Sjálfstæðiskjósendur oft stærsti náttúruverndarhópurinn.

Í skoðanakönnun um Kárahnjúkavirkjun 2002 var stærsti flokkspólitíski hópurinn hvað höfðatölu snerti og kvaðst andvígur virkjuninni, þeir sem kváðust jafnfram myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn  .

Sama var uppi á teningnum í skoðanakönnun varðandi það að gera Miðhálendið að þjóðgarði.

Þess vegna má aldrei alhæfa um skoðanir Sjálfstæðismanna um þessi mál og tilvist Sjálfstæðra umhverfissinna er alveg sérstakt fagnaðarefni fyrir mig, mann sem hefur haft þrjá vinnuveitendur í gegnum tíðina, sem ég vann lengst hjá, en það eru RUV, Stöð 2 og Sjálfstæðisflokkurinn. 


mbl.is Vilja endurskoða skipulag vegarins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

18.9.1999:

"Eyjabakkasvæðið er á margan hátt sambærilegt við Þjórsárver við Hofsjökul og eru bæði talin með merkustu hálendisvinjum Íslands.

Sá er þó munurinn að Þjórsárver hafa verið friðlýst um aldur og ævi en Eyjabakkar dæmdir til að kaffærast í jökullóni Fljótsdalsvirkjunar."

Dagbókarslitur af heiðum og hálendi - Matthías Johannessen fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 18:49

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skoðanakönnunin sem þú vitnar í Ómar, var gerð áður en vitræn umræða um málið komst að.

Skoðanakannanir sem síðar voru gerðar drógu upp allt aðra mynd af skoðunum og vilja fólks.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 19:18

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Þetta hefur sem sagt allt saman breyst eftir að hin "vitræna umræða" Gunnars Th. Gunnarssonar hófst um þetta mál:

"Við förum þess því góðfúslega á leit við bæjarfélagið að sú veghönnun sem snýr að þessu svæði verði endurskoðuð og sérstök áhersla verði lögð á vernd náttúrunnar og þeirrar fegurðar sem meðal annars birtist í hinum sérstæðu hraunmyndunum Gálgahrauns.

Verndargildi Gálgahrauns er ótvírætt
, enda skráð á náttúruminjaskrá og að hluta til friðlýst.

Þarna eru merkilegar jarðmyndanir, gróðurfar og fuglalíf, ásamt hinni fornu Fógetagötu og Gálgakletti, hinum forna aftökustað sem hraunið dregur nafn sitt af."

Vilja endurskoða skipulag Álftanesvegar

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 19:36

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég held að allir hefðu stutt heils hugar aðra útfærslu á þessum vegi ef hún hefði verið raunhæf og jafngóð og núverandi áætlun gerir ráð fyrir.

En ég á nú ekki von á að hugmyndir græningja séu raunhæfar, hvorki í vegamálum né öðrum hátæknilegum framkvæmdum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.9.2013 kl. 20:52

5 identicon

Sjálfstæðismenn geta líka haft rangt fyrir sér og ekki sett sig inní málavöxtu eins og virðist vera með þessa svokölluðu ,,sjálfstæðu nátturverndarsinna''! Þeir hafa því miður lapið upp rangfærslurnar í 'Omari og ´felögum og virðast trúa því að leggja eigi 4 akreina veg yfir Gálgakletta! Eins og Ómar, og allir aðrir forsvarsmenn Hraunavina vita og hafa margoft verið minntir á, þá er Gálgahraun friðað og var það gert fyrir tilstilli meirihluta bæjarstjórnar Garðabæjar fyrir nokkrum árum! Jafnframt er vegstæðið sem einn forsvarsmanna hópsins lét varpa upp í viðtali í Kastljósi, fyrir um viku síðan, gamlar tillögur sem fyrir alllöngu síðan hafa verið felldar út, m.a. vegna ábendinga frá náttúrverndarsinnum! Hraunavinum finnst greinilega betra að veifa röngu tré en öngvu! Þeir hafa ekki skirrst við það að fara með ósannindi aftur og aftur og því miður virðist fjölmiða-elítan líta svo á að þetta sé bara flott, hafa svolítið skúbb á hverjum degi og viðtöl við fræga og fyrrverandi sem síður en svo leiðist að láta ljós sitt skína ! Þá er það kúnstugt að ,,náttúrverndarsinninn'' Ómar skuli á hverjum degi leyfa sér að aka utanvegar til að komast að vinnusvæðinu við Garðastekk, fram hjá stóru grjóti, sem sett var í miðjan gamlan slóða sem lá niður á stekkinn! Grjót þetta er búið að vera á þessum stað í nokkur ár til að varna því að ekið sé inná viðkvæman gróður við Garðastekk. Grróðurspjöll vegna aksturs Ómar (og hugsanlega annara) eru skammarleg en svo virðist að tilgangurinn helgi meðalið! Hann hefur kannski fengið undanþágu hjá fyrrverandi umhverfisráðherra? Eins og allir vita sem vilja vita þá er er veglagningin tilkomin vegna þess að núverandi vegur uppfyllir á engan hátt kröfur um umferðaöryggi, auk þess sem hann klífur í sundur núverandi byggð og framtíðar byggingaland! Sú hugmynd að endurbæta núverandi veg í núverandi vegstæði gengur ekki, það er búið að skoða þann möguleika og það vita svokallaðir hraunavinir ósköp vel eftir alla þá fundi sem haldnir hafa verið með þeim og fulltrúum Vegargerðar og sveitarfélags! Umfang þessa nýja vegar er mun minna en hraunavinir vilja vera láta, og fer að sjálfsögðu ekki í gegnum Gálgahraun (enda er það friðað), heldur í gegnum Garðahraun. Við sem leið eigum um Álftanesveg daglega, allt árið um kring höfum beðið þolinmóð eftir vegbótum,  og nú þegar loks eigir í að nýr öruggari vegur verði að veruleika, þá skal umferðaöryggistalsmaðurinn Ómar Ragnarson skipa sér í forystusveit fólks úr öðrum sveitafélögum og berjast fyrir því að komið verði í veg fyrir nýjan veg. 'omar lét hafa eftir sér að hraunið væri einsog ungabarnið sitt og þeirra sem hyggjast standa vörðinn! Þessu er til að svara að við, sem viljum nýjan veg, eigum líka börn sem þurfa að ferðast um núverandi veg alveg einsog við foreldrarnir! Okkur er meira umhugað um öryggi barnanna okkar heldur en ræmu af hrauni! Til halds og traust og faglegra ráðlegginga hafa hraunavinir fengið lögmanninn Skúla Bjarnason í lið með sér, en eins og kunnugt er hafði Skúli forgöngu um að leggja inn stjórnsýslukæru fyrir hönd bróður síns, (sem er nýbúi í Prýðahverfi) vegna fyrirhugaðra framkvæmda fyrir um ári síðan. Krafist var þess að hætt yrði við framkvæmdina en til vara að vegstæðið yrði fært norðar (þ.e. inní Gálgahraun, já Gálgahraun, hraunið sem Ómar og félagar segjast vera að berjast fyrir)! Kæru þessari var að endingu vísað frá en málavafstrið mun sennilega hafa tafið allt ferlið um hálft ár!  Mér finnst það því vera hræsni og móðgun við okkur sem bíðum eftir vegbótum að þurfa að horfa uppá og hlusta á rakalausan málflutning Ómars og annara frægra og fyrrverandi.

Elías Bjarnason (IP-tala skráð) 24.9.2013 kl. 21:24

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Álftanesvegur liggur í apalhrauni (Garðahraun, Gálgahraun) með þunnri gróðurþekju." (Bls. 19.)

"Verkkaupi hefur gert ráð fyrir svæði undir efnisvinnslu í Gálgahrauni við nýjan Álftanesveg milli Garðaholtsganga og Garðastekksganga." (Bls. 17.)

"Þá skal forskera berg í bergskeringum í vegi gegnum Gálgahraun þar sem því verður við komið ..." (Bls. 35.)

Vegagerðin - Álftanesvegur (415) - Útboðslýsing

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 21:48

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í náttúruverndarlögum, sem tóku gildi 1. júlí 1999, eru tilgreindar landslagsgerðir sem njóta sérstakrar verndar.

Þar kemur fram að eldhraun runnin á nútíma [...] á borð við Garðahraun/Gálgahraun eru þar á meðal og forðast skuli röskun á þeim eins og kostur er."

"Gálgahraun er kennt við Gálgaklett, þríklofinn hraunstand nyrst í hrauninu."

"Samkvæmt náttúruminjaskrá afmarkast Gálgahraun af núverandi Álftanesvegi að sunnan en hraunjöðrunum að austan og vestan.

Framkvæmdasvæðið
, sem fjallað er um í matsskýrslu þessari, er því að stórum hluta innan svæðis sem er á náttúruminjaskrá."

"Framkvæmdirnar munu því rýra verndargildi hraunsins sem svæðis á náttúruminjaskrá, auk þess sem eldhraun njóta sérstakrar verndar samkvæmt náttúruverndarlögum."

"Garðahraun/Gálgahraun er sennilega stærsta hraunið sem enn er ósnortið í miðju þéttbýli á Innnesjum og verndargildi þess er ótvírætt sem slíkt."

Vegagerðin - Nýr Álftanesvegur - Mat á umhverfisáhrifum, janúar 2002

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 21:52

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Álftanesvegur:

Fremur lág óhappatíðni og ekkert slys á athugunartímanum.

Úttekt á umferðaröryggi þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 21:53

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023, eftir áratug, en hér bjuggu um síðustu áramót.

Og þá bjuggu 2.392 á Álftanesi, samkvæmt Hagstofunni.

Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því um 215 fleiri á Álftanesi eftir áratug.

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 21:55

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég vísa til næsta pistils míns á undan þessum varðandi umferðaröryggi núverandi vegar og samanburð við loftkastalaveginn, sem fyrirhugaður er.

Varðandi meint umhverfisspjöll mín væri kannski betra að hann skryppi að vinnustæðinu við Garðastekk og tæki myndir af meintum umhverfisspjöllum mínum. Ég skal með ánægju birta þær myndir hér á síðunni fyrir hann.

Ómar Ragnarsson, 24.9.2013 kl. 22:01

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

24.9.2013 (í dag):

"Hvar eru tölurnar sem styðja það rökum að Álftanesvegurinn núverandi sé með allra hættulegustu vegarspottum á landinu eins og hvað eftir annað er látið liggja að eða fullyrt?"

"Þær hættur sem þar kunna að leynast er afar auðvelt að laga án þess að kasta  þúsund milljónum af fé skattborgara (ekki bara Garðbæinga) í nýjan veg eftir endilöngu Gálgahrauni og valda óafturkræfum náttúruspjöllum."

Hvar eru tölurnar? - Eiður Guðnason Garðbæingur og fyrrverandi umhverfisráðherra

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 22:01

12 Smámynd: Þorsteinn Briem

Afar djúpir Elíasar,
allir eru fullir vasar,
æði mikið þursinn þrasar,
þöngulhaus um ráð fram rasar.

Þorsteinn Briem, 24.9.2013 kl. 22:30

13 Smámynd: Jón Þórhallsson

Ef þú gæti farið aftur á bak í tímann; nokkur ár fyrir tíma Kárahnjúkavirkjunnar og breytt sögunni.

=Myndir þú þá kjósa xd ?

Var það ekki m.a. Geir Haarde sem skrifaði undir framkvæmdina

Jón Þórhallsson, 25.9.2013 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband