"Þolmörkin eru oft huglægt atriði.

Þolmörk ferðamannasvæða geta falist í fleiru en ástandi landsins og náttúrufyrirbæranna. Víða í erlendum þjóðgörðum hafa myndast takmarkanir á því hve margir megi vera á ákveðnu svæði í einu og má nefna um það mörg dæmi.

Tvö skulu nefnd. Í Yellowstone þjóðgarðinum eru um 1600 kílómetrar af göngustígum, en beitt er ítölu varðandi fjölda ferðamanna, sem leyft er að ganga um þá. Þeir fá úthlutað ákveðinni gönguleið og ákveðnum afmörkuðum tíma til að ganga hana.

Getur biðtími eftir því að fá að ganga numið mörgum mánuðum eða árum ef svo ber undir.

Þetta er gert vegna kröfu göngufólksins um frið, þögn og lágmarks einsemd.

Hitt dæmið eru siglingar niður Kólóradófljótið fyrir neðan Glen Canyon stífluna. Þar er krafan líka sú að ferðin líkist sem mest fyrstu ferð hins eineygða landkönnuðar Powells og að hver sá sem siglir níður fljótið finnist hann vera sá fyrsti sem gerir það.

Fyrir bragðið var 14 ára biðtími eftir þessu þegar við Helga vorum þar 2002. Meðal þeirra Íslendinga sem þetta hafa gert og varla átt orð til að lýsa hrifningu sinni eru tónlistarmennirnir Vilhjálmur Guðjónsson og Magnús Kjartansson.

Við Íslendingar eigum því miður langt, langt í land með allt sem viðkemur þessi mál og umgegndi okkar við einstæða náttúruna hér á landi. Það er ömurlegt að sjá hvaða ástand ríkir hjá okkur, því að við erum þetta þrjá til sex áratugi á eftir þeim þjóðum sem við getum helst borið okkur saman við í allri umræðu og hugsunarhætti.


mbl.is Fjöldi ferðamanna reynir á þolmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þolmörk hljóta í öllum tilvikum að vera huglægt atriði.

Og ekki er hægt að banna erlendum ferðamönnum að koma hingað til Íslands.

Þorsteinn Briem, 14.9.2013 kl. 22:05

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Þetta endar með því að þegar erlendir ferðamenn verða spurðir, hvort þeir hafi verið í Þórsmörk eða Heiðmörk, þá munu þeir svara: No, but I reached Þolmörk - and a guy called Omar flew horizontally over our heads.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 15.9.2013 kl. 06:01

3 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ja. Hérna.? Þá á ég ekki möguleika á að fara í gaunguför þarna í Yellowsstone, þar  sem ég er of gamall til þess að bíða í 14 ár.Jæja það er ágætur þáttur í Útvarpinu svo ég ættla að hlusta á hann, ef ég þarf ekki að bíða mjög lengi!!

Eyjólfur G Svavarsson, 15.9.2013 kl. 11:16

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Ef ,,þolmörkin"  miðast við það að bara einum og einum ferðamanni er hleypt inn í einu til að skoða náttúruperlur Íslands, getum við gleymt ferðaþjónustunni sem alvöru atvinnugrein.  En auðvitað liggja mörkin einhvers staðar í þessu eins og öllu öðru.

Þórir Kjartansson, 15.9.2013 kl. 12:19

5 Smámynd: Þórir Kjartansson

En aðeins meira um þetta.  Það mætti taka frá afmörkuð svæði fyrir þennan hóp ferðamanna. Í Mýrdalnum, mínu heimasvæði eru til hundrað magnaðir staðir, þar sem fólk sem sækist eftir þessu, gæti verið daglangt eitt út af fyrir sig án þess að sjá til mannaferða.

Þórir Kjartansson, 15.9.2013 kl. 12:25

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Um 3,4 milljónir manna heimsóttu Yellowstone-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum árið 2012 en garðurinn var stofnaður árið 1872 og ég veit ekki betur en að hann sé í góðu lagi.

Yellowstone National Park

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 12:35

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ráða þarf fleira fólk til að gera til dæmis nýja göngustíga og halda þeim eldri vel við, svo og landvörslu allt árið.

Útgjöld erlendra ferðamanna
til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og ekki ætti nú að vera mikið mál að verja litlu broti af þeirri upphæð til slíkra verka.

"Erlendir sjálfboðaliðar (Iceland Conservation Volunteers) hafa komið til Íslands undanfarin sumur til að sinna viðhaldi og dýrmætum úrbótum á friðlýstum svæðum og útivistarperlum Íslands."

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 12:47

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jæja. Eru menn nú loksins komnir allan hringinn:

26.8. 2011 Ómar Ragnarsson bloggar.

"Nú eru liðin þrettán ár síðan hingað til lands kom bandarískur prófessor í ferðaþjónustufræðum, virðuleg kona, og hélt hér erindi. Ég tók við hana viðtal fyrir Sjónvarpið.

Hún sagði að sóknarfæri Íslands lægju fyrst og fremst í "umhverfistengdri ferðaþjónustu" þar sem kjörorð markhópsins væri: "Get your hands dirty and feet wet".

Þessi markhópur ferðafólks stækkaði mest. Þetta væru hundruð milljóna manna sem þráði heitast að komast út í ósnortna náttúru og víðerni, af því að í heimalöndum þeirra væri ekkert slíkt að finna.

Ekki drægi úr aðdráttarafli Íslands fyrir þá sök að landið byggi yfir náttúruverðmætum sem væru í flokki mestu náttúruundra veraldar. "

Afsakið. Var ekki verið að tala einhversstaðar að ferðamenn væru verðmætari en annað, sem ég nefni ekki hér.

Benedikt V. Warén, 15.9.2013 kl. 13:41

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi og er þar í 235. sæti.

Röð landa eftir þéttleika byggðar


Hver erlendur ferðamaður dvelst hér á Íslandi í eina viku að meðaltali og þar af leiðandi voru hér árið 2012 að meðaltali um 12.500 erlendir ferðamenn á degi hverjum allt árið á öllu landinu.

Um níu af hverjum tíu Íslendingum ferðuðust hér innanlands á ári 2009-2012 og gistu þá að meðaltali tvær vikur á þessum ferðalögum.

Að meðaltali voru því um ellefu þúsund Íslendingar á ferðalögum hér innanlands á degi hverjum á árunum 2009-2012, einungis 1.500 færri en erlendir ferðamenn.

Ferðaþjónusta hér á Íslandi í tölum árið 2012 - Ferðamálastofa í apríl 2013


Negri í Þistilfirði

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 13:46

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Stefna Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins byggist að stórum hluta á að taka gríðarlega há erlend lán til að fjármagna framkvæmdir ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar til að búa hér til störf í erlendri stóriðju sem eru margfalt dýrari og um þrisvar sinnum færri en í ferðaþjónustunni.

Fyrirtæki í ferðaþjónustunni
hér á Íslandi eru hins vegar íslensk einkafyrirtæki, sem eru í öllum bæjum, þorpum og sveitum landsins.

En stóriðja er og verður einungis á örfáum stöðum á landinu.

10.9.2013:


Ferðaþjónustan verður mikilvægasta útflutningsatvinnugrein okkar Íslendinga á þessu ári - Gert er ráð fyrir 7% árlegri fjölgun erlendra ferðamanna næstu tíu ár og þeir verði um ein og hálf milljón á ári innan áratugar

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 14:00

11 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Varðandi ferðamenn og náttúruskoðun þeirra, þá virðist alveg ljóst að íslendingar verða að hugsa það efni betur og sennilega uppá nýtt eða fra grunni í sumum tilfellum. Og alveg sérstaklega ef það á að fara að stíla uppá stöðuga fjölgun.

Vegna þess einfaldlega, að það þarf ekki að fara lengi um Ísland til að sjá hve þessi ferðamannabissnes eða grunnur kringum marga vinsæla ferðastaði er allur laus í reipunum.

Vegirnir og aðgengi að þessu mestallt handónýtt maður. Það eru tæplega bílaplön við endamark eða þar sem gengið er frá að viðkomandi stað o.s.frv.

Td ef það er lækur sem þarf að fara yfir - þá sér maður stundum eitthvað handónýtt og fúið spýtnabrak sem eins oghent hefur verið yfir þann læk svipað og bændur henda stundum slíknu spýtnabraki yfir læki fyrir rollur sínar.

Þetta er óskaplega frumstætt allt.

Hvað eigi nákvæmlega að gera og hvernig á framkvæma til betrumbóta og byggja upp stöndugan grunn eða ramma um þetta - ég skal ekkert hveða uppúr um það. Þetta þarf að ræða allt saman og íslendingar eiga í raun eftir að taka þá umræðu, að mínu mati.

En eitt get eg sagt, að eg tel það slæma hugmynd, arfaslæma, að einkavæða draslið. Þ.e. að það geti verið á valdi einkaðila að græða á aðgangi ferðamanna að náttúru Íslands.

En sennilegast verður þetta ferðamannaflipp núna allt uppá framsóknarlagið og á eftir að enda með ósköpum og hruni.

Það er ekki heldur hægt að líta fram hjá því, að mínu mati, að fjölgun ferðamanna undanfarin misseri skýrist að einhverju leiti með hve þeir verða ríkir þegar komið er á Ísland. Þ.e.a.s. vegna krónunnar. Ferðamennirnir eru flestir með Evrur sko.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2013 kl. 14:23

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ferðaþjónusta hefur farið vaxandi um allan heim síðastliðna áratugi, einnig árið 2009, þegar hins vegar 2% færri erlendir ferðamenn komu hingað til Íslands en 2008.

Þróun alþjóðlegrar ferðaþjónustu frá árinu 1980 - Línurit bls. 7


Erlendir ferðamenn
kaupa hér vörur og þjónustu og frá ársbyrjun 2007 hefur vísitala neysluverðs án húsnæðis hér á Íslandi hækkað um 60%.

Og á sama tíma hefur gengi evru og dönsku krónunnar hækkað gagnvart íslensku krónunni um 73,5%, Bandaríkjadollars um 74%, sænsku krónunnar 78,6%, norsku krónunnar 77,7% og breska sterlingspundsins um 38,9%.

Erlendir ferðamenn sem hingað koma nota aðallega ofangreindar myntir og að meðaltali hefur gengi þeirra gagnvart íslensku krónunni hækkað um 68,5% frá ársbyrjun 2007 á sama tíma og vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað hér um 60%.

Fyrstu átta mánuðina nú í ár, 2013, komu um Leifsstöð um 33% erlendra ferðamanna frá evrusvæðinu og Danmörku, 15,5% frá Bandaríkjunum, 15,3% frá Bretlandi, 6,5% frá Noregi og 4,6% frá Svíþjóð, eða samtals um 75% allra erlendra ferðamanna sem hingað komu um Leifsstöð og þeir eru um 96% erlendra ferðamanna.

6.9.2013:


Mesti fjöldi erlendra ferðamanna hér á Íslandi frá upphafi - Ferðamálastofa


Gríðarleg fjölgun
erlendra ferðamanna hérlendis frá árinu 2009 skýrist því væntanlega að mestu leyti af öflugri landkynningu síðastliðin ár, jafnvel einnig eldgosum hér árið 2010 og dvöl frægra útlendinga hérlendis.

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 15:06

14 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Svarið við þessu hlýtur að vera að bæta aðgengni ferðamanna að vinsælum ferðamannastöðum eins og Fullfossi og Geysi sem og að beina straumnum í nýja staði.

Einn slíkur er Gálgahraunið þar sem hátt í þúsund manns komu saman síðdegis í dag, sunnudag 15.sept. til að mótmæla framkvæmdum við vægast mjög umdeilda vegalagningu. Þarna er hraunið einstaklega fagurt, fjölbreyttar hraunmyndanir auk þess sem hraunið er óvenjulega vel gróið. Ef verktakalýðræðið á Íslandi hefur betur, þá verður hér um óendurkræfa framkvæmd.

Þarna mætti í stað 36 metra breiðs þjóðvegar leggja hæfilega breiðan göngustíg, kannski 70-80 sm og fella hann vel inn í umhverfið þar sem ferðamenn bæði erlendir sem við Íslendingar gætum gengið eftir og notið einstakrar náttúrufegurðar. Setja mætti upp upplýsingaskilti á völdum stöðum til útskýringar og nánari upplýsinga.

Núverandi veg út á Álftanes mætti breikka og breyta á hagkvæmari hátt án þess að slegið sé af umferðaöryggi. Þennan veg mætti þess vegna hafa neðar í landslaginu og fella betur að núverandi byggð.

Guðjón Sigþór Jensson, 15.9.2013 kl. 17:14

15 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Það er miður hvað ásláttarvillur geta verið hvimleiðar: Auðvitað átti að standa Gullfoss en ekki „Fullfoss“.

Spurning er hvort ekki megi fullyrða að þolmörkum landnýtingar í formi virkjana og annarra framkvæmda sé ekki náð fyrir löngu?

Guðjón Sigþór Jensson, 15.9.2013 kl. 17:17

16 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef það sem ferðamenn leita aallega að á Íslandi er náttúran - þá er eg þess fullviss að hægt er að fara með ferðamenn nánast hvert sem er á Íslandi til þess arna.

Ok. tökum útfyrir sviga þessa alfrægurstu ss. Gullfoss. Það er td. voðalegt sport að láta taka mynd af sér með Gullfoss í baksýn. Þ.e. geta sýnt þessa mynd og: Ég var þarna o.s.frv.

En þegar þesi al-vinsælustu ferðamannastaðir eru teknir útfyrir sviga -þá er alveg frambærilegt að bjóða uppá náttúrusloðun hvar sem er á Íslandi. Td. Gálgahraun.

Þetta er vanmetið víða útum land, að mínu mati. það er nefnilega ótrúlegt hve stutt þar að fara frá smábæjum útum land - til að vera kominn í alveg fáránlega mikla náttúrudýrða og náttúruríki.

Fólk útá landi er bara svo vant þessu, að það áttar sig ekki á tækifærunum auk þess sem engin hefð er fyrir þjónustu við ferðamenn á Íslandi.

Hitt er svo önnur umræða, hvort æskilegt sé að gera Ísland að miklum ferðamannastað án þess að borgað sé algjörlega réttmætur skerfur í sameiginlega sjóði og strangt eftirlit sé með bissnesinum og þar til gerður rammi.

Það er ekki sniðugt að gera Ísland að risa ferðamannaeyju afþvíbara og einhvernvegin. Dæmi um slíkt eru ekki góð. Ofaní þetta kemur svo núna lággengi og lágt kaup innanlands - og ráðamenn skydu hafa fullan vara á sér gagnvart ferðamannabissness og skammtímagróðrasjónarmiðum. Að mínu mati.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2013 kl. 17:34

17 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þjóðgarðinum í Banff í Kanada er skipt í fimm mismunandi flokka eftir umferð. Tvær milljónir koma að Lovísuvatni á ári og samt er þar allt í skorðum og engin umhverfisspjöll a völdum átroðnings. Frá vatninu má sjá á slóðir efst uppi í fjöllunum þar sem aðeins koma örfáir á ári hverju.

Þrjár milljónir ferðamanna koma til að skoða Gamla Trygg (Old Faithful) í Yellowstone og hverasvæðið þar sem er eins viðkvæmt og þau viðkvæmustu á Íslandi, en samt er séð til þess að ekki hin minnstu umhverfisspjöll verði. Ekki langt þar frá eru gönguleiðir sem ítala er í og tryggt að umferð fari ekki yfir ákveðin mörk.

Öll vinna er óunnin í að skoða og skipuleggja Ísland með tilliti til þess að þjóna mismunandi þörfum ferðamanna og finna út jafnvægið og samspilið, sem hér þarf að ríkja milli svæðanna og fólksins.  

Ómar Ragnarsson, 15.9.2013 kl. 17:44

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

Enginn stjórnar því hversu margir erlendir ferðamenn koma hingað til Íslands á hverju ári.

Ekki er hægt að banna erlendum ferðamönnum sem búa á Evrópska efnahagssvæðinu að koma hingað nema þeir hafi brotið lög
, enda er frjáls för fólks innan svæðisins.

Langflestir
erlendir ferðamenn sem hingað koma búa á því svæði og ekki er heldur hægt að banna Íslendingum að selja þeim hér vörur og þjónustu.

Fjölmargir erlendir ferðamenn sem búa utan Evrópska efnahagssvæðisins, til að mynda í Kína, koma einnig hingað frá ríkjum á svæðinu, til dæmis Noregi og Danmörku, og ferðast enn innan svæðisins þegar þeir koma hingað til Íslands.

Og enginn stjórnmálaflokkur sem á sæti á Alþingi vill segja upp aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu.

Þorsteinn Briem, 15.9.2013 kl. 18:05

19 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Svo er líka spurning, að mínu mati, hvort íslendingum eða íslenskum stjórnvöldum og þar til gerðum ábyrgðaraðilum, beri ekki skylda til að vara útlendinga miklu mun meira og ákveðnar og skipulagðar við íslenskri náttúru.

Þ.e.a.s. að stafa algjörlega frm að hún sé í raun stórhættuleg.

Nú veit ég vel að margir erlendir eru sér afar vel meðvitaðir um það - en mér finnst vera furðulega algengt að erlendir átti sig enganvegin á því. Þeir átta sig enganveginn á öllum hættunum og snöggum veðurbreitingum.

Maður er að sjá útlendinga stundum ætla að fara uppá fjöll seint að sumri í pilsgopa og einhverjum hip-hop buxum alveg útí bláinn.

Það er í raun barasta ábyrgðarlaust að fara í eitthvert ,,innspæerd bæ æsland" átak með tilheyrandi hoppi og skoppi útum móa og mela - og taka ekki fram að í raun sé um stórhættulegt fyrirbrigði að ræða sem íslensk náttúra er sem beri að nálgast af fullkominni varkárni.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2013 kl. 21:17

20 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Mönnum er jafnvel hleypt uppá jökla bara si sona eftirlitslaust og án allrar alvöru viðvarana og stranglegrar ábendingar um stórhættuna.

Tökum sem dæmi Sólheimjökul (sem minnkar núna og minnkar vegna hnattrænnar hlýnunar) að menn geta bara keyrt eftir þjóðveginum - og svo afleggjari og algjörlega holóttur vegur afar hörmulegur nánast uppað jöklinum - svo geta menn bara labbað einhvern andskotan uppá jökul!

Mér finnst þetta taka neinu tali. Að mínu mati ætti að skylda fólk til að hafa sérþjálfaða leiðsögumenn ef þeir ætla svo mikið sem eitt skref uppá jökul.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 15.9.2013 kl. 22:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband