Góð auglýsing fyrir íslenska náttúru en vond um ólöglegan akstur.

Ég fæ ekki betur séð en að þeir sem gerðu myndbandið þar sem "akstur í íslenskri náttúru er dásamaður" hafi á nokkrum stöðum brotið gegn banni um akstur utan merktra vega og slóða.

Þeir þeysa um vikurbreiður þar sem sjást mörg för þvers og kruss. Á öðrum stað þeysa þeir um fjöru neðan stórstraumsfjöruborðs, sem er að vísu umdeilanlegri akstur.

Þótt myndbandið sé flott auglýsing um dýrð íslenskrar náttúru er því spillt með þessum akstri, þótt myndskeiðin séu ekki löng.  

Ég hef komið í þjóðgarðinn "Giljaland" (Canyonland) í Bandaríkjunum sem sértaklega gerir út á ferðir á aldrifsbílum og er nálægt bænum Moab sem er Mekka torfæruaksturs í Bandaríkjunum.

Í þjóðgarðinum eru 1600 kílómetrar af vegaslóðum sem heimilt er að aka aldrifsbílum á en hins vegar blátt bann við akstri utan þeirra og háar sektir ef út af er brugðið.

Á þeim slóðum sem við hjónin ókum í þjóðgarðinum, til dæmis hina frægu slóð "Shafer trail" var hvergi hægt að sjá að nokkur maður hefði brotið gegn þessum ströngu reglum.

Hér á landi eru minnst 20 þúsund kílómetrar af merktum vegum og slóðum sem aka má á aldrifsbílum og þess vegna er 12 sinnum minni ástæða til að brjóta gegn ákvæðum um akstur hér en í Giljalandi.

Þótt hinn ólöglegi akstur í bandarísku myndinni sé aðeins í litlum hluta hennar er hvergi gefið í skyn annað en að aka megi að vild hvar sem er í íslenskri náttúru og því eru þessi myndskeið verri en lengd þeirra segir til um.  


mbl.is Dásama akstur um fjöll og firnindi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar ef það er lausin til að koma í veg fyrir utanvegaakstur að leyfa gömlum fjallvegum og slóðum að halda sér og leyfa mönnum að nota þá afhverju er þá markvisst verið að vinna í því að loka þeim og banna mönnum að nota þá bara afþví þeir eru ekki inná einhverju nýju korti umhverfisstofnunar? tökum Vonarskarð sem dæmi

Það marg búið að benda á þetta og hagsmunasamtö og ferðaklúbbar eins F4x4 og Slóðavinir eru búnir að reyna koma þeim sem hafa um málið að segja í skilning um þetta en hafa ekki skorið upp erindi sem erfiði.

T.d í nágrenni Rvk var utanvega/slóða akstur torfæruhjóla mikið vandamál fyrir nokkrum árum en hefur snar minnkað, ætli uppbygging aksturssvæða fyrir slík hjól í Blolaöldu og Jósepsdal eitthvað með það að gera, skildi þó aldrei vera.

Þar var það sveitarfélagið Ölfuss sem leisti það mál fyrir Reykjavík sem vildi ekkert fyrir þennan hóp gera og eiga þeir miklar þakkir skildar fyrir.

reynir (IP-tala skráð) 21.9.2013 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband