Orðspor Vegagerðarinnar og afstaða til réttarríkisins.

Vegagerðin hefur hingað til haft ágætt orðspor. Þarna vinna góðir og gegnir menn og þár á ég ýmsa vini, sem gott hefur verið að hafa samband við í gegnum tíðina.

En heimsókn þangað í dag gefur mér tilefni til að hafa áhyggjur af orðsporinu, einkum ákveðin ummæli starfandi Vegamálastjóra, sem voru þess eðlis, að ég trúði vart mínuj eigin eyrum.   

Í hádeginu átti hluti varðsveitar náttúruverndarmanna úr Gálgahrauni athyglisverðan fund með starfandi Vegamálastjóra, sem varðmenn hraunsins höfðu farið fram á. Ætlun þeirra var að leita samkomulags við Vegagerðina um að hún biði eftir úrslitum vegagerðarmálsins fyrir dómstólfum áður en farið yrði inn á hraunið og þar valdið óafturkræfum spjöllum.

Þessari tillögu var algerlega hafnað og sagt að Vegagerðin færi eftir samgönugáætlun og léti verktakana halda verkinu áfram af fullum krafti.

Stjórinn var spurður hvað hann myndi gera ef náttúruverndarsamtökin ynnu málið, - hvernig hann hygðist þá skila hrauninu til baka eins og það var áður en það var mulið niður.

Hann sagðist ekki einu sinni hafa íhugað það vegna þess að hann vissi að hann myndi vinna sigur í þessum málaferlum.

Við spurðum hann þá hvort að það væri í samræmi við réttarríki á 21. öld að annar aðilinn í hverju deilumáli gæti ákveðið það sjálfur fyrirfram hvernig málið færi og færi sínu fram í samræmi við það.

Spurðum til hvers lög, reglur og dómstólar væru ef þetta væri öllum þeim aðilum heimilt, sem stæðu í málarekstri.

Hann sagðist hvorki hafa hugsað út í það né myndi hann gera það. Það væri alger óþarfi.

Þá vitum við það.   


mbl.is Orðsporið fjúki ekki út í veður og vind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu nokkuð að tala um Gunnar Gunnarsson frá Glaumbæ?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 17:06

2 identicon

Er þetta ekki ein táknmynd þess siðrofs, sem þú fjallaðir um í síðasta pistli?

Kemur mér sko ekkert á óvart, en Ómar alltaf jafn hissa.

Hroki og yfirlæti ráðamanna.

En hvar er forseta ræfillinn? Kemur þetta honum ekkert við? Líklega upptekinn við að telja demanta frúvu sinnar.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 17:19

4 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Ég held að við lifum í verktakaliðræði. Þegar menn eiga tæki og tól og þá vanta verkefni, hvað gera þeir þá? Þeir gauka einhverju að ráðamönnunum (sumstaðar er það kallað mútur, en ekki hér á landi) og þá fer það greitt í gegn. Skítt með málaferlum, skítt með umhverfismat og skítt með svæðum sem eru friðuð.

Úrsúla Jünemann, 18.9.2013 kl. 20:49

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gæti ekki verið að lögfræðingar Vegagerðarinnar hafi þetta bara alveg á tæru og þess vegna engin ástæða til að tefja verkið með tilheyrandi aukakostnaði fyrir skattgreiðendur?

"Sérfræðingar" umhverfisverndarsinna hafa nú ekki gott orðspor... úr því minnst er á orðspor.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.9.2013 kl. 21:09

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er alþekkt taktík hjá umhverfisverndarsinnum, að tefja og vera til vandræða, gera verk dýrari o.s.f.v.,  svo þeir geti sagt síðar að verkið hafi farið fram úr kostnaðaráætlun.... eins og þeir "spáðu".

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.9.2013 kl. 21:13

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ef allir lögfræðingar hefðu hitt og þetta "á tæru" þyrfti enga dómstóla.

Og ekki veit ég hvaða sérfræðinga Gunnar Th. Gunnarsson á við þegar hann fullyrðir að þeir hafi ekki gott orðspor.

En þessi vesalingur er vanur að fullyrða margt án þess að rökstyðja mál sitt með sönnunargögnum.

Og gerir hér óspart í nábrækur sínar.

Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 21:26

8 identicon

Hvar voru "Hraunavinir" þegar Keflavíkurvegurinn var lagður? :)

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 21:27

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"70. gr. Öllum ber réttur til að fá úrlausn um réttindi sín og skyldur eða um ákæru á hendur sér um refsiverða háttsemi með réttlátri málsmeðferð innan hæfilegs tíma fyrir óháðum og óhlutdrægum dómstóli."

Stjórnarskrá Íslands

Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 21:43

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það þarf ekki annað en að skoða "sérfæðingaskýrslu" náttúruverndarsamtaka frá árinu 2001 varðandi Kárahnjúkavirkjun. Hún var svo vitlaus að þeir fela hana í dag. Ekki að þeir skammist sín fyrir hana, því það kunna þeir ekki, heldur vegna þess að hún sýnir og augljóslega ruglið í þeim. Fylgjendunum gæti blöskrað.

Sumar kærur eru einfaldlega byggðar á of veikum grunni til að taka þær alvarlega.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.9.2013 kl. 21:46

11 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Þarna fóru íslenskir dómstólar með sjálfa sig í gálgann.

Verra getur þetta ekki orðið, til afspurnar út fyrir landsteinana. Semsagt: dómstólar á Íslandi eru bara vinnustaður fyrir verktaka-klíku?

Sumt sem öfga-umhverfissinnar hafa aðhafst er alveg óverjandi, en ekki þessi barátta.

Er þetta kannski vegurinn að "nýja flugvellinum"? Eða kannski hluti af planaðri flugbraut? Þetta ættir þú að sjálfsögðu að vita um, Ómar minn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 18.9.2013 kl. 21:47

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Og hvaða sérfræðingar skrifuðu þessa meintu skýrslu, Gunnar Th. Gunnarsson?!

Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 21:50

13 Smámynd: Þorsteinn Briem

Áreiðanlega verið að leggja flugbraut fyrir Ómar Ragnarsson en ekki veg í Gálgahrauni og því óskiljanlegt að hann skuli vera á móti þessum framkvæmdum, Anna Sigríður Guðmundsdóttir.

Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 21:58

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Biddu NÍ og NAUST um eintak af skýrslunni.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.9.2013 kl. 22:09

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þú fullyrðir hér að þessi skýrsla sé til og átt því sjálfur að sanna tilvist hennar og hvaða sérfræðingar það eru, sem þú fullyrðir að "hafi ekki gott orðspor", hafi skrifað hana, Gunnar Th. Gunnarsson.

Þorsteinn Briem, 18.9.2013 kl. 22:31

16 identicon

Hér tek ég undir með Breimaranum, Nú ætti Reyðfirðingurinn að framvísa gögnum.

Dómsmálin virðast enn í höndum Sýslumanna, -þrátt fyrir hjólreiðar Jóns Kristjánssonar, -æðri úrskurðir virðast svo vera unnir af Vegagerðinni!

Til hamingu Ísland.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 22:38

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég sagði í athugasemd #10 að þeir hafa falið hana. Ég sendi póst á NAUST áðan og bað um skýrsluna. Við sjáum til hvort þeir þori að afhenda hana.

Í skýrslunni var m.a. fullyrt (og vísað í nafngreinda "sérfræðinga") að ferðamönnum á Austurlandi myndi fækka um 50% og 20% á landinu ef farið yrði í framkvæmdina vegna skaðaðrar ímyndar.

Ótal margt annað var ævintýralega vitlaust í þessari blessaðri skýrslu, t.d. áhyggjur af hreindýrastofninum, því landsvæðið á lónsstæðinu átti að vera svo mikilvægt fyrir þau. Sömuleiðis var gæsa, lóu og spóastofninn í hættu.

Í skýrslunni var einnig vitnað í Þorstein Siglaugsson, rekstrarhagfræðing og ráðgjafa, sem bjó sér til forsendur eftir hentugleikum til að fá út tap á orkusölunni. Allir vita í dag að hagnaður er af henni, þó gagnrýna megi að hún sé ekki nógu mikil.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.9.2013 kl. 23:18

18 identicon

Viðmælandi ykkar var greinilega alger villimaður og lokaður fyrir allri rökhugsun. Það er skelfilegt til þess að hugsa að fáráðlingar af þessu tagi sitji í valdastöðum í þessu landi.

Ég hef lengi starfað við það að útskýra Ísland fyrir útlendingum, ýmist sem sendikennari erlendis, sem þýðandi og túlkur eða sem leiðsögumaður.

Við þessa fregn fallast mér hendur. Er Ísland bananalýðveldi, Molbúaland eða er ég í því undarlega Undralandilandi sem Lísa litla heimsótti?

Sæmundur Garðar Halldórsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 23:56

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þorsteinn Briem, 19.9.2013 kl. 00:02

20 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þess má geta að Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur, (Lobbi... eða er hann Bubbi?) skoðaði útreikninga Þorsteins ofan í kjölinn og útkoman var háðugleg falleinkun. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2013 kl. 00:07

21 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það var greinilegt að náttúruverndarsamtökin "keyptu" hann og hann afhenti "vöruna" svikalaust

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2013 kl. 00:09

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lobbi ætti að vita það, lærði í hagfræði í Sovétríkjunum að hagstæðast væri að framleiða hægri gúmmískó í Úkraínu en þann vinstri í Kasakstan.

Þorsteinn Briem, 19.9.2013 kl. 00:18

23 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þorsteinn virðist hafa haft ágætar tekjur af náttúruverndarsamtökum, enda verið sérlegur ráðgjafi þeirra um margra ára skeið, sjá HÉR , HÉR , HÉR , HÉR

Gunnar Th. Gunnarsson, 19.9.2013 kl. 00:36

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Lobbi er hrifinn af gríðarstórum sovéskum virkjunum og stóriðjuverum svo gríðarlöngum að menn verða að hafa þar með sér nesti í ferðalögum stafna á milli.

Þorsteinn Briem, 19.9.2013 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband