25.9.2013 | 20:59
Reyndur og farsæll fagmaður.
Ég vann á sínum tíma með Gísla Marteini Baldurssyni á fréttastofu Sjónvarpi og líkaði vel við hann þá og alla tíð síðan. Skiptar skoðanir okkar í flugvallarmálinu hafa engin áhrif á það.
Gísli var góður fagmaður sem gætti þess að hafa í heiðri þá reglu fréttamanna að skilja skoðanir sínar eftir heima þegar hann fór í vinnuna.
Hann var með ágæta spjallþætti og því að mínum dómi hið ágætasta mál að fá hann á ný til starfa hjá RUV þar sem hann getur notað reynslu sína og áhuga á dagskrárgerð.
Gísli Marteinn hættir í borgarstjórn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hann er bæði hreinn og beinn,
hann er næstum ætur,
hann er Gísli hann Marteinn,
hann er afar mætur.
Þorsteinn Briem, 25.9.2013 kl. 22:19
Margir stynja af stöðvaglápi,
störu og líka rásarápi.
En húsfrú, hverja ég þekki,
hrærði skrápinn í kekki,
illa haldin af fréttasnápi!
http://www.visir.is/apps/pbcs.dll/article?AID=2013130929419
Þjóstólfur Sálhugi (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 10:55
Efalaust er ágætur hann Gísli
en erfiður er borgarstjórnar svarrinn
Vallarmálið varð að tómu rísli
og vafamál hann nái að sigra Gnarrinn
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 13:13
Beggja hagur, Páls og Gísla.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.9.2013 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.