16.9.2013 | 15:38
Afar vel heppnuð verðlaunaveiting.
Það var ánægjulegt og til sóma fyrir umhverfisráðuneytið, ráðherra og starfsfólk, hvernig staðið var að hátíðarsamkomu í dag þar sem Páli Steingrímssyni og Vigdísi Finnbogadóttur voru veitt fjölmiðlaverðlaun og Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.
Páll hóf nám í kvikmyndagerð við erlendan háskóla um sextugt og hefur síðan gert líkast til um 60-70 myndir um náttúru og mannlíf sem hafa borið hróður hans og lands hans víða um lönd.
Ekki þarf að fjölyrða um það hve vel Vigdís Finnbogadóttir er að sínum verðlaunum komin, eins gríðalega mikið og eftir hana liggur beint og óbeint á því sviði.
Hamingjuóskir til þeirra beggja !
Páll Steingrímsson verðlaunaður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hamingjuóskir til þín líka Ómar, með daginn :)
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.9.2013 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.