13.9.2013 | 00:00
Mesti "skítabísness" í sögu þjóðarinnar?
Græðgisbólan fram að verðskulduðu Hruni 2008 ætti að vera öllum kunn og víti til varnaðar. En nú virðist önnur ekki minni vera að blása upp í sambandi við fjölgun erlendrar ferðamanna, sem er reyndar alltof hröð. Sígandi lukka er best.
Ég hef aldrei heyrt eins margar magnaðar sögur af græðgi og á ferðum mínum um landið í sumar, og í þetta sinn virðast viðkomandi Íslendingar ætla að græða sem allra, allra mest og helst í gær.
Það á að sópa inn tekjum af ferðafólkinu en helst ekki að láta neitt á móti. Þetta er í hrópandi mótsögn við allt sem ég hef séð á ferðum mínum um 28 þjóðgarða erlendis.
Einkum eru svakalegar sögurnar af kamar- og klósettlausum stöðum, þar sem fólkinu er mokað inn og lendir síðan í aðstæðum, sem gefa heitinu "saurlifnaður" nýja vídd.
Það stefnir hraðbyri í að óbreyttu, að hér sé að verða til mesti "skítabísness" í sögu þjóðarinnar, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu.
Og afleiðingin kannski sú sama og í Hruninu, að skíttapa á öllu saman á endanum?
Athugasemdir
"Verðskulduðu hruni"... segirðu
Þetta var mikill harmleikur, hamfarir jafnvel, á íslenskum heimilum og fyrirtækjum. Engin verðskuldaði þennan harmleik. Og hrunið hefur leikið fleiri en Íslendinga grátt þó birtingmyndin hafi verið önnur, þ.e. langvarandi atvinnuleysi, allt að 30-40% og jafnvel 50% meðal yngra fólks.
Ég er hræddur um að fólkið sem lifir í angist sé ekki sammála þér.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2013 kl. 00:25
Margur er þar svartur sauður,
og sviðin er nú þeirra jörðin,
í þrútnum pung er þeirra auður,
á þröskuldinum mörg þar spörðin.
Þorsteinn Briem, 13.9.2013 kl. 00:28
HÉR má sjá jákvæð hliðaráhrif stóriðjunnar á Austurlandi, m.a.s. í ferðamannabissnesinum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.9.2013 kl. 00:28
Langflestir, eða 96%, þeirra erlendu ferðamanna sem dvöldu hér á Íslandi í fyrra, 2012, sögðu að dvölin hefði staðist væntingar þeirra að mjög miklu eða verulegu leyti og 79% ferðamannanna töldu mjög eða frekar líklegt að þeir myndu ferðast hingað aftur.
Ferðamálastofa -Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012, bls. 15
Þorsteinn Briem, 13.9.2013 kl. 01:20
Hvaða kamar- og klósettlausu staði ertu að tala um Ómar? Hálendið? "Sérstaða svæðisins felst í einstöku samspili elds, íss og ...".
http://hjartalandsins.is/
Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 08:43
Aumt er að ferðafólki sé beint á staði þar sem enginn kamar eða snyrting er. Horfum á Dyrhólaey, Gullfoss og Geysir lifa á því að á stöðunum er þjónusta sem fólk fer á en kaupir hvorki stóra eða smáa hluti.
Sama er um fagmennsku á gisti og veitingastöðum. Lítið er gert í að ráða fagfólk, hótel og veitingaskólinn er öflugur í að mennta fólkið, en víða er menntun þess illa metinnn til starfa.
Njörður Helgason, 13.9.2013 kl. 11:53
Þegar ég fer með ferðahópa sem hafa mjög þröngan tímaáætlun á staði eins og Gullfoss þá finnst mér virkilega illa staðið á því að taka á móti þeim. Þeir fá oft ekki nema 30 mín. Á þeim tíma þurfa þeir að fara á snyrtinguna (sem er innst í veitingahúsinu svo þeir þurfa að troða sér í gegnum alla minjagripasöluna) og labba svo talsverðan spotta til að sjá fossinn og tilbaka. Hreyfihamlað fólk nær ekki einu sinni að sjá fossinn. Á neðri planinu eru allt of fá rútustæði og ekkert klósett.
Þetta er bara eitt dæmi af mörgum.Við erum langt á eftir áætlun hvað ferðaþjónustuna snertir og bjóðum ferðamönnunum ekki upp á sjálfsagða þjónustu eins og skyldi.
Græða núna og hugsa ekki um morgundaginn?
Úrsúla Jünemann, 13.9.2013 kl. 15:13
Í marga áratugi hefur verið umræða í gangi um salernisleysi á ferðamannastöðum. Það er endalaust rætt um miklar þjóðartekjur af ferðamennsku en það ekki gert neitt átak í salernismálum. Ekki á vegum ríkis, ekki á vegum sveitarfélags hvað þá þeirra sem afla stórfjár af flutningi ferðafólks og sitja í miðri súpu vandræðanna. Gönguleiðir landssins eru markaðar dreifu af hvítum klósettpappír og s.f.
Nú heldur fólk að allt komist í lag ef sett verður gjald. Tölum saman eftir áratug.
Snorri Hansson, 13.9.2013 kl. 16:02
Það er andskoti aumt að beina fólki á snyrtingar hjá veitingastöðunum, og þar á veitingamaðurinn að sjá fólki fyrir klósettpappír handsápu og handþurrkum. Svo er fólkið rokið í burtu án þess að versla neitt. Þetta er oftast miklu fleira fólk en viðskiptavinirnir. Ég er algerlega sammála Snorra Hanssyni, nema ég vil að við tölum saman strax og lögum málið,. Annað er rammur dónaskapur!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 13.9.2013 kl. 17:14
Ég er líka sammála Gunnari Th Gunnarssyni. Við verðskulduðum ekkert hrun Ómar, nema þér finnist þú hafa verðskuldað það, það veit ég ekkert um!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 13.9.2013 kl. 17:24
Sagt er að hver þjóð uppskeri þau stjórnvöld sem hún verðskuldar. Þetta hafði Ómar iíklega í huga þegar hann talaði um "verðskuldað" hrun.
Þetta mættu Gunnar Th. og Eyjólfur G. hafa í huga, en mig grunar að þeirra bágborna dómgreind eigi sinn þátt í því pólitíska skrípó sem Ísland er orðið.
Tveir lítt menntaðir brask og innherja-silfurskeiðungar, sem aldrei hafa unnið né gert handtak, orðnir völdugustu menn ríkisins.
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 13.9.2013 kl. 18:44
Sítabissness á skítalandi. Mikið og gott skítaland. Hahaha.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 13.9.2013 kl. 19:42
Vestmannaeyjar eru skritn staður
þrífst þar miki kjaftablaður
Steini Breim er þeirra maður
yfirgnæfir Árna þvaður
BMX (IP-tala skráð) 14.9.2013 kl. 20:24
Ég hélt að þúfutittlingarnir hétu AMX.
Þorsteinn Briem, 14.9.2013 kl. 20:50
Bara svona til þeirra sem eru að kvarta undan orðanotkun Ómars varðandi hrunið. Þjóð þar sem heimili steypa sér í skuldir, lætur yfir sig ganga að hér sé haldið upp gengi örmyntar um áraraðir auk þess sem fólk lætur plata sig í stórum stíl til að fjáfesta langt umfram getu gat bara reikna með þessu hruni. Að kenna vondum mönnum um að hafa tekið allt of há lán er aumingjaskapur. Annars sammála Ómari. Auðvita þurfum við nú að setjast niður og hugasa málin varðandi ferðamenn og hvernig viðtökum á móti þeim og hvað mikið við ráðum við.
Magnús Helgi Björgvinsson, 14.9.2013 kl. 21:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.