11.9.2013 | 00:30
Liðið á alla möguleika, líka á að verða enn betra.
Þegar unglingalandsliðið brilleraði fyrir nokkrum misserum spáði ég því að þar hlyti að í uppsiglingu efni í frábært A-landslið þegar þessir fínu leikmenn yrðu eldri og reyndari.
Í fyrsta sinn í íslenskri knattspyrnusögu ættum við möguleika á gullaldarlandsliði, sem gæti enst í fast að áratug.
Nú leikur A- landsliðið betri og jafnari sóknarknattspyrnu en áður hefur sést, og í stað þess að fara inn á völlinn með 0-0 hugarfari er farið inn með hugarfari þess sem ætlar sér að sigra.
Nú er bara að þétta vörnina enn betur og enginn efi er á því að ef við komumst áfram á HM verður það eitt á við nokkur silfur í handboltanum, því að sennilega leika knattspyrnu og hafa áhuga á henni meira en hundrað sinnum fleiri í heiminum heldur en unnendur og leikmenn handboltans eru.
Kolbeinn skaut Íslandi í 2. sætið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 00:31 | Facebook
Athugasemdir
það verður stórkostlegt að fá ða fylgjast með strákunum í landsliðinu núna, þetta maður verið að bíða eftir í fjölda ára og gott að hafa utankomandi þjálfara sem er ekki tengdur neinum klíkum hér.
Það yljaði manni að fylgjaat með þeim í kvöld, vissulega er þetta bara byrjunin hjá þeim.
kveðja Erla
Erla Ó. Melsteð (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 00:44
Eftir að Lars Lagerbeck tók við liðinu er ég steinhættur að fá þunglyndiskast eftir landsleiki, m.a.s. eftir tapleiki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.9.2013 kl. 05:37
Góður, Gunnar !
Ómar Ragnarsson, 11.9.2013 kl. 07:37
Auðvitað var þarna bullandi rigning og vegna frábærrar sóknarelju Íslendinga þá virtust Alabanir kanski heldur slappari en þeir voru í raun. Íslenska liðið virkaði þó eins og slitið í sundur, eiga þeir séns gegn "alvöru" liði sem lætur kné fylgja kviði nái það boltanum eftir þunga sókn íslenska liðsins?
Ef liðið kemst áfram þá verður það að geta beitt hinni leiðinglegu "Ítölsku" leikaðferð. Hanga í vörn og beita skyndisóknum eða jafnvel bregða yfir í sóknarleik þegar andstæðingurinn fer að slævast.
En mörkin í þessum tveim síðustu leikjum, maður lifandi!
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 11.9.2013 kl. 09:24
Rétt er það Ómar liðið á möguleika að verða enn betra í framtíðini, íslenzka unglingalandsliðið er að gera góða hluti líka.
Held að íslenzkur fótbolti þurfi ekki að kvíða neinu í framtíðini.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 11.9.2013 kl. 10:48
Það var í raun Óli Jó sem undirbyggði þessa breytingu á leikkerfum. þ.e.a.s. að liðið færi inní leiki með það að markmiði að spila boltanum og mjaka sér upp völlin og að marki.
Varðandi stöðuna núna, þá er samt ekki hægt að líta framhjá því að það er alveg hellingur eftir til þess að komast í Lokakeppnina.
Sigur í þessum leik þýddi bara að það væri áfram séns að vera í séns.
Jafnvel þó þeir kæmust í umspil - þá bíða þar afar erfiðir leikir.
Mér finnst ólíklegt að liðið komist á HM nema þá með einhverri óútskýranlegri heppni.
Liðið er einfaldlega ekki nógu massíft.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 11.9.2013 kl. 12:04
Dásamlegt þegar að íþróttalandsliðin okkar eru að gera það gott. Líklega það eina sem sameinar sundurlynda þjóð fyrir utan náttúruhamfarir.
Ragna Birgisdóttir, 11.9.2013 kl. 13:12
Ég er sammála þér Ragna, en Íslands hatarinn Ómar Bjarki er ekki ánægður og verður ekki fyrr en ESB flaggið verði flaggað í stað þess íslenzka þegar landsliðið spilar.
Kveðja frá Houston.
Jóhann Kristinsson, 11.9.2013 kl. 14:51
Ekki hef ég orðið var við að Ómar Bjarki Kristjánsson hafi eitthvað á móti Íslandi, enda er hann sjálfur Íslendingur og býr þar að auki hér á Íslandi, ólíkt Jóhanni Kristinssyni sem sendir hér sífellt kveðjur frá Bandaríkjunum, sem eru eitt ríki, þrátt fyrir nafnið.
Um hálfur milljarður manna býr í Evrópusambandsríkjunum, sem öll eru sjálfstæð og fullvalda ríki, ólíkt fylkjunum í Bandaríkjunum.
Og íbúar í Evrópusambandsríkjunum flagga sínum eigin fánum á íþróttakappleikjum, einnig Færeyingar sem þó eru í danska ríkinu og danskir ríkisborgarar, svo og Skotar sem eru í breska ríkinu og breskir ríkisborgarar.
Ísland hefur hins vegar verið sjálfstætt og fullvaldi ríki og Íslendingar íslenskir ríkisborgarar frá árinu 1918.
Meirihluti Íslendinga, þar á meðal Ragna Birgisdóttir, vill að kosið verði í þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu.
Og eru þá væntanlega á móti Íslandi, samkvæmt skilgreiningu Jóhanns Kristinssonar.
Þorsteinn Briem, 11.9.2013 kl. 17:18
Ísland hefur verið sjálfstætt og fullvalda ríki og Íslendingar íslenskir ríkisborgarar frá árinu 1918, átti þetta nú að vera.
Víðir Sigurðsson, minn kæri bekkjarbróðir úr Menntaskólanum á Akureyri, er væntanlega einnig á móti Íslandi, samkvæmt skilgreiningu Jóhanns Kristinssonar, þar sem Víðir, sem er íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu, birti þar eftirfarandi grein í dag:
"Vissulega er möguleiki á því að Ísland verði ein þeirra þrettán Evrópuþjóða sem komast til Brasilíu á næsta ári en við skulum bíða með frekari vangaveltur um það."
"Næsti mótherji er Kýpur, sem vann Ísland í fyrri umferðinni. Um þann leik og ekkert annað þurfa íslensku landsliðsmennirnir að hugsa næsta mánuðinn."
Eitt skref enn en tveir áfangar eftir
Þorsteinn Briem, 11.9.2013 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.