Nýr vegur hættulegri en sá gamli !

Gálgahraunsmálið snýst um það að Vegagerðin taki sér ekki dóms- og framkvæmdavald í þessu máli, heldur verði það leitt til lykta fyrir dómstólum eins og gerist í réttarríki og siðuðu samfélagi.

Engu að síður verða einnig að liggja fyrir réttar staðreyndir um önnur atriði málsins svo sem slysatíðni og umferð. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef fengið frá Ólafi Guðmundssyni, sem er einn okkar helsti sérfræðingur í umferðaröryggismálum.

Tölur sýna að slysatíðni á núverandi vegi er ekki meiri en gengur og gerist í vegakerfinu og einnig sést, að miðað við það sem lagt er upp með varðandi nýja veginn getur slysatíðnin orðið meiri á honum en hinum gamla.

Nánar tiltekið er Álftanesvegur núverandi í 26. sæti af 50. sambærilegum vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu varðandi slysatíðni og því er í raun ósvífið að halda því fram að taka þurfi Álftanesveg fram yfir 25 aðra sambærilega vegi á höfuðborgarsvæðinu og ana út í fáránlegar framkvæmdir.  

Þegar við bætist að auðvelt er að tvöfalda núverandi veg og hafa vegrið í miðjunni eins og víða sést hér á landi, umferðin er aðeins 7000 bílar á dag en ekki allt upp í 50 þúsund bílar samtals sem er verið að tala um á nýja veginum, sést fáránleiki þessa máls.

Umferðin á Skeiðarvogi gengur alveg upp þótt þar fari 14000 bílar á dag og íbúðablokkir séu þar við og tveir skólar.

Umferðin á Miklubraut fyrir vestan Ártúnsbrekku er 90 þúsund bílar á dag og það sýnir hve óraunhæfir loftkastalarnir eru um 50 þús bíla umferð þvers og kruss um svæði, sem angar af söguslóðum og náttúruminjum og er á náttúruminjaskrá, enda njóta eldhraun sérstakrar verndar.  

 


mbl.is Vöktuðu Gálgahraun í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jæja Steini Briem....koma svo...:)

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 11:37

2 Smámynd: Már Elíson

Steini Breim...Það er verið að mana þig......

Már Elíson, 24.9.2013 kl. 11:39

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þið takið ykkur skipulagsvaldið með ofbeldi. Engin kaus ykkur til að fara með þetta vald.

Fyrirhuguð er íbúðabyggð við gamla veginn og þess vegna þarf að færa hann. Þegar Garðabær hefur ráðstafað fyrirhuguðu byggingalandi á allra næstu árum verður þarna um 10 þúsund manna byggð og nýi vegurinn verður samgöngubót með tilheyrandi öryggisstöðlum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 11:53

4 identicon

Afhverju mótmælir engin framkvæmdunum í hrauninu sunnan Hafnafjarðar? Þar eru heilu íbúðabyggðirnar og iðnaðarstarfsemi en ekki einungis einn vegspotti.

Jóhannes (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 13:15

5 identicon

Þeir eru ekki að taka sér skipulagsvaldið, aðeins að fara fram á að farið sé að lögum og eins og tíðkast í siðuðum þjóðfélögum að dómstólar skeri úr um ágreiningsmál.

Auðvitað geta verið skiptar skoðanir um hvort eigi að rústa náttúrunni eða ekki en það ætti að vera hægt að fylgja leikreglunum sem gilda í þessu landi.

Hjálmtýr (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 13:22

6 identicon

Sammála Gunnari Th

Þetta er ekki ykkar að ákveða, meginþorri landsmanna stendur ekki með ykkur. Svona yfirgangur, ofbeldi og frekja er ykkur ekki til sóma. Sömu andlitin og öllu mótmæla. Ekki lengur marktækt.

Andri (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 13:22

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Að sjálfsögðu á að leysa úr þessu fyrir dómstólum. Og það er verið að því .En þá koma einhverjar hræður og taka lögin í sínar hendur.Vitanlega á að dæma þetta lið.Ef lögregla og yfirvöld telja sig geta hlíft þessu fólki sérstaklega við ákæru þá er verið að brjóta jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar um jafnræði þegnanna.Vegagerðin hlýtur að fara fram á skaðabætur.Annað er klíkugangur,hræðsla eða eitthvað þaðan af verra gagnvart þessum lögbrjótum.

Sigurgeir Jónsson, 24.9.2013 kl. 13:28

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjallar hér með lítinn lók,
lesið aldrei hafa bók,
heimska þeirra heiminn skók,
Helgi Má að aftan tók.

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 13:39

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Myndin fjallar um baráttu bænda í Suður-Þingeyjarsýslu gegn áformum um virkjanir í Mývatnssveit sumarið 1970, sem náði hámarki þegar stífla í Miðkvísl var sprengd í loft upp."

113 lýstu verkinu á hendur sér og 65 voru ákærðir."

Kvikmyndin Hvellur forsýnd í Mývatnssveit

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 13:43

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Þjóðréttarsamningar binda aðildarríki til þess að uppfylla þær skuldbindingar sem samningurinn leggur því á herðar, líkt og almennt á við um skuldbindingargildi samninga á vettvangi samningaréttar."

Þjóðaréttur, Björg Thorarensen og Pétur Dam Leifsson, útg. 2011, bls. 160.


Fullgilding Árósasamnings - Samþykkt á Alþingi án mótatkvæða 16. september 2011

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 13:44

11 identicon

Ég er ósátt við að enda með því að greiða meiri skatta vegna tafa sem verða á framkvæmdum. Mér finnst hraunið ómerkilegt og óspennandi, þér finnst það fallegt og vilt vernda það.

Gott og vel, en með fullri virðingu fyrir þínu fegurðarskyni sem og mínu, þá kemur okkur þetta ekkert við.

Dagga (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 14:10

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.9.2013 (í dag):

"Hvar eru tölurnar sem styðja það rökum að Álftanesvegurinn núverandi sé með allra hættulegustu vegarspottum á landinu eins og hvað eftir annað er látið liggja að eða fullyrt?"

"Hversvegna veifar ekki vegamálastjóri þessum tölum? Ég hef aldrei heyrt hann nefna þær. Ekki aðra heldur."

"Getur verið að þessar tölur séu ekkert í umræðunni vegna þess að þessi stutti vegur sé ekkert sérlega hættulegur?

Þær hættur sem þar kunna að leynast er afar auðvelt að laga án þess að kasta  þúsund milljónum af fé skattborgara (ekki bara Garðbæinga) í nýjan veg  eftir endilöngu Gálgahrauni og valda óafturkræfum náttúruspjöllum."

Hvar eru tölurnar? - Eiður Guðnason Garðbæingur og fyrrverandi umhverfisráðherra

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 14:28

13 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Dagga, þér hefur ekki dottið í hug að einmitt þína og mína skatta fara í þessa stórkarlalega framkvæmd sem nýji vegurinn um Galgahraunið mun vera. Þúsund milljónir í óþarfan veg!

Úrsúla Jünemann, 24.9.2013 kl. 15:43

14 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Bara á árinu 2012 urðu 9 umferðarslys á tæplega tveggja km kafla á þessum vegi, þar af 2 alvarleg. Í öðru slysinu slasaðist 3gja ára stúlkubarn alvarlega og í hinu slösuðust 54 ára kona og 67 ára karl alvarlega.

Þetta er mjög há slysatíðni miðað við umferðina sem er þarna í dag.

http://ww2.us.is/slysakort.html

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 15:47

15 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Há slysatíðni, þrátt fyrir 70 km. hámrkshraða sem er þarna.

Svo kemur fólk með "sérfræðiálit" sitt og segir veginn óþarfann. Hafa verður í huga að búið er að skipuleggja stóra byggð á og við núverandi vegstæði og umferð mun sjöfaldast um veginn ef áætlanir ganga eftir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 15:51

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég mistaldi slysin sem urðu þarna árið 2012. Þau eru 12 en ekki 9.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 15:59

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Álftanesvegur:

Fremur lág óhappatíðni og ekkert slys á athugunartímanum.

"Hafnarfjarðarbraut/Álftanesvegur/Fjarðarbraut:"

"... aðeins eitt óhapp af 32 með meiðslum.

Þessi lága slysatíðni og lágur alvarleikastuðull vekja athygli
og draga mætti þær ályktanir að gatnamótin væru nokkuð örugg en árvekni ökumanna er ef til vill ábótavant á svæðinu."

Úttekt á umferðaröryggi þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 16:47

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú ert náttúrulega algerlega úti á túni, eins og venjulega Steini. Það er ljótt að plata fólk.

Í fyrsta lagi ertu þarna með 13 ára gamla slysaskýrslu og í öðru lagi er verið að tala um tiltekin gatnamót í tilvitnun þinni.

Slysin sem ég bendi á eru frá síðasta ári og engin gatnamót koma þar við sögu, heldur einungis vegurinn.... sem er hættulegur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 17:20

19 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023, eftir áratug, en hér bjuggu um síðustu áramót.

Og þá bjuggu 2.392 á Álftanesi, samkvæmt Hagstofunni.

Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því um 215 fleiri á Álftanesi eftir áratug.

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 17:25

20 identicon

Úrsúla þú talar um epli, og ég um appelsínur. Ég er ekki á móti því að skattar fari í vegagerð. Ég er á móti því að þeim sé eytt í að hlaupa á eftir dyntum örfárra einstaklinga sem tefja framkvæmdir.

Dagga (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 17:26

21 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Álftanesvegur:

Fremur lág óhappatíðni og ekkert slys á athugunartímanum.

Úttekt á umferðaröryggi þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 17:33

22 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Steini copy/peistar í gríð og erg en skilur ekkert. Skýringin á þessari hegðun er fundin. Hann heldur að hann geti falið heimsku sína með því að passa sig á að koma ekki með neitt frá eigin brjósti.

Ég hef víst sagt þetta áður, ég nenni ekki að eiga í skoðanaskiptum við hann. Það er algjörlega tilgangslaust.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 17:54

23 identicon

Ég var að hugsa til þessa fólks, sem kallar sig Hraunvini.

Hefur þessi fólki aldrei dottið í hug að koma að einhverju gagni fyrir þjóðfélagið og fá sér vinnu? 

En annars sagði einn kunningi minn mér um daginn að hann hefði þurft að vísa einum mótmælendana til vegar um daginn svo hann gæti farið í rétt hraun til að mótmæla  

Sumarliði (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 18:15

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gunnar Th. Gunnarsson,

Það sem þér eða mér finnst um þetta mál skiptir hér engu máli.

Og þér finnst að sjálfsögðu endursögn merkilegri en beinar tilvitnanir.

Hér hef ég vísað til að mynda í Vegagerðina, Hagstofuna, Björgu Thorarensen prófessor við Lagadeild Háskóla Íslands, Árósasamninginn og samþykkt Alþingis um samninginn.

Og ef ég hefði skrifað fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðið hefði ég að sjálfsögðu ekki birt þar skoðanir mínar á hinu og þessu í málinu.

Hvað þá skoðanir austfirsks leigubílstjóra.

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 18:15

25 Smámynd: Hvumpinn

Ók þarna framhjá í dag, það stóðu þarna að mér sýndist 7 manns í hnapp að meðtöldum 2 lögreglumönnum.  Hraunvargarnir eru greinilega fjölmennir.

Hvumpinn, 24.9.2013 kl. 18:18

26 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sumarliði,

Ég veit ekki betur en að Ómar Ragnarsson og Eiður Guðnason hafi báðir verið fréttamenn og sá síðarnefndi einnig til að mynda umhverfisráðherra.

Þar að auki býr Eiður Guðnason í Garðabæ.

Og Reynir Ingibjartsson, formaður Hraunavina, hefur til dæmis verið rithöfundur og formaður Landssambands samvinnustarfsmanna og beitti sér þar að auki fyrir stofnun húsnæðissamvinnufélaganna Búmanna og Búseta.

En allir þessir menn eru nú komnir á eftirlaunaaldur.

Hraunavinir

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 18:43

27 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bæði slysin sem nefnd eru, gátu gerst á nýja veginum. Tölur Vegagerðarinnar sjálfrar sýna að vegurinn er ekki hættulegasti kaflinn á höfuðborgarsvæðinu, heldur í 26. sæti af 50.

Ómar Ragnarsson, 24.9.2013 kl. 18:47

28 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hafa þessir 25 vegkaflar sem eru hættulegri, engin gatnamót eins og Álftanesvegurinn?

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 18:57

29 identicon

Bara til að skýra málið.   Þess tvö slys sem hér er verið að ræða höfðu ekkert með vegin sjálfan að gera, eða gatnamót.  Eina sem væri hægt að kenna veginum um er að hann er full mjór.

Fyrra slysið gerðist í mars og var framaná árekstur á nánast beinum vegi.

Hitt var mun norðar, þar sem vegstæði nýja vegarins á að hafa sameinast þeim gamla.  Það slys var í júlí með þeim hætti að bíl var ekið útaf vinstra megin.

Ég get ekki séð að neitt í veginum sem slíkum hafa haft mikið með þessi slys að gera, nema etv. ísing í fyrra tilfellinu.  Það skrifast á hálkuvarnir en ekki veginn.

Miðað við það sem ég hef séð um hönnun nýja vegarins, þá gæti bæði þessi slys alveg eins hafa gerst á honum.

Ólafur Guðmundsson (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 19:07

30 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er sjálfsagt líka hægt að segja að þau slys sem verða á hættulegustu gatnamótum landsins, geti alveg eins gerst á einhverjum öðrum gatnamótum.

Þið eruð nú meiri kallarnir

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 20:55

31 identicon

Hvers vegna er verið að neyða nýjum vegi upp á Álftnesinga sem vilja ekkert með hann hafa.?

Ég hélt að eitthvað annars staðar á Höfuðborgarsvæðinu þyrfti frekar að endurbæta umferðarmannvirki?

Tal um tíu þúsund manna byggð við gamla veginn er alveg út í hött? Hvaðan á það fólk að koma, þegar unga fólkið flykkist úr landi. Eftir tíu ár þá má kallast gott ef íslendingar verða ekki nokkru færri en nú er.

óli (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 21:15

32 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Án þess að búið væri að ganga frá nokkrum hlut varðandi lagningar nýrra tók bæjarstjórn Garðabæjar þá áhættu að gefa húsbyggjendum við Álftanesveg skriflega tryggingu fyrir því að vegurinn yrði ekki breikkaður. Sem sagt: Hliðstæða við "Túrbínutrixið" frá 1970, þegar stjórn Laxárvirkjunar keypti svo stórar túrbínur í Laxárvirkjun, að það yrði óhjákvæmilegt að virkja, þótt ekki hefði verið gengið frá neinu varðandi það.

Sigurður Gizurarson lögmaður "sprengjumanna" taldi að Laxárvirkjunarstjórnin ætti að bera ábyrgð á því að taka þessa áhættu en ekki þeir sem ætti að stilla upp við vegg.

Sama á við um áhættu stjórnar Garðabæjar varðandi tvöföldun eða 2+1 veg í núverandi vegarstæði.

Ómar Ragnarsson, 24.9.2013 kl. 22:27

33 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Athugasemd #5 í næsta pistli Ómars á eftir þessum, frá Elíasi Bjarnasyni, ætti fólk að lesa

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 22:56

34 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ágreiningsmálin um þennan veg verða víst ekki leyst öðruvísi en í gegnum dómsstóla, samkvæmt lögum og réttlæti. Alla vega hélt ég að til þess væru dómsstólar. Með lögum skal land byggja. Varla verður vegurinn fjarlægður, ef Hraunavinir vinna dómsmálið? Eða hvernig fer svona skipulag fram,"lögum samkvæmt"?

Það er mikil slysatíðni á gatnamótum Reykjavíkurvegar og Hraunbrúnar í Hafnarfirði, (hjá Krónunni). Ef á að nota slysatíðni sem rök í forgangsröðuninni, þá væri nær að Vegagerð Ríkisins framkvæmdi einhverjar endurbætur þar, í staðinn fyrir kvartmílubraut í gegnum sögulegt og fallegt hraun.

Forgangsröðun í vegagerðarmálum á Íslandi er oft stórfurðuleg, svo ekki sé meira sagt. Sum landssvæði hafa ekki einu sinni vetrarfæran veg, og malbik er eitthvað sem ekki hefur verið ofnotað á nokkrum stöðum á landinu. Ferðamenn sem koma hingað til lands, reikna eflaust með að sæmilega bílfærir vegir séu á þeim ferðamannastöðum, sem auglýstir eru dýrum dómi. Ekki góð auglýsing að senda ferðamenn í einhverjar ófærur. Það ættu væntanlega að vera forgangs-réttindi heildarinnar, að allir hafi gott vega og netsamband á Íslandi.

Útlendingar sem koma til Íslands vilja ekki keyra hálfófæra vegi að náttúruperlum landsins, og koma örugglega ekki hingað til að skoða álver, né rándýra gæluverkefna-vegi ofdekraðra valdamanna. Það þori ég að fullyrða.

Græðgi Íslenskra Aðalverktaka er farin úr böndunum enn einu sinni á Íslandi. Græða í dag og á morgun, gjaldþrota hinn daginn, og afskriftirnar borga stritandi og bankarændir launþegar og kennitölu-traust fyrirtæki.

Skammarlegt og siðlaust!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.9.2013 kl. 13:08

35 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Nýi vegurinn er ekki til. Hvernig vitiði hvort hann er hættulegri?

Ásgrímur Hartmannsson, 25.9.2013 kl. 16:38

36 identicon

Áfram Ómar og Hraunvinir. Meirihlutinn stendur pottþétt með ykkur í þessu máli. Stöðugt fleiri eru að átta sig á málinu. Þessi vegur verður ekki lagður !!

Sigurgeir (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 22:01

37 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Bendi ykkur á nýjustu facebook-færslu mína um tölur um slysatíðni Álftanesvegar.

Ómar Ragnarsson, 26.9.2013 kl. 00:01

38 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessar tölur liggja fyrir hjá Samgöngustöfu, öllum aðgengilegar.

Þið segið "Sambærilegum vegarköflum".

Eruð þið þá að tala um tæplega 4 km kafla með engum gatnamótum, eins og Álftanesvegurin er? Hef grun um að svo sé ekki. 

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.9.2013 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband