12.9.2013 | 11:28
Allt ber að sama brunni.
Um daginn var sú mótbára borin fram gegn því að loftslag sé að hlýna, að enda þótt stór vök hafi sést í hafísnum á Norðurpólnum, sé hún ekki tákn um hlýnun og minnkun íss, vegna þess að íslenskur pólfari hafi dottið niður í vök á þeim slóðum fyrir aldamót!
Á flugleið minni frá Skaftafelli yfir á Sauðárflugvöll á Brúaröræfum í gær brá mér í brún að sjá Skeiðarárjökul. Þar er að myndast lón við jökulröndina, sem ég tók mynd af, en vafasamt er að ég komi henni núna á bloggsíðuna, þótt ég sé að blogga þetta hér á öræfunum, af því að allar netathafnir hér virðst ganga miklu hægar en í borginni.
Oddur Sigurðsson upplýsti nýlega um það í útvarpsviðtali að minnkun jöklanna gegni miklu hraðar en menn hefðu átt von á.
Á skilti hér fyrir sunnan Sauðárflugvöll sendur að 8 kílómetrar séu þaðan að Brúarjökli. Ætli það sé ekki komið upp í minnst 16 kílómetra.
Það liggur við þegar maður er á vappi í kringum jöklana að maður sjái þá minnka, svo hratt gerist þetta.
Ef þeir verða horfnir innan 200 ára þarf likllega útskýringar til þess að fólk þess tíma skilji hvað Laxness var að tala um með hinum fræga texta sínum um fegurðina, sem ríkir ein ofar hverri kröfu í nálægð þessara voldugu náttúrufyrirbæra.
Og einnig að reyna að láta nemendur í skólum skilja nafnið Ísland með miklum útskýringum.
Rekísinn heldur áfram að þynnast | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hvað orsakaði hlýnunina þegar Vatnajökull hét Klofajökull og reiðfært var milli þeirra þar sem nú er einn Vatnajökull?
EINAR S. HÁLFDÁNARSON (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 13:18
Alla jökla Einar sker,
með ógnarstórum gandi,
Ómar hissa á því er,
undarlegur fjandi.
Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 15:09
Einar S; Í fyrsta lagi er nafnið ,,Klofajökull" ekki = Að Vatnajökull hafi verið klofinn.
Í annan stað eiga ferðir yfir Vatnajökul fyrr á öldum (sem óvíst er hve miklar voru) ekkert að gera með það að Vatnajökull hafi verið klofinn eða miklu mun minni vegna ofsahlýjinda.
Ástæðan fyrir ferðalögum yfir Vatnajökul fyrr á tímum eiga ósköp einfaldar skýringar. Nefnilega, að fyrr á tímum - voru íslendingar ekki eins hræddir við hálendið og síðar varð! Ferðir um hálendið lögðust niður í margar aldir. Innbyggjarar voru svo hræddir við það.
Hálendið á seinni öldum og fram undir 1900 var eins og ESB er núna samkvæmt Andstæðingum þess sambands. Á hálendingu bjuggu risar og útilegumenn ásamt stórhættulegum draugum. Stórhættulegum.
Dr. Sigurður Þórarinnsson skýrí alveg út, í meginlínum, ferðir yfir Vatnajökul fyrr á tímum stax 1946 í Mogga:
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=240433&lang=fo
,,Vatnajökull klofinn"! Hahaha. Maður alveg krssbit að sjá fólk í dag halda þessari vitleysu fram. Jafnvel fólk sem gefur sig út fyrir að vera vísindamenn.
Það hið sama fólk ætti að lesa það sem Sigurður segir. Sem er rétt í aðalatriðum, að mínu mati.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2013 kl. 15:13
Og ps. ef fólki finnst ótrúlegt að þessi trú hafi náð allt fram undir 1900, að útilegumenn, risar og draugar byggju til fjalla og stórhættulegt væri að fara uppá hálendi - þá er það nú ekki ótrúlegra en svo að rétt fyrir 1900 spruttu upp blaðadeilur á Íslandi um hvort útilegumenn gætu búið uppá hálendinu. Það var almenn trú meðal innbyggjara, allt fram til 1900 og jafnvel lengur, að hálendið væri byggt útilegumönnum.
Þega menn loksins voguðu sér að kíkja þangað upp ss. Björn Gunnlaugsson landmælingamaður, og þeir sem voguðu sér upp fóru að benda á að þessi útilegumeannatrú fengi einfldlega ekki staðist - þá var því mótmælt með greinaskrifum í blöðum!
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2013 kl. 15:32
Fólk sér hérna td. að hámenntaður verkfræðingur (sem auglýsir sér staklega að aðeins ,,málefnalegar" umræður séu leyfðar á han bloggi) er að segja fullum fetur að vatnajökull hafi verið klofinn. Hahaha það er ekki hægt annað en skellihlægja að þessari vitleysu.
Já, nákvæmlega. Vatnajökull var af sumum í eina tíð kallaður Klofajökull - Ergó! Vatnajökull var klofinn!
Maður svoleiðis veltist um af hlátri af bullinu sem margir innbyggjar geta látið út úr sér.
Og hvað næst? Útilegumenn uppá hálendinu eða??
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2013 kl. 15:38
http://agbjarn.blog.is/blog/agbjarn/entry/811115/
Ómar Bjarki Kristjánsson, 12.9.2013 kl. 15:38
"Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull.
Heimildir verða að teljast áreiðanlegar fyrir nafninu Klofajökull. Elsta heimildin er Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar 1772 (útg. 1978, bindi II:87).
Ólafur Olavius nefnir nafnið Klofajökull einnig 1780 (útg. 2. bindi 1965, bls. 64) og Sveinn Pálsson 1795 (2. útg. 1983, bls. 41).
Hann taldi að nafnið væri dregið af hinum mörgu "klofum" sem í jökulinn væru í Austur-Skaftafellssýslu, svo að það væri eins og tennt til að sjá (Jöklarit, útg. 2002, bls. 41).
Nafnið er að finna á korti 1794. (Sjá Oddur Sigurðsson og Richard S. Williams, Jr. 2008, bls. 133)."
Vísindavefurinn - Vatnajökull hefur einnig gengið undir nafninu Klofajökull
Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 15:38
Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 15:45
And now it's global COOLING! Record return of Arctic ice cap as it grows by 60% in a year
‘A chilly Arctic summer has left nearly a million more square miles of ocean covered with ice than at the same time last year – an increase of 60 per cent.
The rebound from 2012’s record low comes six years after the BBC reported that global warming would leave the Arctic ice-free in summer by 2013.
Instead, days before the annual autumn re-freeze is due to begin, an unbroken ice sheet more than half the size of Europe already stretches from the Canadian islands to Russia’s northern shores.’
Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 12.9.2013 kl. 20:04
27.8.2013:
Frá árinu 1990 var einungis 1998 hlýrra en árið 2012 - Niðurstöður rannsókna 400 sérfræðinga og stofnana
Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 21:04
Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 21:23
Útbreiðsla hafíss á norðurhveli í september frá 1978 til 2008. Myndin sýnir greinilega þann samdrátt sem átt hefur sér stað undanfarna áratugi. Heimild: NSIDC.
Þorsteinn Briem, 12.9.2013 kl. 21:33
Ómar. Það verður forvitnilegt að sjá myndina af Skeiðarárjökli. Endilega setja hana á bloggið þegar þú ert kominn til byggða.
Emil Hannes Valgeirsson, 12.9.2013 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.