"Lygar og rangfærslur umhverfisfasista?"

Undanfarna daga hafa næstum daglega verið fréttir í fjölmiðlum um ýmis atriði sem vísindamenn túlka sem merki um hlýnandi veðurfar á jörðinni. Það vekur athygli mína að þeir sem hafa stanslaust síðustu árin talið slíkar fréttir vera "lygar og rangfærslur umhverfisfasista" hafa verið óvenju þöglir um þessar fréttir.

Hefur þeim þó ekki hingað til verið skotaskuld úr því að flytja þann boðskap að veður fari ekki hlýnandi á jörðinni, heldur jafnvel kólnandi eftir aldamót ef eitthvað er.

Fyrir nokkrum dögum var áhugavert viðtal við Odd Sigurðsson jarðfræðing, sem hefur fylgst með íslenskum jöklum alveg sérstaklega í marga áratugi.

Oddur upplýsti að bráðnun jöklanna nú væri miklu örari en spáð hefði verið og jafn ör og spáð hefði verið að hún yrði 2050. Hann sagði að land risi nú furðu hratt umhverfis Vatnajökul og að sennilega yrði jökullinn alveg horfinn eftir tvær aldir.

Oddur, eins og aðrir vísindamenn, draga þá ályktun af þessu að því valdi hlýnun loftslags.

Í gær var frétt um hraðar breytingar á lífríki á mörkum heimsskautasvæða vegna hlýnunar.

Afneitunarmenn hafa sagt árum saman að ekkert sé að marka svona upplýingar, þær séu "lygar og rangfærslur umhverfisfasista".

"Umhverfisfasistarnir" séu siðlausir gróðapungar sem hafi af því starf og græði á því að fjalla um þessi mál eða rannsaka þau og breiða út rangar upplýsingar.  

Nú er liðinn svolítill tími frá því að heyrst hefur frá þessum mönnum, og hefði maður þó haldið að það væri því kærkomnara fyrir þá að fletta ofan af lygunum og rangfærslunum eftir því sem þær verða tíðari og stærri.

  


mbl.is Miklagljúfur undir Grænlandsjökli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

30.8.2012:

"Íslenskir jöklar verða horfnir eftir 150 til 200 ár verði veðurfar svipað og það hefur verið síðustu tvo áratugi.

Snæfellsjökull hyrfi eftir um það bil 30 ár
, segir Helgi Björnsson jöklafræðingur.

"Síðustu 17 ár hafa jöklarnir bráðnað með auknum hraða."


Helgi segir að Snæfellsjökull sé aðeins 30 metrar að þykkt að meðaltali en að vísu sé meiri snjór í honum að norðanverðu, allt að 70 metra þykkur.

"Snæfellsjökull rýrnar að meðaltali um 1,3 metra á ári, þannig að það er auðséð að hann þolir ekki slíkt framhald í marga áratugi.

Við missum um það bil einn metra á ári af Vatnajökli, annað eins af Hofsjökli og 1,3 metra af Langjökli en allra mest af jöklunum syðst, Eyjafjallajökli og þessum litlu jöklum sunnanlands. Þar er bráðnunin 1,8 metrar, svipað og meðal mannshæð.

Nú er reiknað með að það hlýni enn frekar vegna aukinna gróðurhúsaáhrifa
og það gæti orðið tveimur gráðum hlýrra við lok þessarar aldar en nú er.""

Þorsteinn Briem, 2.9.2013 kl. 19:47

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

16.5.2013:

"Niðurstöður nýrrar könnunar á þúsundum rannsókna sem gerðar voru á árunum 1991-2011 sýna yfirgnæfandi og vaxandi samstöðu meðal vísindamanna um að mannkynið beri langmesta ábyrgð á hlýnun jarðar.

Rúmlega 97% rannsókna á tímabilinu komust að þessari niðurstöðu."

"Vísindamenn frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Kanada skoðuðu yfir fjögur þúsund vísindarannsóknir sem gerðar höfðu verið 1991-2011, þar sem afstaða var tekin til þess hvort að mannkynið bæri ábyrgð á hnatthlýnun.

Rúmlega tíu þúsund vísindamenn voru skrifaðir fyrir rannsóknunum.

Niðurstöðurnar voru skýrar, yfir 97% sögðu að hnatthlýnun væri af mannavöldum.

Þá fór fjölda þeirra, sem töldu aðrar útskýringar líklegri, fækkandi eftir því sem leið á tímabilið sem var til skoðunar.
"

Nær allir vísindamenn sammála um orsakir hnatthlýnunar

Þorsteinn Briem, 2.9.2013 kl. 19:54

3 identicon

http://thoralf.bloggplatsen.se/

Isande tysnad.

Sennilega allt lýgi. Eða hvað?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 2.9.2013 kl. 22:01

4 Smámynd: Jack Daniel's

Í júlí 2007 fór ég upp í Þjófakrók við Langjökul og þá var jökulröndin rétt ofan við húsið sem þar er.
Síðasta sumar fór ég í Júlí þangað og verð að segja að mér snarbrá.  Engin jökulrönd sást þegar komið var að húsinu en rúmlega 200 metrum ofar var línan.
Mér fannst það frekar mikið á fimm árum.

Jack Daniel's, 2.9.2013 kl. 22:57

5 identicon

Á sama tíma og Ómar Ragnarsson þykist hvorki sjá nér heyra upplýsingar um kólnandi veðurfar á Íslandi ritar Trausti Jónsson:

"En hvernig kemur sumarið 2013 þá út í Reykjavík? Skemmst er frá því að segja að það var harla dauft og fær aðeins 9 stig í gæðaeinkunn. Til samanburðar má geta þess að meðaltal síðustu 10 áranna næst á undan er 33.stig Meðaltalið 1961 til 1990 er 20 stig. Þetta mat nær aftur til 1923, versta sumar alls tímabilsins fékk núll stig, það var 1983 en 2009 fékk flest, 41 stig." (http://trj.blog.is/blog/trj/entry/1311123/)

Þessu svarar ÓR hvergi banginn: "Það er ekki nýtt að fjallvegir teppist vegna snjóa í ágúst. Það er meira að segja ekki nýtt að fjallvegir teppist í júlí. Ég minnist þess að ófært varð á leiðinni milli Norðurlands og Austurlands í júlí 1967." (http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/entry/1310899/#comments)

Semsagt, svo skal böl bæta að benda á eitthvað verra :)

Ómar fer með himinskautum og stagast á fullyrðingum Odds Sigurðssonar jarðfræðings að Vatnajökull verði jafnvel horfinn eftir tvær aldir(!)

Eigum við ekki að rifja það upp hvernig jöklabúskapur landnámsmanna var árið 874 (+/- 10 ár)? Það vill nefnilega þannig til að þá voru jöklar á Íslandi mun minni en í dag - og Vatnajökull reyndar ekki til í núverandi mynd! :)

En Ómari Ragnarssyni (Kárahnjúkar með og á móti) virðist tamara að dvelja við draumsýnir í fjarlægri framtíð en staðreyndir fortíðarinnar þegar umræðu um meinta hnatthlýnun af manna völdum ber á góma.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 01:20

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að Reykjavík næði yfir alla jörðina.

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 01:45

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Veðurstofa Íslands:

"Í heild hafa mánuðirnir átta [á þessu ári, 2013] verið hlýir á landinu.

Í Reykjavík
er meðalhitinn 0,9 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990 en 0,2 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára."

"Og á Akureyri er meðalhitinn það sem af er þessu ári 5,1 stig og það er 1,1 stigi ofan meðaltalsins 1961-1990 en í meðallagi síðustu tíu ára."

"Meðalhitinn í Reykjavík í júní, júlí og ágúst síðastliðnum mældist 10,3 stig, sem er 0,4 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 en 1,2 stigum undir meðaltali síðustu tíu ára."

"Á Akureyri var meðalhiti mánaðanna þriggja 11,1 stig, eða 1,2 stigum ofan við meðallagið 1961-1990 og 0,3 stigum ofan við meðallag síðustu tíu ára."

"Og á Egilsstöðum var meðalhiti þessara þriggja mánaða 10,9 stig, eða 1,4 stigum ofan meðallagsins 1961-1990 og 0,8 stigum ofan meðallags síðustu tíu ára."

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 03:03

8 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, þú virðist ekki enn hafa áttað þig á því að hitafar fortíðar hefur sveiflast verulega án þess að það dragi á nokkurn hátt úr gildi núveranda kenninga um hnattræna hlýnun af mannavöldum.

Á Íslandi þykjast menn sjá ummerki um 20 ísaldarskeið, með stuttum hlýskeiðum á milli - hvert ísaldarskeið stendur í 100 - 150 þúsund ár, hvert hlýskeið í 10-15 þúsund ár. Hlýskeiðin ná hámarki frekar snemma, svipað og núverandi hlýskeið hefur gert, en eftir það fer kólnandi þar til vendipunkti er náð og ný ísöld hefst.

Núverandi hlýskeið hefur (til þessa) hegðað sér eins og fyrri - hlýindahámarki var náð fyrir 9000 árum og er talið að Ísland hafi verið því sem næst jökullaust á þeim tíma. Núverandi hlýskeið hefur síðan farið jafnt kólnandi (með einstaka minni sveiflum), allt eftir mynstri fyrri hlýskeiða.

Þegar land byggðist höfðu jöklar verið að vaxa í 5 þúsund ár eða meir og héldu áfram að vaxa næstu þúsund árin á eftir. Núna bráðna þeir hins vegar mjög hratt, ef spár Jöklarannsóknarfélagsins ganga eftir mun það taka 300 ár að bræða jökla sem hafa verið 6000 ár að myndast.

Orsakir hlýskeiða, hámarksins fyrir 9000 árum og jafnri kólnun síðan eru vel þekktar. Umdeildari eru hlýskeið sem hafa orðið á sögulegum tíma, t.d. Rómverskt hlýskeið og hlýskeið hámiðalda, sumir telja sig sjá fingrafar mannlegrar starfsemi þar einnig.

Núverandi hraða hlýnun er úr takti, og orsakir hennar eru einnig vel þekktar - nema Hilmar þykist vita einhverja betri skýringu fyrst hann slær um sig svona kokhraustur.

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 05:59

9 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, svo þú áttir þig aðeins betur á þessu þá er hér línurit sem setur skemmtilega fram hitafarsbreytingar hálfan milljarð ára aftur í tímann, dregið frá ýmsum rannsóknum. Það er eðlisfræðingurin Rob Rohde, yfirmaður vísindarannsókna við Berkeley Earth Surface Temparature verkefnið hjá University of California, sem setti línuritið saman. Línuritið nær fram til ársins 2000, það hefur hlýnað lítillega síðan þá.

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 06:48

10 identicon

Þeir sem hafa þolinmæði til að horfa á þessa verða margs vísari; http://www.youtube.com/watch?v=YtevF4B4RtQ

Hrollur (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 07:16

11 identicon

Mikið er rifist um hnattræna hlýnun og sitt sýnist hverjum. Vísindamenn eru nær allir sammála um að það er að hlýna á jörðinni okkar en menn eru ekki allir sammála um orsakir þessarar hlýnunar. Mér finnst það algengara að þeir sem halda því fram að engin hlýnun sé í gangi séu lítið eða ekkert vísindalega menntaðir.

Þetta sést í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum þar sem 41% af almenningi þar telur að hnattræn hlýnun sé vandamál. Af vísindagreinum sem ritaðar voru um hnattræna hlýnum eru 97% sem halda því ekki aðeins að hnattræn hlýnum sé vandamál heldur að hnattræn hlýnun sé af mannavöldum. Nú er spurning viljum við trúa almenningi með sitt frábæra veðurminni eða vísindamönnum sem hafa staðreyndir fyrir framan sig til að vinna úr.

Ég hef átt marga rimmu við menn hér á vefnum um þessi mál og rakið alls konar heimildir sem þeir koma með til að sýna fram á að hnattræn hlýnun sé ekki af mannavöldum og séð að mikið af þessum "svokölluðu" vísindagreinum eru birtar af stofnunum sem eru talsmenn hægri "öfgamanna" og eða eru styrktar af olíufélögum eða félögum í eigu olíufélaga.

Menn eru ansi fljótir að benda á, ef eitt kalt sumar kemur eða óvenjuleg kuldatíð einhvers staðar, að hnattræn hlýnum geti ekki verið í gangi þegar svona kuldatíð kemur. Sem vísindamenntaður einstaklingur geri ég mér grein fyrir þeirri staðreynd að þegar kerfi hitnar þá aukast öfgarnar í báðar áttir (kalt og heitt). Það koma óvenjulega köld ár og óvenjulega heit ár. Menn (ekki vísindamenn) eru svo fljótir að draga ályktanir út frá einhverju sem þeir sá í kringum sig.

Bandaríkjamenn voru mjög seinir að taka við sér í loftlagsmálum enda hafa þeir ekki vilja viðurkenna lengi vel að hnattræn hlýnum sé að mannavöldum. Þar var fremstur í flokki frægur loftlagsvísindamaður sem talaði niður hverja vísindagreinina af fætur annarri sem benti til þess að hnattræn hlýnum sé af mannavöldum. Hann benti á hluti eins og að aðstæður í kringum margar veðurstöðvar hefðu breyst á síðustu 100 árum og þess vegna ekki samanburðarhæft að bera saman hitatölur. Þetta var í þeim tilfellum þar sem veðurstöðvar sem stóðu á víðavangi voru allt í einu komna inn í miðja stórborg. Fyrir nokkrum árum átti þingmannanefnd að fara yfir þessi mál með sérvöldum loftlagsvísindamönnum og vildu Repúblikar endilega fá þennan vandaða vísindamann sem formann nefndarinnar og hugsuðu gott til glóðarinnar. Hann samþykkti að taka að sér formennsku í nefndinni og eftir langan tíma kom út mikil skýrsla um þetta mál. Í skýrslunni kom skýrt fram að öll rök bentu á að loftlagsbreytingar væru af mannavöldum og sökuðu Repúblikar formann nefndarinnar þennan vísindamann um að hafa svikið málstað þeirra. Hann svaraði þessum ásökunum með þessum orðum: Ég er hvorki Repúbliki eða Deókrati, ég er fyrst og fremst vísindamaður og þegar ég sé öll gögn í málinu og geri þær breytingar sem þar vegna breyttra aðstæðna þá ljúga gögnin ekki.

Svo mörg voru þau orð. Nú veit ég að það eru öfgamenn á báða bóga. Það eru menn sem hafa hag af því að sýna fram á að hnattræn hlýnum sé mikið hraðari en raun ber vitni og öfugt. Ég veit líka að það hafa orðið hlýskeið hér áður fyrr án tilkomu mannanna og að þetta mál er örlítið flóknara heldur en venjulegur maður af götunni gerir sér grein fyrir. Ef einhver vafi er á að mennirnir séu valdir af mestu af þeim breytingum sem verða á veðurfari og hita á jörðinni þá vil ég láta náttúruna njóta vafans.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 09:22

12 identicon

Hrollur þessi youtube færsla hjá þér er mjög sannfærandi þangað til þú leggur smá vinnu í að skoða fleiri hliðar á þessu máli. Sá sem gerði þessa mynd er engin annar en Martin Durkin sem starfaði fyrir Járnfrúnna og var frægur fyrir að taka viðtöl og klippa ákveðna hluti út úr þeim til að nota og snúa of staðreyndum upp í andstæðu sína.

Lestu: http://www.newleftproject.org/index.php/site/article_comments/the_great_martin_durkin_swindle

Maður þarf að vinna heimavinnu til þess að sjá allar hliðar á þessum málum því eins og ég sagði áður þá eru þessi mál dálítið flókin.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 09:38

13 identicon

Það vita allir að þetta er náttúrulegt ferli. Hvort það hlýnar aðeins hraðar eða hægar en síðast skiptir ekki máli. Ferlið tekur þúsindir ára.

Svo er annað að það er allt í lagi að horfa yfir túngarðinn.

Af hverju er aldrei talað um Suðurskautið?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 09:55

14 identicon

Það vita allir að þetta er náttúrulegt ferli. Hvort það hlýnar aðeins hraðar eða hægar en síðast skiptir ekki máli. Ferlið tekur þúsindir ára.

Ég sá einhvers staðar tölur um að hlýnunin núna síðustu 200 árin er 50 sinnum hraðari en  þegar síðasta hlýskeið var að byrja það segir ansi margt um þessi mál. Hvað hefur þú fyrir þér að þetta sé eingöngu náttúrlegt ferli? Það væri óskandi því þá getum við mennirnir hætt að fjárfesta í dýrum útblástursvörnum og sparað stórpening. :)

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 10:07

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Miðað við myndina í athugasemd Brynjólfs númer 9, er kannski ekkert óeðlilegt að það sé að hlýna. Jörðin hefur yfirleitt verið hlýrri síðastliðin hálfa milljarð ára. Það væri gaman að setja tímabilið frá upphafi Plioscene til ársins 2000 í sama kvarðann og sjá hvernig myndin lítur út þá.

Erlingur Alfreð Jónsson, 3.9.2013 kl. 11:06

16 identicon

Þetta línurit í athugasemd #9 er vægast sagt mjög villandi fyrir venjulegan meðal Jón. Lárétti skalinn er breytilegur. Meira en helmingur af öllu línuritinu frá byrjun Pliocene til dagsins í dag er eins og smá arða af línuritinum lengst til vinstri.  Svo er ekki verið að sýna hitastig á lóðrétta ásnum heldur hitastigsbreytingar (delta T). Þannig að það er hægt að lesa ýmsar gagnlegar upplýsingar úr þessu grafi en það er líka mjög auðvelt að teygja og toga ýmislegt sem er ekki samkvæmt sannleikanum. Þannig að ég gæti ímyndað mér að þetta línurit sé mjög gott fyrir báðar fylkingar því þær geta nánast túlkað(mistúlkað) það sem þeim sýnist út úr þessu.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 12:44

17 identicon

Þorvaldur-Sagði ég einhersstaðar "eingöngu"?

Ég hef aldrei borið á móti að maðurinn gæti ekki haft einhver áhrif, en ég er ekki með mikilmennskubrjálæði, sem því miður virðis há mörgum.

Einhvesstaðar hef ég lesið að ísinn á Suðurheimsskautinu hafi aukist og þá væntanlega af manna völdum.

Þorvaldur, þú virðist nokkuð vel að þér í þessum málum. Er þetta rangt, að ísinn hefur aukist?

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 13:43

18 identicon

Valhallarþrösturinn Steini Briem er ennþá á copy-paste stiginu :)

Brynjólfur Þorvarðsson hefur tekið það skilmerkilega fram að hann nýtur þess að skrifa langlokugreinar um ekki neitt þegar um meinta hnatthlýnun af mannavöldum er að ræða. Allt er þetta yndæl steypa hjá forritaranum og niðurstöðurnar samkv. því :)

Þá er komið að hátindahöfðingjanum sjálfum, hinum lærða Þorvaldi Þórssyni. Hann byrjar á því að snupra Ómar Ragnarsson fyrir að skorta vísindamenntun á háskólastigi, en flugkappinn hefur því miður ekki æskilega háskólamenntun til að tjá sig um æðri vísindi hátindamígsins ÞÞ ;)

Ég beygi mig að sjálfsögðu í duftið fyrir þessum hávísindalegu rökum ofurmennisins, enda bara með 7 ára háskólanám að baki.

Ég áskil mér þó rétt til að gera þá athugasemd við (vonandi) lokaorð ÞÞ í einræðunni að ég tel réttara að láta þrautpínda skattborgara landsins njóta vafans en náttúruna í öllu sínu hátindaveldi.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 14:25

19 identicon

Takk fyrir mjög skemmtilegan og skilmerkilegan pistil Hilmar!

Ég hef ekki hugmynd um það hvar ég átti að hafa snuprað Ómar Ragnarsson! Endilega benda mér á þær línur mér til upplýsingar.

Ekkert í orðum mínum benti til að menn með litla menntun mættu ekki hafa skoðun á loftlagsmálum(eða taka þátt í umræðu um þau)  heldur vísaði ég til könnunar sem gerð var hjá almenningi versus vísindamönnum í bandaríkjunum nýlega.

Hilmar:Ég áskil mér þó rétt til að gera þá athugasemd við (vonandi) lokaorð ÞÞ í einræðunni að ég tel réttara að láta þrautpínda skattborgara landsins njóta vafans en náttúruna í öllu sínu hátindaveldi.

 Ég get nú lesið inn á milli lína að þú er að alhæfa til að ná fram smá háði! En án gríns er sem sagt alveg fullkomlega eðlilegt fyrir okkur sem fátæka þjóð algerlega að hunsa allar reglur í mengunarmálum vegna fátæktar og einnig er það í lagi að þjóð eins og Kína neiti að taka þátt í öllum mengunarvörnum því þeir segjast vera þróunarland og hafi ekki efni á neinu slíku pjatti. Þeir eru nú að fá það heldur vel í andlitið núna með hörumlegum afleiðingum af mikilli iðnaðarmengun.  Geta þá ekki allar þjóðir falið sig á bakvið fátækt.

Ég held að þú hafir nú skilið nokkuð vel hvað ég var að segja en þykist ekki skilja það enda ertu hámenntaður maður (að eigin sögn). En það er líka hægt að hafa 5 háskólagráður án þess að hafa snefil af "Common sense".

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 14:47

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þúfutittlingnum Hilmari Hafsteinssyni finnst greinilega allt merkilegra sem er endursagt og því ekki haft innan gæsalappa.

Einnig það sem honum finnst um hitt og þetta.

Maður sem hikar ekki við að ljúga því á þessu bloggi að ég hafi verið rekinn af Morgunblaðinu.

Og veit betur en tíu þúsund vísindamenn.

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 15:07

21 identicon

Ég hefði nú búist við örlítið meiri skynsemi (common sense) af Skagfirðingi, Þorvaldur Þórsson. En hátindahöfðingjum er auðvitað tamt að vera með höfuðið uppi í skýjunum ;)

Meint "hnattræn hlýnun" er ekki vandamál í dag ÞÞ, hins vegar er átakanlegur skortur á hnattrænni hlýnun að verða að stórvandamáli hjá IPCC og kolefnismafíunni.

Vinsamlegast taktu nú vel eftir: Það hefur ekkert hlýnað í heiminum sl. fimmtán (15) ár og samkvæmt bresku veðurstofunni eru engar líkur til þess að það hlýni næstu fimm (5) ár a.m.k.

Það er e.t.v. kominn tími til að þú leitir niður í dalina ÞÞ og kynnir þér skattpínda þjóð sem er að kikna undan upplognum ofursköttum á eldsneyti, samgöngur og matvæli.

Minni þig vinsamlegast á að Ástralir eru búnir að gefa kolefnisgjaldinu falleinkunn ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 15:14

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.11.2012:

"Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur sent frá sér fréttatilkynningu ásamt 14 blaðsíðna yfirliti yfir veðurfar á heimsvísu það sem af er þessu ári (2012).":

"The years 2001-2011 were all among the  warmest on record, and, according to the World Meteorological Organization, the first ten months indicate that 2012 will most likely be no exception despite the cooling influence of La Niña early in the year."

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 15:24

23 Smámynd: Þorsteinn Briem

Hlýnað hefur hér á Íslandi um 0,35°C á hverjum áratug frá árinu 1975, sem er meira en hnattræn hlýnun á sama tímabili.

Veðurstofa Íslands - Hnattrænar breytingar loftslags og áhrif þeirra hér á Íslandi, bls. 17

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 15:27

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Trausti Jónsson veðurfræðingur um veðurfar hér á Íslandi árið 2012:

"Árið [2012] var mjög hlýtt, sérstaklega um landið vestanvert.

Ekkert lát virðist vera á hlýindunum miklu sem hófust skömmu fyrir aldamót."

"Í Reykjavík er árið það sautjánda í óslitinni röð ára þar sem árshitinn er yfir meðallagi og það fjórtánda á Akureyri.

Meðalhitinn í Reykjavík var 5,5 stig , sem er um 1,2 stigum ofan meðallags áranna 1961-1990 og í meðallagi sé miðað við árin 2001-2010."

Á Akureyri
var meðalhitinn 4,3 stig, sem er 1,1 stigi ofan meðallags.

Tíðarfar hér á Íslandi árið 2012 - Trausti Jónsson veðurfræðingur

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 15:37

25 Smámynd: Þorsteinn Briem

22.11.2012:

"Út er komin á vegum norræns rannsóknarverkefnis (SVALI, Stability and variations of Arctic Land Ice) skýrsla um breytingar á jöklum við Norður-Atlantshaf og mælingar sem stundaðar eru á jöklunum til þess að fylgjast með þessum breytingum.

Samkvæmt skýrslunni
hafa jöklar við Norður-Atlantshaf hopað og þynnst hratt síðustu árin, eins og raunin er með jökla víðast hvar á jörðinni."

"Við Norður-Atlantshaf og á Norðurskautssvæðinu er umtalsverður hluti jökla á jörðinni og frá þeim falla mörg vatnsföll til Norður-Atlantshafsins og Norðuríshafsins."

Jöklar við Norður-Atlantshaf rýrna hratt - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 15:40

26 identicon

Ok Hilmar þetta er farið að vera mjög skemmtilegt hjá þér. Hefur þú kynnt þér nokkuð sem heitir Ad Hominen. Sem er í rökfræði skiltreint sem "fallacy" eða falsrök þar sem einstaklingur í kappræðum ræðst á einstaklinginn í stað þess að takast á við rök hans. Þú ættir aðeins að lesa þér til um það því ég bara veit ekki hvaðan þú kemur stundum eins og með:

Ég hefði nú búist við örlítið meiri skynsemi (common sense) af Skagfirðingi, Þorvaldur Þórsson. En hátindahöfðingjum er auðvitað tamt að vera með höfuðið uppi í skýjunum ;)

Ég hef nú aldrei talið mig vera neitt rosalega gáfaðan mann en held að mig skorti ekki beint gáfur. Ég hins vegar tel að ég sé nokkuð þokkalega lesinn í þessum málum. Hvar er þar sem skortir skynsemi hjá mér? Það þýðir ekkert að segja svona út í loftið án þess að koma með rök. Ok hvað kallar þú að vera með höfuðuð uppi í skýjunum??

Mig langar mjög að sjá þessa skýrslu hjá bresku veðurstofunni um að ekkert hafi hlýnað á jörðinni síðustu 15 árin(ef svo er þá yrði ég bara mjög ánæður ef það væri raunveruleiki).

Þegar þú talar um jafn stórt kerfi eins og veðurkerfi jarðarinnar þá eru 15 ár bara eins og augnablik og þó það mundi kólna stanslaust í 15 ár þá mundi það ekki breyta miklu ef það væri bara í 15 ár. Það er hvert kerfið er að stefna á löngu tímabili sem skiptir máli. Það koma sveiflur upp og niður í öllum kerfum og 5-15 ára sveifla er algerlega eðlileg og segir í raun ekkert. Samt langar mig að sjá þetta því hann Steini Briem hér að ofan er með upplýsingar frá Veðurstofunni sem stangast á við þá Bresku. Hver(hvor þeirra) hefur rétt fyrir sér þar?? Ef þú hefur þessi gögn frá Bresku veðurstofunni þá væri ég mjög þakklátur.

Svo væri ég einnig þakklátur ef þú mundir svara spurningum mínum málefnalega(sem sagt án Ad Hominem).

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 15:45

27 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engu máli skiptir hvað lygamerðinum Hilmari Hafsteinssyni finnst um þessar staðreyndir.

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 15:48

28 identicon

Kærar þakkir fyrir ómetanlega fræðslu í rhetoric ÞÞ. Þú ert nú líka hámenntaður maður (að eigin sögn). En það er líka hægt að hafa 5 háskólagráður án þess að hafa snefil af "Common sense". ;)

Ég trúi því vel að þig langi til að sjá umrædda skýrslu frá bresku veðurstofunni um að ekkert hafi hlýnað á jörðinni síðustu 15 árin. Það er líka ekkert sem mælir á móti því að þú getir það. Skýrslan, og fréttir um hana, liggur fyrir fótum há- og láglendinga á netinu. Googlaðu hana bara karlinn, ég vinn ekki vinnuna þína.

Þó Ísland sé sannarlega stórasta land í heimi í huga sumra Íslendinga vona ég að þú móðgist ekki þótt ég gefi nú ekki mikið fyrir copy/paste vinnubrögð Valhallarþrastarins. Ég er ekki alveg viss um að kappinn hafi vitað hvað hann var að gera, hvað þá að Veðurstofa Íslands viti hvað hún er að gera. Veðurstofa sem getur ekki spáð fyrir um fárviðri með nokkurra klukkustunda fyrirvara er e.t.v. betri í fjarlægum sviðsmyndum :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 16:37

29 Smámynd: Þorsteinn Briem

Engu máli skiptir hvað þér finnst um mig og aðra, Hilmar Hafsteinsson.

Öðru máli gegnir hins vegar þegar þú lýgur því að ég hafi verið rekinn af Morgunblaðinu, sem varðar við lög.

Og að sjálfsögðu veist þú betur en Veðurstofa Íslands og tíu þúsund aðrir vísindamenn. 

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 17:12

30 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Borkjarnar úr Grænlandsjökli hafa loftbólur sem geta sagt sögu andrúmsloftsins langt aftur í tímann og styrkur koldíoxíðs, sem var um 280 ppm fyrir iðnvæðingu, er nú um 390 ppm.

Aðrar náttúrulegar gróðurhúsalofttegundir, svo sem díköfnunarefnisoxíð (N2O) og metan (CH4), eru einnig að aukast af mannavöldum, hið fyrra vegna dreifingar á áburði og framleiðslu saltpéturssýru en hið síðara kemur frá jórturdýrum, sorphaugum, viðarkyndingu og vinnslu jarðgass og kola."

Um gróðurhúsalofttegundirnar - Veðurstofa Íslands

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 17:17

31 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að mati Hilmars Hafsteinssonar er hins vegar allt nauðaómerkilegt sem haft er beint eftir vísindamönnum en allt stórmerkilegt sem honum finnst um það.

Þorsteinn Briem, 3.9.2013 kl. 17:21

32 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, þú ert nú helvíti vel útlærður í smjörklípurökræðum en það er kannski full langt gengið að leggja mönnum orð í munn. Ég sagðist aldrei skrifa um "ekki neitt", þótt ég taki ritræpuna fvissulega til mín.

Línuritið sem ég birti er frekar ruglingslegt, ég viðurkenni það. Lárétti ásinn virðist lógariþmiskur, en ég er ekki alveg viss um að hann sé það. Aðal atriðið er auðvitaðað að sýna að hitafarssveiflur hafa verið miklar áður fyrr, sérstaklega síðustu 500.000 þúsund árin. Einnig að núverandi hlýskeið fór kólnandi þar til á síðustu öld. Að hlýskeið fari kólnandi er náttúruleg sveifla, hlýnunin síðustu 100 árin eru ekki náttúruleg sveifla.

Erlingur segir, út frá línuritinu hjá mér, að það sé ekki óeðlilegt að það sé að hlýna. Vísindamenn líta ekki á línurit og segja "nú, það hefur áður farið uppávið, þá er þetta bara hið besta mál!". Allar sveiflur þurfa að eiga sér skýringar, hvort sem þær eru náttúrulegar eða ekki. Núverandi sveifla á sér engar náttúrulegar skýringar, þrátt fyrir áratuga þrotlaust starf tugþúsunda vísindamanna. Veðurfarsveiflur í jarðsögunni eiga sér auðvitað náttúrulegar skýringar og vísindamenn vinna einnig hörðum höndum við að finna þær, þótt það sé auðvitað torsóttara en að skoða nútímann.

En niðurstaða vísindamanna er sú að náttúruleg sveifla síðustu 500 þúsund árin hefur verið rofin - í stað þess að kólna þá hlýnar.

V.Jóhannsson segir að "allir viti" að þetta sé náttúruleg sveifla. Það er nú það, veit hann hvað "allir" þýðir? Náttúrulega sveiflan er kólnun, hlýnunin núna er ekki náttúruleg, eins og 97% veðurfarsvísindamanna halda fram.

Svo spyr hann hvers vegna aldrei sé talað um Suðurskautið. Hann er væntanlega að vísa til þess að hafís kringum Suðurskautslandið eykst núna ár frá ári, vegna aukinnar snjókomu sem er trúlega afleiðing hnattrænnar hlýnunar. Jökulbreiður Suðurskautslandsins bráðna hins vegar nokkuð hratt, þótt ekki leggi þær til jafn mikið vatn á ári og Grænland sem bráðnar um 200 rúmkílómetra á ári á móti 100 rúmkílómetrum á Suðurskautslandinu.

Hilmar er hins vegar eins og nautið sem hleypur á vegginn og skilur ekki af hverju veggurinn færir sig ekki. Hann endurtekur vitleysuna um að ekkert hafi hlýnað síðustu 15 árin, hann hefur greinilega ekki nennt að lesa neitt það sem ég skrifaði við síðustu umræðu hjá Ómari (hann hefði þá kannski getað komið með einhver rök í staðinn fyrir að endurtaka rakalausar og rangar fullyrðingar).

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 17:56

33 identicon

Hilmar minn ég kann að Gúgla og ég gerði það en sá ekkert beint sem sagði að ekkert hefði hlýnað á jörðinni síðustu 15 árin. Það fór alveg framhjá mér.  Ég sá hins vegar að það hefði hægt á hnattrænni hlýnun síðustu ár og grafið sem kemur fram á síðunni sýnir sveiflur í meðalhitastigi á jörðinni sem er ósköp eðlilegt. Ég sá þar fyrir utan alls konar aðrar staðreyndir eins og:

90% af hnattrænni hlýnun væri af mannavöldum. Ég hélt að það væri bara 2/3 hlutar en svona er þetta misjafnt.

Engin vafi er á hnattrænni hlýnun.

Engin vafi væri á að hnattræn hlýnum væri af mannavöldum.

http://www.metoffice.gov.uk/climate-change/guide/science/explained/temp-records

Fleiri staðreyndir koma einnig fram í:

http://www.metoffice.gov.uk/climate-change/guide/how#Shrinking-ice-sheets

Þetta er allt í þínu boði Hilmar þar sem þú benti mér á þessa mjög svo góðu heimild.

Þú úthúðar Veðurstofunni fyrir að geta ekki spáð rétt fyrir um fárviðri með fárra klukkustunda fyrirvara. Þarna ræðstu á Veðurstofuna sem vitnað er í og reynir að gera hana tortryggilega(svipað og Ad Hominem manstu :) ). Bara svona til að fræða þig þá er veðurfræði ekki návæm vísindi og verður aldrei.  Það mun sennilega aldrei verða nákvæmlega hægt að spá klukkan hvað fer að rigna á Arnarhóli á tilteknum degi. Mér sýndist Veðurstofan gera alveg ágætlega í að spá fyrir um síðasta storm þó þeir væru ekki með allar staðreyndir í málinu réttar það er nú bara fullkomlega eðlilegt. Ef þú heldur að þeir eigi að geta það þá verður þú aðeins að lesa þér til um veðurfræði.

Ef þú athugar hvað orðið að spá þýðir þá er það ágiskun með bestu upplýsingum sem til eru á hverjum tíma. Þetta er ekkert eins og 2 +  2 = 4 það eru nákvæm vísindi. Það er mjög auðvelt að sitja heima í stólnum og segja allir þessir veðurfræðingar séu tómir vitleysingar og geta ekkert spáð. Þú verður að hafa eitthvað í höndunum þegar þú segir svona.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 18:10

34 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þorvaldur, Hilmar er að vísa til þess að andrúmsloftið hefur lítið hlýnað síðustu 15 ári. En þar sem yfir 90% af orku sólar fer í að hita yfirborð úthafanna þá er skýringarinnar væntanlega þar að leita.

Hér eru nokkur línurit sem kannski varpa ljósi á málið, það fyrsta byggt á Church et al. 2011 og sýnir hvernig hitinn safnast sífellt hraðar upp í heimshöfunum. Þar sem höfin stjórna hitastigi andrúmslofts þá er ljóst að hnattræn hlýnun hefur ekki hægt á sér!

Næsta línurit er frá skepticalscience.com og sýnir vel hvernig finna má tímabundnar kólnanir ef maður velur mjög hlýtt ár sem útgangspunkt (t.d. 1998) og kalt ár sem lokapunkt (t.d. 2008).

Eitt ágætt línurit hjá Nasa er þetta hérna, þarna sést vel hvernig hitastig hefur hækkað í tröppugangi síðustu 50 árin. Rauða línan er 5 ára meðaltal sem þýðir hún endar 2005, á meðan bláu punktarnir ná fram til 2008. Niðursveiflur up úr 1980 og aftur 1990 voru áberandi niður á við, miðað við flatneskjuna um miðjan síðasta áratug (og sú flatneskja væri trúlega horfin ef línuritið væri lengt til 2013). Línuritið gefur enga ástæðu til að ætla að hnattræn hlýnun hafi hægt á sér, eða stöðvast.

Loks er mjög athyglisvert línurit hjá NASA þar sem hægt er að smella á nokkur ár og sjá nánari skýringar. Þar kemur m.a. fram að árið 2010 var hlýjasta ár frá upphafi mælinga, hlýrra en árið 1998 sem er í öðru sæti. En munurinn á þessum tveim árum er talsvert merkilegri: Árið 1998 var mjög sterkur La Nina á Kyrrahafi, atburður sem veldur hærra hitastigi um heim allan. Árið 2010 var mjög sterk La Nina, öfug sveifla við 1998, nokkuð sem hefði átt að lækka hitastig verulega - samt var 2010 hlýrra en 1998, þveröfugt við náttúrulegar sveiflur!

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 18:57

35 identicon

Brynjólfur - það er rétt hjá þér að segja að "allir" viti er rangt.

Ef við tökum mannkynið "allt", þá eru 800.000.000 múslimar hér á jörðu, sem eru hvorki læsir né skrifandi og vita ekkert í sinn haus. Bara svona í framhjáhlaupi án þess að særa nokkurn.

En að halda því fram að 90% af hnattrænni hlýnun sé af manna völdum er fullkomið hysteri.

Manst eftir því þegar fyrsti hnúðlaxinn veiddist í íslenskri á og þá hljóp hland fyrir hjartað á laxveiðimönnum.

Íslenski laxastofninn var í útrýmingarhættu vegna blöndunar við þennann framandi fisk. Og hvað hefur skeð? Ekki neitt! En algjört hysteri.

V.Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 19:03

36 identicon

Ég bið forláts, Brynjólfur Þorvarðarson, en í mínum bókum er óstöðvandi ritræpa ígíldi tímasóunar.

Þorvaldur Þórsson, þú virðist því miður ekki kunna að googla þér til gagns. Vinsamlegast kynntu þér eftirfarandi:

http://www.theguardian.com/environment/blog/2013/jan/09/global-warming-met-office-paused

http://www.metoffice.gov.uk/research/climate/seasonal-to-decadal/long-range/decadal-fc

Veðurstofa Íslands verður einfaldlega að þola þá gagnrýni sem hún sjálf hefur unnið til. Hún klúðraði mikla hvelli 10. september í fyrra og endurtók leikinn síðustu helgi. Sjómenn og bændur eru dæmi um starfsstéttir sem eiga allt sitt undir vönduðum veðurspám - íslenskir bændur eru t.a.m. farnir að leita í erlendar langtímaspár á netinu til að glöggva sig á framvindu mála.

Þakka þér svo, enn og aftur, fyrir uppbyggjandi og fræðandi innsýn inn í heim veðurfræðinnar. Ég fell í stafi yfir fróðleiknum :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 19:08

37 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

V.Jóhannsson, af hverju segir þú að það sé "fullkomið hysteri"? Hefurðu einhver rök fyrir því? Samanburður við hvað einhverjir laxveiðimenn segja, með hland fyrir hjarta, telst varla til raka!

Varðandi múslíma, þú hefðir nú alveg getað talið kristna með - en það er önnur umræða!

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 19:11

38 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Ahh, Hilmar, nú skil ég - ef menn eyða tíma í að koma með rök og upplýsingar sem þér líkar ekki við þá gerast menn sekir um "tímasóun" og að tala um "ekki neitt"!

Ég skrifa talsvert mikið um það sem ég hef áhuga á og hef kynnt mér vel, m.a. til að vega upp á móti vaðanda í mönnum sem ekki nenna að kynna sér málefnin, heldur endurtaka sömu tugguna aftur og aftur. Og mér finnst það gaman! Fyrir mér er það því ekki tímaeyðsla heldur, þvert á móti, skemmtilegt tómstundagaman.

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 19:15

39 identicon

Brynjólfur. Þú ert að sjálfsögðu frjáls að því að velja þér tómstundagaman, en trúðu mér - gamanið fer fljótt af óstöðvandi ritræpu eins og þú virðist því miður haldinn.

Góður forritari er fljótur að greina kjarnann frá hisminu og veit að stuttur og hnitmiðaður kóði er besti kóðinn.

Ert þú ekki góður forritari Brynjólfur?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 20:15

40 identicon

Hilmar þetta sem þú bendir á er nákvæmlega það sem kemur fram á heimsíðunni nema að fréttamaður er búinn að fara sínum höndum um efnið. Ég kýs að hafa heimildir beint frá Met office. Varðandi síðustu 10-15 árin þá er alveg vel hugsamlegt að við séum að fara í gegnum svipað tímabil og sést á grafinu hér að ofan (sjá toppinn í kringum 1940). Það skemmtilega við veðurfar á jörðinni er að við munum aldrei geta sagt nákvæmlega fyrir um hlutina bara ályktað út frá því sem við sjáum og spáð í framhaldið.

þú, hinsvegar virðist löngu vera búinn að mynda þér skoðun á málinu að því er virðist út frá tilfinningu og út frá því hvað þér persónulega finnst þægilegast að trúa.

Sennilega ef 100%  vísindamanna væri á einu máli um að hnattræn hlýnum væri af mannavöldum mundir þú ekki sannfærast.

Varðandi áreiðanleika spáa Veðurstofunar þá talar þú um að bændur séu byrjaðir að nota erlendar spástofnarnir. Nú fer ég talsvert til fjalla og hef gert í langan tíma og þykist vita nokkuð vel (út frá reynslu) hvað ég er að tala um. Ef ég er að fara til fjalla þá skoða ég Belging(sem er íslenskur vefur) ég skoða vef veðurstofunar og vef Yr.no og met hlutina út frá öllum þessum vefmiðlum hvernig líklegast er að veður geti orðið. Ég hef oft séð dæmi um að bæði Yr.no og belgingur séu með ónákvæmar spár og vedur.is sé með nákvæmari þegar til kemur en þegar upp er staðið finnst mér belgingur oftast með rétta spá(þetta er algerlega út frá tilfinningu en ekki út frá einhverri úttekt sem væri fróðlegt að gera). Þú verður að gera þér grein fyrir því að það er ekkert sem heitir rétt eða rangt þegar talað er um spár. Við erum ekki að tala um svart og hvítt heldur allt spektrúmið. Það er alls ekki heldur hægt að tala um að veðurstofan hafi klikkað í óveðrinu núna nýlega. Af hvaða leiti klikkaði veðurstofan? Kom ekki jafn vont veður og þeir voru búnir að spá fyrir um?? Það virðist vera nokkuð erfitt að gera þér til geðs. Og aftur:(þú virðist nefnilega ekki ná því) þetta er SPÁ  en ekki raunveruleiki þess vegna nefnist þetta veðurspá.

Ég get hins vegar ekki annað en hrósað Brynjólfi fyrir að vera tala út frá rökum í stað tilfinninga.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 20:17

41 identicon

Hilmar:Góður forritari er fljótur að greina kjarnann frá hisminu og veit að stuttur og hnitmiðaður kóði er besti kóðinn.

Hilmar ég starfa sem forritari og hef talsverða reynslu þar og get uppfrætt þig um að stuttur og hnitmiðaður kóði getur oft verið algerlega ólæsilegur fyrir alla aðra en þann sem skrifaði hann og er þá alls ekkert besti kóðinn. Skýr(en ekkert endilega stuttur) og hnitmiðaður kóði er oft betri fyrir alla til lengdar þannig að hægt sé að halda honum við.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 20:21

42 identicon

Þorvaldur. Stuttur og hnitmiðaður (nákvæmur) kóði er besti kóðinn, svo einfalt er það.

Nú virðist þú ætla að kafa í tilfinningaklámið og ætla mér einhverja þægindatilfinningu í málinu - maðurinn með rhetoric-greiningarnar kominn út í bullandi rökleysu!

Ég elti þig ekki út í það fen og þaðan af síður spila ég drullubolta við þig. Þú verður barasta að eiga þínar djúpu sálfræðigreiningar við sjálfan þig ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 21:01

43 identicon

Sorry náði ekki síðasta innslagi þínu Hilmar nema þú endurtókst þetta með kóðann. Alveg týpískt ertu sem sagt forritari og talar út frá reynslu eða út frá hverju??? Einhverju sem þú heyrir?

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 21:46

44 identicon

Nægir það þér ÞÞ að ég upplýsi þig um að ég starfaði árum saman hjá Marel, Tæknival og Landsteinum, m.a. við forritun - og já, ég þykist tala út frá reynslu :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 21:53

45 identicon

Það er frábært ef það er þín upplifun á forritun en það er bara ekki mín upplifun og ég virði alveg þína skoðun en mín reynsla er sú að stundum verður það að stytta kóðann mikið að víkja fyrir læsileikanum það er mín reynsla í þau 25 ár sem ég hef unnið við forritun.

Eins og í öllu þá er ekki hægt að alhæft hér. Stundum vikrar stuttur og hnitmiðaður kóði í auðveldum verkum en í flóknum forritum verður læsileiki að vera til staðar.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 22:30

46 identicon

NETVEITAN ehf. hefur tekið yfir rekstur Viðskipta- og tölvuskólans og Tölvuskóla Reykjavíkur af Rafiðnaðarskólanum. Eigendur Netveitunnar ehf. MYNDATEXTI. Nýir rekstraraðilar Viðskipta- og tölvuskólans og Tölvuskóla Reykjavíkur innan um tölvurnar. Frá vinstri: Magnús Már Magnússon, Hilmar Þór Hafsteinsson og Jónas Yngvi Ásgrímsson.

http://www.mbl.is/myndasafn/mynd/84200/

Benni Jóns (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 22:56

47 identicon

Eitt sinn fyrir mörgum árum síðan var ég og vinnufélagi minn að endurskrifa kerfi sem hafði verið skrifað af þjóðþekktum einstaklingi og var einnig mjög klár forritari. Hann skrifaði mjög stuttan og hnitmiðaðan kóða (með engum skýringum) sem við reyndum lengi vel að taka hliðsjón af þangað til okkur datt snjallráð í  hug. Við hentum öllum gamla kóðanum og endurskrifuðum allt dótið frá upphafi. Það var mikið fljótara en að reyna að ná því hvað maðurinn var að gera því kóðinn algerlega ólæsilegur.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 00:21

48 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, þú tapar einu rifrildinu (um hnattræna hlýnun) og ferð strax í gang með annað (hvort forritunarkóði eigi að vera stuttur eða langur!).

Ekki veit ég hvort ég sé góður forritari (lifi þó góðu lífi sem sjálfstæður forritari, búsettur í stórborg í Mið-Evrópu), en eitt af því sem ég geri er að taka að mér að vinna áfram forrit sem aðrir hafa skrifað. Ég er sammála því sem ÞÞ segir, mjög sniðugir forritarar faktorera stundum kóða niður í ekki neitt sem gerir manni mjög erfitt að skilja hvað þeir eru að fara.

Slíkur ofur-faktoreraður kóði keyrir ekki endilega hraðar, hann getur vel verið talsvert lengur að keyra en skýrt skrifaður kóði með aðgreindum aðgerðum þar sem tekið er tillit til atriða eins og hvor tveggja greina sé líklegri í keyrslu, þar sem örgjörvar nútímans keyra yfirleitt báðar greinar, en fyrri grein í forgangi.

Það eru talsverð vísindi í því að skrifa góðan kóða, stutt er ekki endilega betra, og akkilesarhæll þessarar starfsgreinar er satt að segja ritleti forritara, þeir nenna ekki að skrifa þarfalýsingar, ferilslýsingar osfrv.

En Hilmar, tekur þú eftir því að enginn í þessum umræðum öllum er jafn siðlaus og þú, að kafa niður í persónu og fortíð þeirra sem hann deilir við til að geta síðan seinna notað það í persónulegum árásum þínum þegar rökin þrjóta?

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.9.2013 kl. 05:48

49 Smámynd: Kommentarinn

Hilmar er duglegur að trollast eins og alltaf.

En burtséð frá því hvort það er að hlýna eða ekki þá er bráðnauðsynlegt að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti ASAP.

Ástæðan fyrir því er að við nálgumst hámarksheimsframleiðslugetu á olíu, líklega á næstu 5-10 árum (sumir segja að þetta hafi þegar gerst).

http://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/f/f2/PU200611_Fig1.png/783px-PU200611_Fig1.png

Á sama tíma margfaldast eftirspurnin. Þó að fólk kaupi ekki þá hugmynd að þetta sé slæmt fyrir umhverfið þá mun veskið finna fyrir því á næstu áratugum ef við höfum ekki náð að skipta út þessum orkugjöfum fyrir sjálfbærari orku.

Kommentarinn, 4.9.2013 kl. 11:27

50 identicon

Er nú sandkassaleikurinn fullkomnaður hjá þér Brynjólfur? Þú virðist vera verseraður í dómum í eigin sök :)

Menn með króníska ritræpu og bersýnilega oftrú að bullinu hjá scepticalscience eru hreinlega ekki svaraverðir í umræðunni.

Fyrir það fyrsta er hiti ekki að safnast fyrir í heimshöfunum, þau eru að kólna. Í öðru lagi er það staðreynd að engin hnatthlýnun hefur átt sér stað sl. 15 ár. Í þriðja lagi varð hnattkólnun, um 0,7°C á litlu-ísöld á síðmiðöldum, þannig að segja má að hnatthiti hafi leitað í fyrra horf á 20. og 21. öld.

En nú verð ég að skilja þig eftir í sandkassanum Brynjólfur. Þú getur dundað þér við að vinna ímyndaða sigra ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 15:00

51 identicon

Brynjólfur það er eiginlega ekki hægt að standa í rökræðum við menn eins og Hilmar. Hann tekur ekki rökum og tönglast alltaf á því sama. Eitt að hiti safnist ekki fyrir í heimshöfunum er jafn viturlegt að segja að orka í bíl með sprengjuhreyfil komi ekki frá vélinni heldur frá hjólunu.

 Heimshöfin eru alveg svakalega mikilvægur miðill sem temprar hitastig og gegnir mjög stóru hlutverki í þessari hringrás á jörðinni. Að afneita þessu er svona álíka viturlegt og að segja að lækur renni upp dal í stað þess að renna niður. Ég geng með hann að læknum og segi við hann "ÞARNA SÉRÐU HANN RENNUR NIÐUR DALINN" svo fæ ég bréf frá honum þar sem hann staðhæfir samt að lækurinn renni upp dalinn. Það er ekki hægt að rökræða við menn sem hvorki taka vísindalegum rökum eða almennu "COMMON SENSE". Það er oft búið að segja honum að 15 ár eru bara smá augnablik í jafn stóru kerfi og jörðin er. Samt tönglast hann á þessu aftur. O boy! sumir eru bara svolítið "DENSE"

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 16:29

52 identicon

Kolamolarnir ÞÞ og BÞ fara á kostum: "Að afneita þessu er svona álíka viturlegt og að segja að lækur renni upp dal í stað þess að renna niður."(sic):

http://www.theguardian.com/environment/climate-consensus-97-per-cent/2013/sep/03/global-warming-pacific-ocean-puzzle-piece

http://www.mnn.com/earth-matters/climate-weather/stories/global-warming-paradox-tied-to-cooling-pacific-ocean

http://www.trust.org/item/20130828183531-gmr99/?source=hpbreaking

http://www.dw.de/climate-scientists-too-easily-jump-to-conclusions/a-17060565

Í þessum dæmalausu einræðum hátindahöfðingjans og ritræpunnar hefur það komið berlega í ljós að fylgismenn kolefnistrúarbragðanna a) Kunna ekki að googla sér til gagns b) Fylgjast ekki með nýjustu fréttum frá alþjóðlegu vísindasamfélagi c) Er gjörsamlega blindir á staðreyndir e) Ljúga blákalt til að fegra sinn auma málstað.

Hér virðist því fyrirsögn áhugaflugmannsins áttavillta (Kárahnjúkar með og á móti) vera að sanna sig:

"Lygar og rangfærslur umhverfisfasista" . . . :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 17:21

53 identicon

Þar sem tími hjá mér er takmarkaður í augnablikinu, (ég hef mikið að gera) og hef ekki tíma til að sitja og Gúgla allan daginn eins og þú virðist gera þá ætla ég bara að svara einum hluta í einu.  

Tökum fyrir fyrstu krækjuna frá þér sem greinilega á að sanna að höfin séu að kólna:

http://www.theguardian.com/environment/climate-consensus-97-per-cent/2013/sep/03/global-warming-pacific-ocean-puzzle-piece

Takk fyrir þessa krækju því hún er mjög góð og eins og vekjulega er fyrirsögnin í greininni mjög villandi. Því það er eingöngu verið að tala um yfirborðshitastig Kyrrahafs ekki allra úthafana.  Það er svona eins og hýði á epli. Ef þú veist eitthvað um hitaaflfræði vatns þá ættir þú að draga rétta ályktun þ.e. að höfin eru að gleypa í sig mikið magn af hita og vatnið lagskiptist eftir hitastigi. 

Ég tek tæmi úr greininni:

a.

Thus the scientific picture is becoming increasingly clear that the Pacific Ocean has played a large role in the slowed surface warming in recent years, but the warming of the oceans and planet as a whole have continued unabated. Thus the slowed surface warming is very likely to be a temporary effect, similar to the flat global surface temperatures between 1940 and 1970 when the Pacific Ocean was in another cool cycle.

Með öðrum orðum að höfin eru að hitna þó efsta lagið sé ekki að hitna og þau eru ennþá (sem betur) fer að hægja á hitnun andrúmsloftsins. Það segir orðrétt þarna fyrir ofan ... en hitnun úthafana og jarðarinnar í heild sinni heldur áfram....

Þeir spá því einnig að þessi hæging á hitastigsaukningu andrúmsloftsins sé tímabundin meðan höfin geta náð að tempra þetta fyrir okkur.  Eins og þú veist þá taka höfin ekki endalaust við.

b. - the overall warming of the planet has remained steady and rapid.

Þetta er ein af niðurstöðum þessarar greinar sem átti að sanna að hitnum jarðarinnar og úthafana sé bara bull og vitleysa

Takk fyrir kærlega Hilmar þú virkilega kannt að Gúgla þig út í horn.

Endilega koma með fleiri svona sannanir.

Fyrir þá sem lesa þessa grein vandlega þá kemur þarna fram að Kyrrahafið gangi í gegnum tímabil af heitum yfirborðsstraumum og köldum yfirborðsstraum og við erum akkúrat í einum köldu tímabili núna. Þar sem Kyrrahafið er svo risavaxið ná kaldir yfirborðsstraumar að halda hitnun andrúmsloftsins  á nánast allri jörðinni í skefnun. Þegar Kyrrahafið fer að ganga í gegnum tímabil heitra yfirborðsstrauma þá fer hitnum andrúmsloftsins aftur af stað.

Ath! Það kemur einnig fram að þó Kyrrahafið gangi í gegnum kólnum á yfirborðinu þá er meðalhitastig alls vatnsmassa Kyrrahafsins að aukast.

Ef þú kallar þetta lygar og rangfærslur umhverfisfasista þá eru þær algerlega frá þér komnar því þú varst svo vænn að ná í þessar upplýsingar fyrir mig.

Eins og er búinn að segja margoft Hilmar þá á maður ekki að taka fljótfærar ályktarnir út frá fyrirsögnum greina, sérstaklega ekki þegar fyrirsagnirnar eru samdar af fréttamönnum sem eru að selja greinar.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 20:22

54 identicon

Er nú vatnið farið að renna upp í móti hjá haffræðingnum ÞÞ? :)

Eigum við ekki að halda okkur við staðreyndir en sleppa speglasjónunum?

1. Það er viðurkennt að engin hnatthlýnun hefur átt sér stað sl. 15 ár.(http://www.businessweek.com/news/2013-08-29/global-warming-slowdown-data-sought-in-leaked-un-climate-report#p1)

2. IPCC reynir nú í örvæntingu að bregðast við vaxandi þrýstingi á bullvísindin með því að finna útgönguleið. Gervivísindamenn IPCC horfa nú til hafs og benda á að k ó l n u n Kyrrahafsins eigi þátt í v i ð u r k e n n d r i stöðvun hnatthlýnunar.

3. Til að halda kolefniskvóta/-skatta hringavitleysunni gangandi fara menn að bulla um aukinn djúpsjávarhita! Málið er bar að meinta djúpsjávarhitaaukningu er aðallega að finna í Excelskjölum kolefniskirkjunnar. Fáar marktækar rannsóknir eru til á djúpsjávarhita. Þær rannsóknir sem eitthvað er að marka sýna litla sem enga hitaaukningu (http://joannenova.com.au/2013/05/ocean-temperatures-is-that-warming-statistically-significant/)

Spiegel birti ágæta grein á dögunum um ráðaleysi IPCC-mafíunar: (http://www.spiegel.de/wissenschaft/natur/pause-beim-klimawandel-kuehler-pazifik-bremst-globale-erwaermung-a-919066.html)

Það er mikið langt frá því að ég "sitji og googli allan daginn" ÞÞ. Munurinn á þér og mér er bara sá að ég kann að googla mér til gagns á meðan þú flæðir upp til hátinda . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 21:59

55 identicon

Jú endilega höldum okkur við Staðreyndir ekki óvarfærnar fyrirsagnir.

1. Það er viðurkennt a engin hnatthlýnun hefur átt sér stað sl. 15 r.(http://www.businessweek.com/news/2013-08-29/global-warming-slowdown-data-sought-in-leaked-un-climate-report#p1)

Hilmar lestu þessa grein ef þú skilur ensku það eru engar spekúlasjónir í henni bara beinharðar stareyndir. Þú sennilega hafðir ekki einu sinni fyrir að lesa andsvar mitt það er alveg greinilegt á því sem þú setur fram hér að ofan). Þegar þú lest greinina sem ég veit að þú ert ekki búinn að gera þá kemur sannleikurinn í ljós. Ekki gera þig sekan um "fallacy hasty conclusion." Þetta er ekki einu sinni hasty conclusion heldur algerar rangtúlkanir hjá þér á staðreyndum.

Ef þessar hinar svokölluðu staðreyndir þínar eru eitthvað í nágrenni við númer eitt þá er um ansi lítið að tala því þú virðist ekki sjá staðreyndirnar þó þá öskri á þig.

Já þú virðist kunna að gúgla en aðallega mér til gagns þ.e. til að gúgla þig út í horn eins og þú gerir svo rækilega. Takk kærlega fyrir það.

þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 22:17

56 identicon

Það er sannarlega gaman að rugludöllum eins og þér ÞÞ :D

Þú ferð af stað á innsoginu, með hástemmdum vatnafarsyfirlýsingum þegar ég upplýsi þig um að úthöfin séu að k ó l n a (sjá athugasemd 50 og andsvar þitt í athugasemd 51). "Að afneita þessu er svona álíka viturlegt og að segja..." ritar þú, kolaðri en Veðurstofa Íslands :)

Þegar þú verður svo að éta ofan í þig allar hátindayfirlýsingarnar þá reynir þú að bjarga þér á flóttanum með því að kafa ofan í undirdjúpin eftir meintum auknum sjávarhita.

Nú þykist ég hafa bent þér á að þennan meinta aukna djúpsjávarhita er einkum að finna í Excelskjölum IPCC mafíunar. Þær fáu haldbæru rannsóknir sem til eru sýna ekki aukinn hita.

Þá fer hátindahöfðinginn skyndilega að bulla (enn einu sinni) um rhetoric!

Vinsamlegast lestu greinina í Spiegel ef þú kannt þýsku og svo getum við líka reynt fyrir okkur á dönsku og frönsku ef þú kannt þau mál . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 22:45

57 identicon

Hilmar minn það er alveg greinilegt að þú ert kominn í algjör rökþrot. Þú er kominn í sandkassann og farinn að uppnefna menn og þá sjá allir (nema þú) að þú er svo algerlega búinn að mála þig út í horn rökfræðilega að það stendur ekki steinn yfir steini í málaflutningi þínum.

Já þú fullyrðir að úthöfin séu að kólna og segist hafa sannanir fyrir því frá vefsíðu sem segir þveröfugt.

Thus the scientific picture is becoming increasingly clear that the Pacific Ocean has played a large role in the slowed surface warming in recent years, but the warming of the oceans and planet as a whole have continued unabated.

Viltu þýða þennan texta fyrir mig og athuga hvernig þú finnur út úr þessari setningu að úthöfin séu að kólna. Þetta er orðrétt úr greininni sem þú segir að SANNI að úthöfin séu að kólna.

Annars  er ekki gaman að rökræða við einstakling sem fer endalaust í sandkassann og fer að uppnefna menn en það er gott að vita til þess að það eru skýr merki um rökþrot.

Maður fær svona hálfgerðan aulahroll á að lesa þessar veiku tilraunir þína við svara rökum mínum.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 23:19

58 identicon

Þú ættir nú að eiga auðvelt með aulahrollinn fyrir allan pakkann ÞÞ :)

Hver var annars að viðurkenna eftirfarandi: "Því það er eingöngu verið að tala um yfirborðshitastig Kyrrahafs ekki allra úthafana."(sic)?

Kyrrahafið er nefnilega svo agnarsmátt - nánast bara innhaf - er það ekki?

Þú varst nýbúinn að bulla þig bláan yfir því að ég dirfðist að benda á að höfin væru að k ó l n a og síðan verður þú að éta ofan í þig vankunnáttuna.

Reyndu að lifa með henni . . . ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 23:50

59 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það er nú ekki oft sem tröllatuktun er allt í senn, málefnaleg, skemmtileg og stórfróðleg. Takk fyrir eljuna BÞ og ÞÞ

Haraldur Rafn Ingvason, 5.9.2013 kl. 00:40

60 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Hilmar, þakka þér kærlega fyrir góða skemmtun á fimmtudagsmorgni!

Þú hefur svo illa misskilið þetta allt saman að það er meira en brosleg, ég hló upphátt þegar þú rökstuddir fullyrðingar þínar um að höfin séu að kólna með vísun til kalts yfirborðsvatns í Kyrrahaf.

Það kemur sem sagt í ljós að þú skilur ekkert í því sem þú ert að tala um. Kalt yfirborð í Kyrrahafi er kallað La Nina, þegar það ástand er ríkjandi (sem hefur verið c.a. síðustu 10 - 15 ár) þá sogast yfirborðsvatn niður í Kyrrahafi, og flytur varmann niður á talsvert dýpi, en kaldara djúpvatn kemur upp á yfirborði, tekur til sín varma, sekkur osfrv.

(Öfuga ferlið, El Nino, stöðvar niðurfærsluna svo yfirborðið nær að hlýna.)

Heitasta (eða annað heitasta, samkvæmt Nasa) ár sem mælst hefur verið var 1998. Það ár var mjög öflugur El Nino, niðurfærsla stöðvaðist því sem næst og yfirborð Kyrrahafs hitnaði mjög hratt. Enda var það ár mjög heitt. Næstheitasta (eða heitasta, samkvæmt Nasa) var 2010. Þá var einhver öflugasta La Nina sem sést hefur, varmaflutningur niður í hafdjúpin var í hámarki og yfirborðshiti Kyrrahafs í lágmarki. Árið 2010 hefði átt að vera verulega kalt, en það lenti í öðru (eða fyrsta) sæti yfir hlýjustu ár allra tíma.

Svona eru nú staðreyndirnar Hilmar. Það er ekki nóg að gúggla fyrirsagnir, líma hlekkina inn, og halda að þú hafir rökstutt mál þitt. Það kemur enginn rökstuðningur frá þér sjálfum, væntanlega vegna þess að þú skilur ekki um hvað þú ert að tala.

Kyrrahafið, El Nino og La Nina: Þetta er nákvæmlega punkturinn sem ég hef verið að setja fram í færslu eftir færslu, margendurtekið, og nú hefur þú sjálfur uppgötvað þetta á gúgglinu og misskilur illilega. Það er nákvæmlega vegna La Nina áhrifa á Kyrrahafi sem höfin eru að hitna! Eitt einkenni þeirra er (nú endurtek ég, til að tryggja að þú skiljir:) kalt yfirborð á Kyrrahafi.

Beinar mælingar sýna að höfin eru að hitna niður á 2km dýpi. Óbeinar mælingar, sérstaklega viðvarandi hitaþensla úthafanna, sýna að hlýnunin er jafnvel enn meira áberandi á meira dýpi (meðaldýpt heimshafanna er yfir 4 km).

Sumir hérna hafa kallað þig trollara, það er víst ekki réttnefni. En rökræðulistin hefur eitthvað vafist fyrir þér: Þú byrjar með að slá fram fullyrðingum ásamt persónumeiðingum. Næsta skref er að magna upp persónumeiðingarnar. Þriðja skref er að reyna að finna rök fyrir fullyrðingum ásamt enn meiri persónumeiðingum. Fjórða skref, sem við sjáum væntanlega bráðum, er að magna persónumeiðingarnar enn meir, en sleppa öllum tilraunum til rökfærslu.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.9.2013 kl. 07:45

61 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þakka góð orð, Haraldur!

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.9.2013 kl. 07:46

62 identicon

Takk fyrir stórfróðleg orð Brynjólfur. Það er svolítið sérkennilegt að "rökræða" ef ég má nota það orð við Hilmar því ég er alls ekki viss um að hann skilji það sem ég er að segja og hvað þá það sem hann er að reyna að segja. Hann svarar aldrei beinum spurningum heldur, eins og þú orðar það rétt, stundar persónumeiðingar(Ad Hominem) sem ég get persónulega alveg tekið því ég er með þykkan skráp.

Hann minnir mig á einn sem ég rökræddi mikið við(Mofi) um trúmál  hár áður fyrr. Mofi hins vegar hafði þó manndóm og kurteyii til að svara spurningum mínum sem ég lagði fyrir  hann þó svör hans væru stundum svolítið snuppbótt. Ég mat Mofa fyrir það. En  fyrringin er svipuð hjá þessum tveimur. Hún er svo sem alveg skiljanleg hjá Hilmari, auðvita er ótrúlega þægilegt að trúa því að allt sem við mennirnir gerum við náttúruna hafi engin áhrif og að allt sé í himna lagi. Þetta er svona svipað og ef þú værir staddur á fleka á fljóti og þú vildir endilega hafan bundið fyrir augun og með tónlist í eyrunum til að sjá ekki og vita ekki  hvað væri framundan og þig bara ræki áfram án þess að hafa hugmynd um framtíðina. Það virkar mjög vel þangað til....... Sem sagt ef ég veit ekki af því eða viðurkenni ekki að það sé að gerast þá er það ekki að gerast. Fullkomin afneitun.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 08:57

63 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Þorvaldur, Mofi er þó skárri fyrir það að hann er aldrei með persónulegar árásir.

Enn hef ég ekki hitt fyrir nema örfáa andstæðinga hnatthlýnunar sem skilja meira en meðaljóninn í þeim vísindum sem að baki búa. Hilmar telst ekki til þess hóps. Ekki að vísindin séu alltaf rétt, en vilji menn rökræða um þessi mál verður að taka útgangspunkt í því sem 97% vísindamanna telja rétt, eða þá að taka málstað þriggja prósentanna og beita þeirra rökum.

Hilmar, eins og svo margir aðrir, halda að það sé nóg að lesa fyrirsagnir í blöðum til að vita hvað er að gerast í fagi sem tugþúsundir vísindamanna hafa atvinnu af að rannsaka - og er svo langt í frá auðskilið eða fullrannsakað.

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.9.2013 kl. 14:34

64 identicon

Um vísindalegar hugrenningar forritarana knáu gildir auðvitað hið fornkveðna, að því ver gefast heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. :)

Hitt er svo ósköp yndælt að þeir skuli finna fró í félagsskap hvors annars og auðvitað klappa menn hvor öðrum á bakið þegar enginn annar fæst til þess.

En hvernig vegnar kolamolunum í hinni "vísindalegu" umræðu um meinta hnatthlýnun af mannavöldum?:

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 05:59 (8. athugasemd): Enginn linkur

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 06:48 (9. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 09:22 (11. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 09:38 (12. athugasemd): Einn linkur (19 November, 2010)

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 10:07 (14. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 12:44 (16. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 14:47 (19. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 15:45 (26. athugasemd): Enginn linkur

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 17:56 (32. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 18:10 (33. athugasemd): Tveir linkar (10 February 2011 og 21 March 2012)

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 18:57 (34. athugasemd): Þrír linkar (8 AUG 2013, http://omarragnarsson.blog.is/blog/omarragnarsson/(!) og 2010)

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 19:11 (37. athugasemd): Enginn linkur

Brynjólfur Þorvarðsson, 3.9.2013 kl. 19:15 (38. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 20:17 (40. athugsemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 20:21 (41. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 21:46 (43. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 3.9.2013 kl. 22:30 (45. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 00:21 (47. athugasemd): Enginn linkur

Brynjólfur Þorvarðsson, 4.9.2013 kl. 05:48 (48. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 16:29 (51. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 20:22 (53. athugasemd): Enginn nýr linkur

þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 22:17 (55. athugasemd): Enginn nýr linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 4.9.2013 kl. 23:19 (57. athugasemd): Enginn linkur

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.9.2013 kl. 07:45 (60. athugasemd): Enginn linkur

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 08:57 (62, athugasemd): Enginn linkur

Brynjólfur Þorvarðsson, 5.9.2013 kl. 14:34 (63. athugasemd): Enginn linkur

Þessi miklu spekingar dunda sér því bersýnilega við að spinna lopann í algleymi sjálfsdýrkunar á eigið hyggjuvit (reyndar klúðrar Brynjólfur forritari einum linknum)!

Hvaða þörf er á því að gagnrýna kolefniskenningar IPCC þegar trúarhreyfingin á svona talsmenn? :D

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 15:27

65 identicon

Ég hef áður sagt að ég nái sumum athugasemdum Hilmars alls ekki.

Hér að ofan er ágætis dæmi um slíka færlu og lýsir vel röfestu hans. Hverju á öll þessi upptalning að skila inn í umræðuna??? Hvenær við birtum athugasemdir og hvort við höfum notað linka í athugasemdum okkar? Hvaða máli skiptir það?  Það er nú ekki hægt annað en að brosa yfir svona.

Ég er ekki viss um að Hilmar hafi hugmynd um hvað "Vísindaleg aðferð" er ná á hverju hún byggir!!! Það er erfitt að rökræða við mann um vísindalega hluti sem virðist ekki skilja grundallaratriði vísinda né á hverju vísindaleg þekking grundvallast.

Ég er nú bara farin að vorkenna þér kæri Hilmar.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 16:14

66 identicon

Ég nýt að sjálfsögðu vorkunnsemi þinnar, kæri Þorvaldur :)

Grundvallaratriði vísinda er að finna orðum sínum stað - og þið félagarnir hafið sýnt athyglisverða vangetu á því sviði. Í stað þess að vitna í heimildir fabúlerið þið eins og enginn sé morgundagurinn (í samræmi við æsifréttamennsku kolefnistrúarinnar).

En auðvitað skiljið þið ekki að aðrir skilji ekki meinta óendanlega visku ykkar, þrátt fyrir að þið séuð ófærir um að finna orðum ykkar stað. ;)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 16:24

67 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

...fjórða skrefið???

Haraldur Rafn Ingvason, 5.9.2013 kl. 17:06

68 identicon

Hilmar:Grundvallaratriði vísinda er að finna orðum sínum stað

Bíddu ertu ekki að fabúlera hér? Hvar er sönnunin að þetta sér rétt en í alvöru þá talaði ég ekkert um grundallaratriði vísinda. Og einnig að grundallaratriði vísinda sé að finna orðum sínum stað??? Nú spyr ég hvað meinar þú í alvöru með þessari fullyrðingu? Spyr sá sem ekki veit.  Ég sagði að þú sennilega vissir ekki hvað vísindaleg aðferð væri. Það er allt annað en grundallaratriði vísinda. Vísindaleg aðferð er sú aðferðarfræði sem notuð er til að afla vísindalegrar þekkingar.

Ef þér er svo í mun að fá krækju á þetta þá er þetta ágætlega útskýrt á Wikipedia:

http://is.wikipedia.org/wiki/V%C3%ADsindaleg_a%C3%B0fer%C3%B0

Sem sagt ef þú segir eitthvað hér á spjallinu þarftu að vera með krækju á vef sem bakkar það upp? Hmmm ég held að það væri svolítið leiðinlegt aflestrar.

Ef þú kæmir með spurningu um einhverja fullyrðingu hjá mér  þá mundi ég gjarnan koma með kræju á vefsvæði fyrir þig til að sýna fram á réttmæti fullyrðingar minnar. Það er dálítið erfitt að giska á hvað þér finnst vera gefið og hvað ekki. Kannski þarf að tyggja þetta allt ofan í þig? Er það kannski það sem þú vilt.

En hvernig væri líka að þú sýndir þá sjálfsögðu kurteisi að svara spurningum sem ég legg fyrir þig. Það er allt í lagi að segja: "ég veit ekki"

Ég get ekkert af því gert þó þú skiljir ekki suma hluti sem við erum að tala um en sjálfsögð kurteisi er einfaldlega að spyrja og óska skýringar á einhverju sem þú telur vera óljóst. Maður gerði það við kennarana sína í den þegar maður var í skóla. Þannig lærir maður.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 19:25

69 identicon

Óborganleg athugasemd: "Maður gerði það við kennarana sína í den þegar maður var í skóla. Þannig lærir maður." . . . :D

Ég læri ekkert af þér, kæri Þorvaldur. Það er meinið.

Þú flýgur með himinskautum í uppdiktuðum grandeur eigin mikilfengleika. Þegar kemur að því að sýna spilin á hendinni ertu svo voðalega önnum kafinn að þú hefur bara ekki tíma og tækifæri til að googla einföldustu hluti.

Hins vegar vantar ekki að þú ert tilbúinn með einkaútfærslu á sannleikanum með hvaðeina er varðar meinta hnatthlýnun af manna völdum - gott ef þú hefur bara ekki skrifað kennslubækurnar sjálfur.

Þetta kallast manía, kæri Þorvaldur. (http://en.wikipedia.org/wiki/Mania)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 19:46

70 identicon

Kæri Þorvaldur. Þú ritar: "Nú spyr ég hvað meinar þú í alvöru með þessari fullyrðingu? Spyr sá sem ekki veit."

Svarið er hér:

"The strongest arguments prove nothing so long as the conclusions are not verified by experience. Experimental science is the queen of sciences and the goal of all speculation.-Roger Bacon"

og ennfremur:

"There are in fact four very significant stumbling blocks in the way of grasping the truth, which hinder every man however learned, and scarcely allow anyone to win a clear title to wisdom, namely, the example of weak and unworthy authority, longstanding custom, the feeling of the ignorant crowd, and the hiding of our own ignorance while making a display of our apparent knowledge."

(http://en.wikiquote.org/wiki/Roger_Bacon)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 21:42

71 identicon

Og svívirðingarnar halda áfram þú ert svo yndislega málefnalegur Hilmar en ég ætla að forðast það að fara niður í sandkassann til þín.

Þú eyðir athugasemd í að tala um Grundvallaratriði vísinda. Ég spurði um hvort þú vissir hvað Vísindaleg aðferð væri og þú ferð út um víðan völl um eitthvað allt annað!!!

Jamm þú mátt kalla mig hvað sem er og bera upp á mig alls konar sakir en hvernig væri nú að koma með einhverjar staðreyndir til að bakka slíkt upp. Þú hefur áður sakað okkur hér inni um að segja hluti út í loftið. Ég býst ekki við að þú svarir því frekar en öðru. Þú heldur sennilega áfram með svívirðingar og ferð að tala um eitthvað allt annað.

Ég er orðin nokkuð viss um að þú ert ekki persóna sem ég nenni mikið lengur að ræða við. það eru takmörk fyrir því hvað maður nennir að rökræða við  fólk sem skilur ekki einu sinni einföldustu hluti.

Þorvaldur Þórsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 22:29

72 identicon

Einhver lýsir sjálfum sér svona:

"Þorvaldur er fæddur og uppalinn á Sauðárkróki og var að eigin sögn sérlega erfiður og óstýrilátur krakki. "Það hreinlega héldu mér engin bönd. Ég var alltaf rokinn upp á næsta fjall eða hól. Nú á dögum hefði ég sennilega verið flokkaður ofvirkur og settur á ritalín eins og gert er við fjöruga krakka í dag. Ég var í staðinn sendur í sveit og látinn vinna erfiðisvinnu." (http://www.velgengni.is/Article/2/stori_draumurinn_raetist/)

Hvernig væri bara að verða sér loksins úti um rítalín ÞÞ?

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 22:49

73 Smámynd: Hörður Þórðarson

Geisp...

Hörður Þórðarson, 6.9.2013 kl. 00:10

74 Smámynd: Brynjólfur Þorvarðsson

Sko, ég reyndist forspár! Skyldi vera eitthvað fimmta stig?

Hilmar, erum við að skrifa vísindalega ritgerð til birtingar í jafningjaritstýrðum vísindaritum? Þar þykir vissulega við hæfi að vísa til heimilda og rannsóknarniðurstaðna. En ritgerð sem birtir bara tilvísanir til heimilda í stað röksemdafærslu yrði umsvifalaust hafnað.

Sú umræða sem hér fór fram áður en öryggið sprakk hjá þér er ekki vísindaleg á nokkurn hátt. Ég benti hins vegar á að þar sem verið væri að tala um visindaleg málefni væri gott að sýna skilning á þeim vísindum sem að baki liggja. Hlekkir á vefsíður einar og sér sýna ekki skilning, en geta sýnt mikinn misskilning eins og dæmin sanna!

Við erum allir fullfærir um að gúggla okkur fram að einhverjum greinum á netinu, á Wikipedia eða Skepticalscience eða Cato Institute. En slíkar síður eru ekki heimildir í vísindalegum skilningi, þótt þar skrifi vísindamen með mjög svo ólíka afstöðu. Og það að hlekkja á slíkar greinar eru ekki rök ein og sér, og gilda ekki sem heimildir í vísindalegum skilningi jafnvel þótt þær væru notaðar til stuðings röksemdafærslu.

Í rökræðum setja menn fram eigin skilning á málum og reyna að sannfæra aðra um að sá skilningur sé réttur. Efist einhver andmælanda um réttmæti þess skilnings má fara að grafa dýpra í málið, t.d. með vísan til vefsíðna þar sem vísindamenn skrifa.

Vísan til greina sem blaðamenn tímarita (Spiegel eða Economist) skrifa teljast ekki góðar heimildir. Bæði þessi tímarit hafa birt greinar sem hafa verið að hluta byggðar á misskilningi, eru þetta þó með bestu fréttatímaritum sem völ er á.

Greinin í Economist gleymdi nánast að tala um hlýnun djúpsjávar (nokkuð sem ég og margir aðrir bentu þeim á), greinin í Spiegel er nokkuð góð og skilur spurninguna eftir opna hvað djúpsævið varðar.

Getur verið að þú hafir misskilið greinina í Spiegel (eins og svo margt annað)? Greinin nefnir kólnun Kyrrahafs endurtekið, en í byrjun greinarinnar er tekið fram að aðeins er um yfirborðskólnun að ræða. Greinin vísar í nokkur vísindarit máli sínu til stuðnings, t.d. Balmaseda et al. í Geographysical Research Letters vol. 40 þar sem tekið er fram, í niðurlagi: "The small warming in the upper 300 m is belied by the continuing warming for the ocean as a whole, with considerable warming occurring below 700 m."

Hvorki Spiegel né Economist efast um að hnattræn hlýnun eigi sér stað, né að hún sé af mannavöldum. Economist fjallar um það hvort hlýna muni hægar í framtíðinni (þ.e.a.s. nýverin stöðnun sé merki um það sem koma skal), Spiegel spáir ekki um neitt slíkt en bendir á að orsakir stöðnunarinnar eru ekki að fullu rannsakaðar.

En þú, Hilmar, kallar mig blákaldan lygara og segir að ég finni hlýnun sjávar í Excel skjölum!

Brynjólfur Þorvarðsson, 6.9.2013 kl. 06:19

75 identicon

Getur verið að þu hafir misskilið sjálfan þig BÞ?

"En þú, Hilmar, kallar mig blákaldan lygara og segir að ég finni hlýnun sjávar í Excel skjölum!"(sic)

Það segir sitt um framsetninguna hjá þér að þú samsamar þig IPCC mafíunni :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 07:24

76 identicon

Nú vantar ekki nema 25 athugasemdir svo þær nái eitthundarð. Áfram nú!

G (IP-tala skráð) 6.9.2013 kl. 14:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband