Svikin ná stundum út fyrir gangstéttina.

Þess má geta í tengslum við ummæli Karls Garðarssonar á þingi um bótasvik hér á landi, að allt of oft má sjá sérstaka tegund af "bótasvikum" í bílastæðum, sem ætluð eru hreyfihömluðum fyrir utan húsið sem Tryggingarstofnun Íslands er í.

Þau felast í því að algerlega fullfrískt fólk leggur þar bílum maka sinna, sem eru hreyfihamlaðir, og þessi bílstjórar stökkva síðan inn í húsið til að reka þar erindi eiganda bílsins, sem hefur fengið merki um undanþágu í bílgluggann.

Þarna hitti ég eitt sinn mann, sem var einn á bíl konu sinnar en skokkaði léttilega inn og kom síðan út aftur. Hann brást hinn reiðasti við þegar ég gerði athugasemd við þetta við hann og sagði að merkið í glugganum á bílnum veitti honum rétt til að leggja bílnum í hvaða bílastæði hreyfihamlaðra í borginni sem hann gæti notað.

"Skiptu þér ekki af því sem kemur þér ekki við" sagði hann, og ég svaraði því á móti, að ég ætti hreyfihamlaðan son og vini meðal hreyfihamlaðra og það fólk hefði sagt mér að víst kæmi öllum þetta við.

Síðan eru aðrir sem hafa þetta þannig, að hinn hreyfihamlaði er farþegi í framsæti en fer þó ekki út úr bílnum heldur lætur hinn fullfríska um það.

Er langt gengið þegar hreyfihamlaður farþegi lætur sig hafa það að láta fullfrískan bílstjóra stela stæðinu af hreyfihömluðum þjáningarsystkinum sínum.  


mbl.is „Veldur óþolandi siðrofi í þjóðfélaginu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mynd Svona leggja bara snillingar, tvö stædi takk fyrir!! Endilega deilid

Þorsteinn Briem, 17.9.2013 kl. 22:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það er nauðsynlegt að stórhækka allar sektir vegna umferðarlagabrota.

Þorsteinn Briem, 17.9.2013 kl. 22:44

3 Smámynd: Ragna Birgisdóttir

Ég verð bara orðlaus þegar að ég les um og sé myndir af því hvernig fólk með frekju sinni valtra yfir þá sem minna mega sín og þeirra rétti. Já það þarf að hækka sektir ,það er líklega það eina sem dugar að láta sökudólgana borga.

Ragna Birgisdóttir, 17.9.2013 kl. 22:56

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sex Kínverjar fengu vænar sektir fyrir umferðarlagabrot í Sviss en þeir óku á allt að 230 kílómetra hraða á svissneskum þjóðvegum og hæstu sektirnar voru jafnvirði 10,6 milljóna króna.

Kínverjarnir heldu því fram við héraðsdómstólinn í Horgen að þeir hefðu ekki gert sér grein fyrir að ekki mætti aka á yfir 120 kílómetra hraða á þjóðvegum landsins.

Dómarinn tók útskýringuna ekki gilda og úrskurðaði að þeir hefðu viljandi ekið of hratt.

Í Finnlandi eru hraðasektir reiknaðar út frá meðalmánaðartekjum á skattframtali
fyrir næstliðið ár og hámarksrefsing fyrir ölvunarakstur er fimm ára fangelsi.

Alltof lágar hraðasektir hér á Íslandi

Þorsteinn Briem, 17.9.2013 kl. 23:02

5 Smámynd: Jón Thorberg Friðþjófsson

Hver á að sekta?

Jón Thorberg Friðþjófsson, 18.9.2013 kl. 08:00

6 identicon

Ég held að eigingjörn og dólgsleg framkoma fólks, hvort sem það birtist í bótasvikum, í umferðinni eða bara í samskiptum og hegðun almennt, endurspegli það siðrof sem varð undir hálfvitastjórn framsjallanna síðustu tvo áratugina.

 

Frjálshyggju fjandinn, þar sem að grillið og gróðinn urði borgaralegar dyggðir og leiðarljós heimskra stjórnmálamanna og kjósenda þeirra.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 15:31

7 identicon

Haukur, mætti ég spyrja hvernig framsókn og sjallar bera ábyrð á því að fólk sé dónarlegt í samskiptum og leggi í stæði fyrir fatlaða? Held að fólk sem að geri þannig myndi ekkert bara hætta því þótt að þessi flokkar væru ekki við völd...

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 17:12

8 identicon

a

Sveinn Dagur Rafnsson (IP-tala skráð) 18.9.2013 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband