,
aldrei fer nú kallinn fetið,
ekki getur á sér setið,
óður er í lambaketið.

Þorsteinn Briem, 28.8.2013 kl. 23:34

2 identicon

Ég var einmitt í göngum í dag á svæði sem mikið hefur gróið upp á síðustu 30 árum. Ég gekk um land sem voru melar og sandur en núna er kominn viss mór þarna og loðvíðir og gulvíðir allstaðar að koma upp. Þarna sá ég hvergi lambasparð en varla þverfótað fyrir gæsaskít. Ég tel að friðun gæsarinnar (líka álfta) sé komin allt of langt. Eldra fólk fér segir mér að fyrir ca. 50 árum hafi menn sagt frá því ef menn sáu gæsir, það var fréttnæmt. En ég hef vel séð það síðustu daga að eitthvað éta allar þessar gæsir.

Siggi Erl. Grænavatni.

Sigurður Erlingsson (IP-tala skráð) 29.8.2013 kl. 00:14

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veiðitímabilið á grágæs og heiðagæs hófst 20. ágúst og stendur til 15. mars, samkvæmt Umhverfisstofnun.

Veiðitímabil ýmissa fugla

Veiði á grágæs og heiðagæs 1995-2010


Þorsteinn Briem, 29.8.2013 kl. 01:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband