3.9.2013 | 02:01
Sofnaði í 200 metra hlaupi.
Það er gaman að lesa skemmtilega frásögn Helgu Þóru Jónasdóttur af 168 km langt afrekshlaup þar sem hún "sofnaði í miðju hlaupi."
En það er víst hægt að "sofna" í styttra hlaupi.
Nóttina fyrir 200 metra úrslitahlaupið á EM í Brussel 1950 varð Ásmundi Bjarnasyni ekki svefnsamt vegna mikilla láta herbergisfélaga síns á hótelinu.
Ásmundur sagði sjálfur svo frá, að hann hefði að sjálfsögðu komið herfilega illa fyrirkallaður í úrslit 200 metra hlaupsins, og upplifði það svo, að það hefði ekki verið neinu líkara en að hann hefði "sofnað síðast í beygjunni."
Frá þessu er nánar sagt í bókinni "Mannlífsstiklur" þar sem greint er frá svonefndum "gulldrengjum", fjálsíþróttamönnunum, sem fóru einstæða frægðarför á þetta Evrópumestaramót.
Sofnaði í miðju hlaupi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 08:05
"Denmark has the world's lowest level of income inequality, according to the World Bank Gini (%), and the world's highest minimum wage, according to the IMF.
In July 2013 the unemployment rate was at 6.7%."
"Denmark has considerable sources of oil and natural gas in the North Sea and ranks as number 32 in the world among net exporters of crude oil and was producing 259,980 barrels of crude oil a day in 2009.
Denmark is a long-time leader in wind energy and 25-28% of electricity demand is supplied through wind turbines."
Og Danir eru mesta fiskveiðiþjóðin í Evrópusambandinu.
Þorsteinn Briem, 10.9.2013 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.