Frábært framtak Landverndar.

Því miður átti ég þess ekki kost vegna mikilla anna að vera viðstaddur upphaf verkefnisins "Hálendið - hjarta landsins", sem Landvernd hleypti af stokkunum í dag. En hugur minn og hjarta voru þar.

Í gær var fjallað í sjónvarpsfréttum um þann einlæga "brotavilja" gegn hálendinu að gera svonefnt "mannvirkjabelti" norður yfir Sprengisand með virkjunum vegum og háspennulínum.

Án þess að depla auga var dásamað að geta njörvað hálendið niður í svona belti og verða þremur árum fljótari að því að fara með risaháspennulínu norður  um Sprengisand heldur en að fara í gegnum byggð.

Í byggð hefur myndast andstaða við línurnar því að þar á að vaða yfir fólk og byggðir. Því meiri þörf er á andófi á hálendinu þar sem mannvirkjafíklarnir ætla að nýta sér það að aðeins búi þar álfar, tröll og landvættir.

Landsnet sýnir fádæma yfirgang alls staðar og dæmi um það er í fréttum dagsins um ofríki þess gegn Hafnfirðingum.

Um vernd fyrir umturnun hálendisins gildir hróp Bubba: "Þetta er að bresta á!" Og nú verður að taka myndarlega á í andófinu sem aldrei fyrr.  

 


mbl.is Berjast fyrir vernd Þjórsárvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég man hve hlegið var að því þegar einhver sagði fyrir um 20 árum síðan, í tilefni hótana hvalverndarsinna, að næst myndi þetta lið berjast gegn þorskveiðum. Í dag berjast þessi "fyrirtæki" (náttúru og dýraverndunarsamtök) hatrammri baráttu gegn þorskveiðum í Atlantshafinu og gegn nýtingu flestra nytjafiska í veröldinni. Þeir berjast einnig gegn fiskeldi. Og hvers vegna? Jú, vegna þess að fiskeldið krefst þess að gert sé prótínríkt fóður úr afurðum viltra fiska.

Líklega hlæja engir í dag þegar sagt er að þetta náttúruverndarlið vilji engu raska í náttúrunni. Sennilega er ekki hlegið því það er ekki fyndið. Það má ekki byggja hús, vegi eða raflínur, án þess að lögsóknir frá þeim fylgi í kjölfarið, hótanir um slíkt eða hreint ofbeldi gegn framkvæmdaaðilum.

.... og þá kemur hér einhver og segir "En hvað með Laxárvirkjun í Mývatnssveit?"

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2013 kl. 20:08

2 identicon

Nú er útlit fyrir að áverinu í Helguvík seinki enn.

Ætla bæjaryfirvöld í Hafnarfirði enn að framlengja frest til Landsnets um að fjarlægja línuna?

Hvers eiga íbúar Vallahverfisins að gjalda?

Sjá: http://visir.is/baerinn-stydji-ibua-gegn-haspennulinu/article/2013709059971

Jóhann (IP-tala skráð) 5.9.2013 kl. 21:26

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ekki held ég að menn þurfi sérstakt leyfi frá Gunnari Th. Gunnarssyni til að vera andvígir einhverjum framkvæmdum.

Og ég veit ekki betur en að hann sé sjálfur á móti sumum framkvæmdum.

Allir eru
á móti ofveiði hvar sem er í heiminum og nú er aflakvóti á fjölmörgum fisktegundum í Norður-Atlantshafi, svo og langreyði og hrefnu.

Og enda þótt langreyður sé ekki ofveidd hér er langreyðurin ekki einkaeign okkar Íslendinga, þar sem hún er einungis hluta af árinu hér við Ísland.

Einungis er hægt að selja langreyðarkjöt til Japans
og ef ekki er hægt að flytja það þangað þýðir lítið að skæla úr sér augun út af því.

Og einungis 32 hrefnur höfðu verið veiddar hér við land á þessu ári 13. ágúst síðastliðinn.

Þeir sem eru hins vegar á móti hrefnuveiðum, hvort sem þeir búa hérlendis eða erlendis, þurfa ekki að fá sérstakt skírteini til þess frá til að mynda austfirskum leigubílstjórum og Framsóknarflokknum, sem öllu vill ráða.

Þorsteinn Briem, 5.9.2013 kl. 21:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í könnun Capacent Gallup árið 2011 sögðust 56% aðspurðra hlynnt því að miðhálendið verði gert að þjóðgarði."

Þorsteinn Briem, 6.9.2013 kl. 00:26

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Náttúruverndarsamtök Íslands hönnuðu spurningarnar fyrir Gallup og niðurstaðan var eftir því. Fólk hafði ekki hugmynd um hvað það þýðir í raun að gera svæði að þjóðgarði.... en hugmyndin er svo falleg

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2013 kl. 10:50

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

2.11.2011:

"Ný skoðanakönnun Capacent Gallup fyrir öll helstu náttúruverndarsamtök landsins sýnir að stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands nýtur mikils stuðnings meirihluta landsmanna.

Spurt var:

Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands?


Helstu niðurstöður eru:

56% aðspurðra eru hlynntir stofnun þjóðgarðs
á miðhálendinu en 17,8% andvígir og 26,2% eru hvorki hlynntir né andvígir."

Þorsteinn Briem, 6.9.2013 kl. 13:20

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er ekki gefið upp hvaða þýðingu orðið "þjóðgarður" hefur, t.d. í lagalegum skilningi. Það er ekki gefin upp skilgreining á hvað er "hálendi" og þ.a.l. vita þeir sem fengu spurninguna ekki hversu stórt svæðið er eða hvað spurningin þýðir í raun.

En það skiptir engu máli, er það? Bara ef "rétt" niðurstaða fæst úr könnuninni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2013 kl. 14:43

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þeir sem eru fylgjandi eða andvígir einhverjum framkvæmdum þurfa að sjálfsögðu ekki að bera það fyrst undir austfirskan leigubílstjóra eða nokkurn annan hvernig þeir svara spurningum um þær framkvæmdir.

Og þeir sem svara til að mynda spurningu um hvort þeir eru fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins í einhverjum málum þurfa að sjálfsögðu ekki að svara fyrst hver þessi stefna er nákvæmlega.

9.7.2013:


"Fljótlega eftir að ný ríkisstjórn lagði fram stjórnarsáttmála sinn voru landsmenn spurðir um þekkingu sína á innihaldi hans og um ánægju sína með innihaldið.

Nærri fjórðungur þekkir innihald sáttmálans vel
, nálægt þremur af hverjum tíu segjast hvorki þekkja innihaldið vel né illa en hátt í helmingur þekkir það illa."

Þorsteinn Briem, 6.9.2013 kl. 15:40

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er síðasta tilraunin sem ég geri til að eiga við þig skoðanaskipti, Steini. Þú ert augljóslega veikur maður. Gangi þér vel og batakveðjur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 6.9.2013 kl. 21:09

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Að sjálfsögðu eru þeir "veikir" sem halda þessu fram, Gunnar Th. Gunnarsson:

Þeir sem eru fylgjandi eða andvígir einhverjum framkvæmdum þurfa að sjálfsögðu ekki að bera það fyrst undir austfirskan leigubílstjóra eða nokkurn annan hvernig þeir svara spurningum um þær framkvæmdir.

Þorsteinn Briem, 6.9.2013 kl. 22:17

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Miðhálendið" er svæði sem liggur út frá miðju íslenska hálendisins. Það er ekki hægt að misskilja það. Fólk hefur þekkt fyrirbæri eins og Skaftafellsþjóðgarð, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum í áratugi.

Ómar Ragnarsson, 7.9.2013 kl. 00:28

12 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta svarar alls engu um það sem ég nefndi, Ómar.

Öfgaumhverfisverndarsinnarnir vilja stjórna því hvað fólki "á að finnast" um hlutina og alls ekki að það fái of miklar upplýsingar um hvað þessa friðlýsingaráform hafa í för með sér um ókomna framtíð. "Venjulegu" fólki gæti nefnilega blöskrað öfgarnar, eins og dæmin hafa sýnt.

Í aðdraganda Kárahnjúkaframkvæmdanna létu náttúruverndarsamtök gera skoðanakönnun eftir mikla áróðursherferð, þar sem ótrúlegustu hlutir voru týndir til. Allar helstu fuglategundir landsins áttu að vera í hættu, sérstaklega gæs, lóa og spói. Einnig átti lífríki Atlantshafsins undan NA-landi að liggja undir, fiski og selastofnar. Hreindýrastofninn átti að vera í hættu og stíflan átti að leka eða jafnvel bresta með hamfarflóði í Jökuldal.

Eftir þessa áróðursherferð leist landsmönnum ekki á blikuna og um 70% aðspurðra sögðu sig mótfallna framkvæmdunum. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var í kjölfarið notuð sem rök gegn framkvæmdunum!

Þegar aðrar raddir og rök fengu að heyrast, hrundi fylgi verndunarsinna og nýjar skoðanakannanir sýndu að mikill meirihluti landsmanna (og Alþingismanna) var hlynntur framkvæmdunum. Eftir það og jafnvel enn í dag reyna verndunarsinnar að nota gömlu skoðanakönnunina sem innlegg og rök í umræðuna.

Sama er upp á teningnum með Mið-hálendið. Öfgamenn koma óorði á umhverfisvernd, það er afar dapurlegt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.9.2013 kl. 13:20

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú ert sjálfur kexruglaður öfgamaður og bjáni, Gunnar Th. Gunnarsson.

Þorsteinn Briem, 7.9.2013 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband