"Ólíkt höfumst vér að."

Þessa helgardaga og á morgun á Degi íslenskrar náttúru verða fjölmargir viðburðir um allt land til að veita landinu okkar og náttúru þess virðingu og lotningu.

Einn viðburður sker sig þó úr. Í fyrramálið verður haldið áfram því verki sem hafið var á föstudag við að mylja niður Gálgahraun undir hraðbraut, sem er eins mikið 2007-fyrirbæri og hugsast getur, langtum stærra dýrara og flóknara en nokkur þörf er á.

Þeir sem siga þessum vélaherdeildum á hraunið og verðmæti þess þóknast helst að ramma Dag íslenskrar náttúru inn í þessi gersamlega óafturkræfu og neikvæðu umhverfisspjöll.

Þeir gátu ekki beðið eftir endanlegum lyktum málsins fyrir dómstóllum né heldur unnt fólki þess að halda þessa daga hátíðlega á þann hátt sem sameinar en sundrar ekki.

Eins og sagt var forðum: "Ólíkt höfumst vér að."

Þetta er ögrun sem skiljanlegt er að náttúruverndarfólki finnst það knúið til að svara með því að koma saman við hraunið klukkan 14:00 í dag.


mbl.is „Finnst æðislegt að snerta dúninn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Til hamingju með afmælið á morgun, gamli skrjóður!

Tvö hundruð og eitt þúsund flettingar og hundrað þúsund innlit á þessu bloggi síðastliðna tvo mánuði.

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 14:14

2 identicon

Hví er ekki hægt að hafa hemil á þessum sjallabjálfum í Garðabæ, sem vaða áfram eins og molduxar, gefandi skít í allt sem heitir óspillt náttúra og fagurt umhverfi? Og það aðeins fáum árum eftir Davíðshrunið og rústalagninu landsins.

Eru Íslendingar þeir ræflar að geta ekki stöðvað þetta?

Væri ekki við hæfi að forsetinn léti málið sig varða og legði náttúruverndarfólki lið.

Ekki þurfti mikið að ýta við kallinum þegar hann skipaði sér í raðir útrásarþjófanna, hélt ræður og skrifaði bréf til að auðvelda þeim glæpastarfsemina eins og enginn væri morgundagurinn. Nú heyrist ekki boffs frá ræflinum.

Eða var það kampavínið og þotu ferðirnar sem gerði hann þá svona auðsveipan við kleptókratana?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.9.2013 kl. 15:10

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við skulum athuga að hér á Íslandi ríkir lýðræði verktaka og þröngsýnna stjórnmálamanna sem eru tilbúnir að teygja og toga skoðanir og sjónarmið út og suður, langt frá upphaflegu umræðunni. Þessir menn svífast einskis að ljúg að þjóðinni hverju sem er enda er stór hluti Íslendinga meir með hugann við Lóttóið en umhverfismálin.

Þessir umdeildu stjórnmálamenn lofa öllu fögru en þeir eru jafnframt að svipta okkur ýmsum þeim gæðum sem margir útlendingar öfunda okkur af.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.9.2013 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband