Líka vetur í júlí. "Hvar erum við?"

Það er ekki nýtt að fjallvegir teppist vegna snjóa í ágúst. Það er meira að segja ekki nýtt að fjallvegir teppist í júlí. Ég minnist þess að ófært varð á leiðinni milli Norðurlands og Austurlands í júlí 1967.

Rúta Jóns Ágústssonar var þá á leið frá Egilsstöðum til Reykjavíkur frá héraðsmóti Sjálfstæðismanna í Neskaupstað. Ég fór suður eftir ballið ásamt fólkinu í hljómsveit Magnúar Ingimarssonar með flugvél Flugfélags Íslands frá Egilsstöðum, en í rútunni hjá Jóni var "eftirlitsmaður" Sjálfstæðisflokksins með því að héraðsmótahaldið færi vel og siðsamlega fram.

Svo slysalega hafði hins vegar viljað til að hann sjálfur hafði einn manna dottið í það í Neskaupstað og lá því sofandi í íáfengissvefni í aftursæti rútunnar ófær um að fara um borð í flugvél.

Var því ákveðið að hann héldi einn áfram suður í rútunni með Jóni.

Norðanhret gekk yfir landið og á Möðrudalsfjallgarði þurfti Jón að fara út til að moka snjó.

Þegar Jón kom til baka inn í bílinnn eftir moksturinn, barst hrollkalt loft inn í bílinn, svo að farþeginn, "eftirlitsmaðurinn" hrökk upp af værum áfengisblundi.

"Hvar erum við?" spurði hann ringlaður.

"Við erum hérna rétt hjá", svaraði Jón og "eftirlitsmaðurinn" lagðist aftur til svefns, hæstánægður með svarið.  


mbl.is Vetur í ágúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Oft skemmtilegar sögurnar af Vinum Bakkúsar.Mann eftir sögu af einum sem var á jeppanum í ófærðinni á Hofsósi.Ökuferðin endaði með því að hann velti jeppanum og menn sem komu að honum á jeppanum krönglust upp á hliðina og opnuðu hurðina farþegamegin.Sá ölvaði varð þá snælduvitlaus og hrópaði:Hvernig í andskotanum dettur ykkur í hug að koma inn í bílinn á ferð.

Jósef Smári Ásmundsson, 31.8.2013 kl. 10:31

2 identicon

Ég minnist nú líka s.k. Forsetahrets um Jónsmessuna 1992 þegar fé snjóaði í kaf fyrir norðan í Eyjafirðinum og Hellisheiði eystri varð ófær þegar frú Vigdís Finnbogadóttir var í heimsókn á austfjörðum m.a. Vopnafirði.

thin (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 13:31

3 identicon

Auðvitað er ekkert nýtt undir sólinni Ómar Ragnarsson - ekki einu sinni trúarofstækismenn sem telja að álagning kolefnisskatts á eldsneyti geti blíðkað máttarvöldin . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 31.8.2013 kl. 18:01

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn eru sem sagt búnir að lækka eða afnema kolefnisgjald á olíu og bensíni.

Þorsteinn Briem, 31.8.2013 kl. 20:20

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Oddur Sigurðsson jarðfræðingur lýsti því í Speglinum hvernig mælingar sýndu miklu hraðari minnkun á íslenskum jöklum en spáð hafði verið. Jöklarnir okkar eru nú á því stigi sem búist hafði verið við árið 2050 og Vatnajökull alveg horfinn eftir tvær aldir.

En hér á blogginu má sjá menn halda áfram að fullyrða að veðurfar hlýni ekki, fari jafnvel kólnandi. Og Oddur og aðrir sérfræðingar þar með bullukollar!

Ómar Ragnarsson, 1.9.2013 kl. 00:18

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Því má bæta við að land hækkar nú í kringum Vatnajökul samkvæmt mælingum vegna þess að farg jökulsins minnkar hratt. En þetta er sennilega líka bull og tóm tjara.

Ómar Ragnarsson, 1.9.2013 kl. 00:20

7 identicon

Það er bara eins og íslenskir jöklar hafi aldrei hopað áður, Ómar Ragnarsson. Þessi "skelfilega" staða tekin á innsoginu með upphrópun (!)

Ég minnist þess ekki að norskir "landnámsmenn" hafi verið sérlega iðnir við að greiða Alþingi kolefnisskatt vegna notkunar mókola á níundu öld - og voru þó jöklar töluvert minni í þá tíð á Íslandi en í dag.

Þú gætir rætt þessa kynlegu stöðu við Odd Sigurðsson jarðfræðing og þá jafnframt hvað olli því að íslenskir jöklar náðu sér heldur betur á strik á seinni hluta miðalda - án þess að bændur og búalið hefðu hugmyndaflug til að greiða kolefnisskatt :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 1.9.2013 kl. 01:46

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband