23.9.2013 | 22:20
Hvatning til margþættrar baráttu.
Það mæddi mikið á Má Haraldssyni, oddvita Gnúpverja, í deilunum um Norðlingaölduveitu, en hann stóð eins og klettur fram til síðustu stundar, þrátt fyrir glímu við illvígan sjúkdóm í lokin.
Það eitt að taka sem sjónvarpsmaður viðtöl við hann þegar harðast var barist, var afar gefandi.
Nú er svo saumað að náttúruverðmætum landsins, að sú óskastund að geta verið viðstaddur afhjúpun minnisvarða um þennan merka baráttumann veittist mér ekki.
Í Gálgahrauni er einn af mörgum átakapunktunum í náttúruverndarbaráttunni og þessa dagana verður að standa vörð og hlaupa ekki af vettvangi.
Um þá baráttu gilda þessar ljóðlínur úr ljóði Snorra Hjartarssonar, "Land, þjóð og tunga":
"...Á dimmum vegi dýrð þín um mig skein,
þú heimtar trúnað, spyrð hver efnd mín sé.
Þú átt mig, ég er aðeins til í þér,
örlagastundin nálgast, dimm og köld.
Hiki ég þá og bregðist bý ég mér
bann þitt og útlegð fram á hinsta kvöld.
Ísland, í lyftum heitum höndum ver
ég heiður þinn og líf gegn trylltri öld."
Í Gljúfurleit stendur minnisvarðinn um Má Haraldsson og leiðir hugann að þeirri aðför, sem menn vilja nú gera að Gljúfurleitarfossi, Dynk og Kjálkaversfossi, þremur stórfossum fyrir neðan fyrirhugaða Norðlingaölduveitu, sem einnig er ógn við Þjórsárver.
Minnisvarði um merkan Íslending | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ómar,hættu þessi endalausa bulli í þér.Eða ertu með mikla athyglisýki???
Vilhjálmur Stefánsson, 23.9.2013 kl. 23:11
Takk Ómar.
hilmar jónsson, 23.9.2013 kl. 23:12
Þorsteinn Briem, 23.9.2013 kl. 23:29
Stend með ykkur úr fjarlægð Ómar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.9.2013 kl. 00:32
Sammála Ásthildi, og haltu endilega áfram að blogga Ómar! Ég les alltaf færslurnar þínar, þær eru ljós punktur í tilverunni.
Brynjólfur Þorvarðsson, 24.9.2013 kl. 05:25
Þessi Vilhjálmur er nú bara veikur maður, illa veikur.
Már Elíson, 24.9.2013 kl. 07:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.