"Eigi kann ég skip að festa...."

Ýmsar ráðstafanir þarf nú að gera í ágúst, sem venjulega eru gerðar um hávetur, svo sem að binda lausa hluti niður.IMG_0245

Hefur svo verið allt frá landnámstíð og nú er brýnt fyrir fólki að gera það.

Frægasta atriðið í þessa veru úr Íslendingasögunum er líklega atriðið í Gísla sögu Súrssonar, þegar bundin voru skip í Dýrafirði og Gísli mælti þessi afdrifaríku orð: "Eigi kann ég skip að festa  ef þetta tekur veður upp." IMG_0240

Mér verður oftast hugsað til þessa þegar ég er að binda flugvélar, sem standa úti.

Eftir að ég flutti Örkina að austan og suður til viðgerðar í Sandgerði, verður að huga að henni þar til hún fer í hús, sem verður væntanlega nú í september.

Í fyrradag fór ég austur á Selfoss til að binda FRÚna þar sem hún standur á Selfossflugvelli og sagði þá við sjálfan mig: "Eigi kann ég flugvél að binda ef þessa tekur upp."

Og í dag var það Örkin, sem binda þurfti þannig að ekki væri hætta á að hún fyki í kvöld.

Meðan ég var að binda hana, leit ég upp til gluggans sem vestfirska frúin lítur út um þegar hún er að gæta að því hvað bóndi hennar er að sýsla.

Og þá kom auðvitað fram á varirnar orðrétt vestfirska setningin úr Gísla sögu Súrssonar: "Eigi kann ég skip að festza ef þetta tekur veður upp."

 


mbl.is Lentu í ófærð á Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stundum Ómar segir satt,
og suma hefur kallinn glatt,
margur á því fór nú flatt,
að frúna aldrei niður batt.

Þorsteinn Briem, 30.8.2013 kl. 17:14

2 identicon

Sæll Ómar.

Setning sú sem þú virðist hafa í huga
úr Gíslasögu eru einstök viðbrögð manna
þá er Þorgrímur var heygður:

"Og er búið er að lykja hauginn þá gengur Gísli til óssins og tekur upp stein einn, svo mikinn sem bjarg væri, og leggur í skipið svo að nær þótti hvert tré hrökkva fyrir en brakaði mjög í skipinu og mælti: "Eigi kann eg skip að festa ef þetta tekur veður upp.""

Húsari. (IP-tala skráð) 30.8.2013 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband