30.8.2013 | 12:28
Ótrúleg nákvæmni.
Í haustóveðrinu í fyrra skeikaði um hálfa til eina gráðu um hitaspá Veðurstofunnar fyrir norðausturland og því snjóaði mjög mikið á svæði þar sem annars hefði rignt mikið.
Í gær fór ég inn á vefinn til að skoða spána fyrir næsta sólarhring og var spáð 21 millimetra í Reykjavík.
Í morgun kom síðan raunveruleg tala; 20,8 millimetrar. Skekkja upp á 0,09% eða minna en einn hundraðasta! Betra gerist það varla.
Stefnir ekki í neitt stórflóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ótrúleg ónákvæmni.
Í morgun var spáin fyrir heildarútkomu fyrir laugardag / sunnudag á Húsavík; 17mm / 35mm.
En núna er spáin 16mm / 17mm. Skekkjan í morgun þarf enga aukastafi.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 15:53
Ég sé núna að skekkjan sem Ómar var að reikna út er 0,9%.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 16:11
Afsakaðu. Var að söngla lag Jóns Múla og Jónasar "því nær sem núllinu númer þitt er" og lét það trufla mig
Ómar Ragnarsson, 30.8.2013 kl. 17:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.