Lögbann frestar framkvæmdum.

Málið, sem nú er dómtaka á á fimmtudag vegna vegagerðar í Gálgahrauni, snýst um að setja lögbann á framkvæmdina. Slíkar kröfur hafa oft verið gerðar og lögbanni beitt.

Það er því alrangt hjá Vegagerðinni að dómsmál vegna lögbanns fresti ekki framkvæmdum. Lögbann gerir það einmitt oft og iðulega og ástæðan er nákvæmlega sú sama og í Gálgahrauni, að frestun komi í veg fyrir óafturkræft tjón, í þessu tilfelli umhverfistjón á meðan málaferli eru í gangi.  

Þess ósvífnara er það hjá Vegagerðinni að ætla að keyra í gegn sem mest spjöll á Gálgahrauni meðan lögbannsmálið er í gangi og málaferlin yfirleitt.

Reynslan af gildi Árósasáttmálans um lögvarða hagsmuni almannasamtaka hefur reynst vel í að meðaltali 15 ár sem hann hefur gilt í Evrópulöndum og engin ástæða til að óttast að hér á landi "geti hver sem er stöðvað hvað sem er hvenær sem er" eins og Vegagerðin heldur fram.

Það er umhugsunarefni við Íslendingar skulum hafa dregið lappirnar í hálfan annan áratug að lögleiða þessa sjálfsögðu og vel heppnuðu réttarbót, sem meira að segja Austur-Evrópuþjóðirnar, mestu umhverfissóðar Evrópu áður fyrr, hafa fyrir löngu lögfest.  

 

 


mbl.is Málshöfðun frestar ekki framkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Stór hluti íslenskra réttarreglna á uppruna sinn í alþjóðaskuldbindingum og þannig eru áhrif þjóðaréttarins og alþjóðasamstarfs á íslensk lög og réttarskipan ótvíræð."

Þjóðaréttur, Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson, útg. 2011, bls. 12.

Þorsteinn Briem, 23.9.2013 kl. 19:28

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Lögbann - Bráðabirgðagerð til að tryggja að ekki verði af athöfn sem er byrjuð eða yfirvofandi og sýnt er nægilega fram á að muni brjóta gegn lögvörðum rétti gerðarbeiðanda."

Lögfræðiorðabók með skýringum, Lagastofnun Háskóla Íslands, útg. 2008.

Þorsteinn Briem, 23.9.2013 kl. 19:39

3 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

En það er ekki fyrr en á fimmtudaginn Ómar.Nú er ég algjörlega á skjön við þig.Mér finnst þessar aðgerðir ykkar "Hraunvina"fyrir neðan allar hellur og eigi ekki að líðast.Náttúruvernd er eitt en þetta er eitthvað allt annað.Við erum með skipulagslög,Byggingarlög og mannvirkjastofnun sem eiga að sjá um þessi mál.Það eiga allir að fara að lögum.

Jósef Smári Ásmundsson, 23.9.2013 kl. 19:45

4 identicon

Þeir sem trufla löglegar framkvæmdir eru einfaldlega lögbrjótar, þeir sem fara ekki eftir fyrirmælum lögreglu á vettvangi eru einnig lögbrjótar. Umhverfisverndarsinnar eiga ekki að vera undanþegnir því að fara aftir lögum.

Borgari (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 19:53

5 identicon

Fyrst sýslumaður segir að náttúrverndarsamtök(jafnvel fjögur slík)hafi ekki lögvarða hagsmuni að málini, þá þætti mér vænt um að sýslumaður bendi á þá sem hafa lögvarðahagsmuni að málinu, mikið vildi ég að ég gæti fengið sýslumann til að tjá sig um það.

Eftir að hafa lesið hæstaréttardóma um Leif hepna sem tók gengistryggt lán hjá Landbankanum, og hins vegar dóminn um Leif óhepna sem skipti við Íslandsbanka og tók þar samskonar lán, þá minkaði álit mitt mikið á dómskerfinu á Íslandi.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 23.9.2013 kl. 20:16

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er búið að ákveða að taka lögbannsmálið fyrir á fimmtudaginn,en það snýst um að að samkvæmt gildandi íslenskum lögum í samræmi við Árósasáttmálann eigi umhverfissamtökin, sem reka lögbannsmálið, lögvarða hagsmuni í þessu máli.

Með því að tilkynna um fyrirtökuna er málið komið í ferli í dómskerfinu en Vegagerðin gefur skít í það, segist vongóð um að vinna málið á endanum og að það gefi henni leyfi til að sniðganga gang mála í dómskerfinu. Vegagerðin hyggst sem sé taka sér dómsvald í málinu fyrirfram. 

Það er siðlaust athæfi, einkum sú ætlan að rústa hrauninu áður en málinu er lokið.

Framkvæmdaleyfi Vegagerðarinn er útrunnið og hið gamla mat á umhverfisáhrifum er jafn úrelt og stórgallað og matið fyrir Bjarnarflagsvirkjun er orðið.

Landsvirkjun ætlar þó að láta gera nýtt mat, en Vegagerðin ekki. Það er hún sem er margbrotleg við íslensk lög og réttarfarsreglur í þessu máli.   

Ómar Ragnarsson, 23.9.2013 kl. 20:18

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

21.1.2013:

"Það er ekki á hverjum degi sem nýjar íslenskar kvikmyndir eru forsýndar í Mývatnssveit en sú var þó raunin í gær þegar kvikmyndin Hvellur var sýnd fyrir fullu húsi í Skjólbrekku.

Myndin fjallar um baráttu bænda í Suður-Þingeyjarsýslu gegn áformum um virkjanir í Mývatnssveit sumarið 1970, sem náði hámarki þegar stífla í Miðkvísl var sprengd í loft upp."

113 lýstu verkinu á hendur sér og 65 voru ákærðir."

Kvikmyndin Hvellur forsýnd í Mývatnssveit

Þorsteinn Briem, 23.9.2013 kl. 20:18

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Lögbann er ekki lögbann fyrr en það hefur tekið gildi.Krafa um lögbann er ekki lögbann og hefur aldrei verið og verður aldrei hvorki hér á landi né samkvæmt alþjóðaskuldbindingum.Engir dómar hérlendis staðfesta að svo sé.

Sigurgeir Jónsson, 23.9.2013 kl. 20:51

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðréttarsamningar binda aðildarríki til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem samningurinn leggur því á herðar, líkt og almennt á við um skuldbindingargildi samninga á vettvangi samningaréttar."

Þjóðaréttur, Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson, útg. 2011, bls. 160.


Fullgilding Árósasamnings - Samþykkt á Alþingi án mótatkvæða 16. september 2011

Þorsteinn Briem, 23.9.2013 kl. 20:56

10 identicon

Hvernig er það Ómar, ert þú og félagar á móti öllum framkvæmdum?

Má hvergi reka niður skóflu án þess að þú og félagar þínir séu risnir upp á afturlappirnar til að mótmæla?

Og fyrir þér má hvergi virkja, þá ertu strax rokinn upp til handa og fóta og farinn að fjargviðrast við því.

Fólk er orðið dauðleitt á þessari íhaldsemi og þjóðrembu í þér þar sem engu má breyta né framkvæma til framfara fyrir land og þjóð.

Eiríku Ben. Sig. (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 00:43

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

Eiríkur Ben. Sig. hefur sem sagt ekkert málefnalegt um þetta mál að segja og getur ekki einu sinni skrifað nafnið sitt villulaust.

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 00:50

12 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bara nýlega var kláruð Búðarhálsvirkjun án þess að nokkur maður "fjargviðraðist" yfir því.

Ég hef verið samþykkur 25 af þeim28  stóru virkjunum sem hafa verið reistar á landinu.

Ég veit ekki til að nein andstaða hafi komið fram við framkvæmdir nyrst í Kapelluhrauni enda er það hraun hvorki á náttúruminjaskrá né með viðlíka sögulegar minjar og Gálgahraun.

Suðurstrandarvegur var lagður þegjandi og hljóðalaust alveg nýlega.

Vegabætur á Suðurlandsvegi hafa verið og verða á dagskrá án nokkurrar andstöðu.

Þannig mætti lengi telja.    

Ómar Ragnarsson, 24.9.2013 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband