Minnir á hliðstæðar fréttir fyrir 110 árum.

Í byrjun síðustu aldar þegar bílar voru að ryðja sér til rúms þóttu það fréttir ef margir slíkir sæust í akstri saman. Á þeim árum urðu smám saman til ýmsar uppákomur í þessum dúr svo sem hópakstrar á milli staða og keppni tengd þeim.

Þetta var undanfari þeirrar bílaaldar sem hófst fyrir alvöru fyrir einni öld þegar Ford T kom Bandaríkjamönnum á hjólin.

Nú er spurningin hvort hópakstur rafbíla í Noregi marki svipað upphaf, og hvort sú þróun muni gerast hraðar eða hægar en þróunin fyrir öld, sem í sumum heimshlutum tók heila öld.


mbl.is 260½ rafbíll í hópakstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Every US specification Nissan LEAF is backed by a New Vehicle Limited Warranty providing: [...] 96 months (í átta ár)/100,000 miles (eða 161 þúsund km.) Lithium-Ion Battery coverage (whichever occurs earlier)."

Nissan LEAF 2013

Þorsteinn Briem, 6.9.2013 kl. 12:49

2 Smámynd: Davíð

Hér er eitthvað fyrir þig Ómar! Jay Leno að bera saman yfir 100 ára gamlan rafmagnsbíl sem hann á inni í bílskúr og nýlegan Ford Focus rafbíl.

Kannski ertu búinn að sjá þetta en þetta eru mög stuttir þættir.

Davíð, 6.9.2013 kl. 14:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband