Óþarf nýyrði: "Réttarstörf."

Ég hef aldrei fyrr heyrt annað orðalag um réttirnar en það að það orð nái yfir öll þau störf sem þær byggjast á. "Réttarstörf" er óþörf lenging, svona svipað og að sagt væri um réttasönginn að hann væri "réttasöngstörf". 

Þar að auki eru réttir fleirtöluorð og réttarstörf þvi hæpið orð.

Réttir halda áfram í dag, það er ekki flóknara en það.


mbl.is Réttarstörf halda áfram í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Réttarstörf" er engan veginn nýyrði og algengt orð hvað varðar hross og fé.

Hrossarétt á Melgerðismelum:


"Réttað er fyrsta laugardag í október og hefjast réttarstörf klukkan 13."

"Fé verður rekið til Hrútatunguréttar í dag, 28. ágúst, og réttarstörf hefjast þar á morgun, 29. ágúst, klukkan 9."

Þorsteinn Briem, 30.8.2013 kl. 15:31

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gott og vel. Hafði ekki séð eða heyrt þetta áður og pistillinn stutti því kannski óþarfur. Enda réttarstörf í fleiri fréttum svo sem í fréttum af réttarhaldinu í morðmálinu á Egilsstöðum.

Ómar Ragnarsson, 30.8.2013 kl. 17:16

3 Smámynd: Torfi Kristján Stefánsson

Það er auðvitað alveg nóg að segja að réttirnar (eða þær í fyrra dæminu) hefjist klukkan þetta og þetta. Réttar"störf" er auðvitað ofaukin og sýnir að viðkomandi blaðamaður hefur ekki gott vald á málinu, hvað þá að hann þekki til smalamennsku eða "rétta"!

Torfi Kristján Stefánsson, 31.8.2013 kl. 13:12

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður bjó í sveit í áratug.

"Karlmenn búast til réttarstarfa."

Göngur og réttir I-IV
Ritstjóri: Bragi Sigurjónsson
Útgáfuár: 1948-

Göngur og réttir I-IV


"Réttarstörfin stóðu þá hæst með háreysti í mönnum og skepnum."

Á ferð
Höfundur: Sr. Ásmundur Gíslason
Útgáfuár: 1946


Á ferð


Réttarstarf - Orðabók Háskólans

Þorsteinn Briem, 31.8.2013 kl. 14:47

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Réttarstörf: Sundurdráttur á fé hefst klukkan 9 að morgni 15. september."

"Hvammi 20. ágúst 2013,

Gauti Jónsson fjallskilastjóri"

Gangnaseðill vegna smölunar og rétta í Skrapatungurétt 2013

Þorsteinn Briem, 31.8.2013 kl. 15:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband