"Ríkið, það er ég!" Svona á að stjórna landinu.

IMG_1154Nýtt orðfæri varð til þegar einvaldur Frakklands mælti ofangreind orð fyrir nokkrum öldum.

Nú virðist það hafa fengið endurlífgun í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu: "Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið að afturkalla lög um náttúruvernd..."

Málið dautt. Hæstráðandi afturkallar lög sem Alþingi hefur samþykkt eins og að drekka vatn. Löggjafarvaldið er einvaldsins. Svona á að stjórna landinu.

Svipað orðfæri var notað fyrir tveimur dögum. Vegamálastjóri sagði þá ítrekað og segir enn að hann muni vinna mál, sem er fyrir dómstólum og því sé engin þörf á að biða eftir þeim dómi, heldur farið áfram á fullu í að valda óbætanlegum skemmdum á náttúruverðmæti.

Málið dautt. Hæstráðandi hefur talað. Dómsvaldið er hans. Svona á að stjórna landinu.

Valdmennirnir höfðu framkvæmdavald en með því að taka sér dómsvald og löggjafarvald líka er einræðið fullkomnað. Svona á að stjórna.  

Það er alltaf gott að vita hver ber hina endanlegu ábyrgð og hefur endanlegt vald. Ísienskir aðalverktakar eru að vísu að störfum í Gálgahrauni, en eigandi ÍAV er svissneska fyrirtækið Marti Holding AG.

Til þess að sinna upplýsingaskyldu um Gálgahraunsmálið hefur verið sett upp upplýsingaskilti á deilusvæðinu sem meðfylgjandi mynd er af.

Til vinstri á myndinni er endir á kílómeters langri  moldarhrúgu, sem búið er að moka upp, þar næst kemur upplýsingaskiltið, - Bessastaðir eru í bakgrunni en til hægri eru gröfurnar og hraunið sjálft.  

 


mbl.is Lög um náttúruvernd afturkölluð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Gíslason

Ég er ánægður að reglur réttarríkisins er að ákærur fresta ekki löglegum framkvæmdum. Ef þær gerðu það þá gætu hópar ávallt verið í kæruferlum til þess eins að fresta löglegum framkvæmdum sem eru búnir að fara í gegnum alla opna umsagnarferla.

Voðaleg málefnafátækt er það ef eignarhald IAV séu rök gegn framkvæmdinni eða til að róta upp efa.

Ég óska ykkur alls hins besta, en þið ættuð bara að fara að hætta þessu brasi í hrauninu og koma ykkur heim og fá ykkur heitt kaffi og kakó. Og aka svo seinna um hin glæsilega veg sem þarna mun liggja við hliðina á hinu friðlýsta Gálgahrauni.

Gísli Gíslason, 25.9.2013 kl. 12:16

2 identicon

Sæll Ómar.

L'Etat, c'est moi, mælti sólkonungurinn á sinni tíð.

Hygg að vegamálastjóri geti tæpast hafa viðhaft orð í
þá veru sem þú nefnir en formlega að lögum
hefur hann heimild til að halda áfram verki þessu
þar til dómur gengur í málinu.

Húsari. (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 12:29

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ég vissi ekki að peningar fyrir nýjum Álftanesvegi væru til í ríkiskassanum.

Og engin ástæða til að láta Landspítalann fá þessa peninga.

Þorsteinn Briem, 25.9.2013 kl. 13:09

4 identicon

Tek undir með Gísla Gíslasyni og Húsara.

Það færi vel sumir þekktu sinn vitjunartíma.

Sigrún Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 25.9.2013 kl. 20:30

5 Smámynd: Þorsteinn Briem

5.10.2011:

"Sveitarfélagið Álftanes fær milljarð úr jöfnunarsjóði sveitarfélaga á næstu þremur árum með því skilyrði að það sameinist öðru sveitarfélagi."

"Skuldir Álftaness og skuldbindingar eru um 7,5 milljarðar króna."

"Eftir niðurfellingar verða skuldir Álftaness um 3,5 milljarðar króna, sem er um 250% af árlegum tekjum sveitarfélagsins."

Skuldir Álftaness afskrifaðar


Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofu Íslands búa hér á Íslandi um 9% fleiri árið 2023, eftir áratug, en hér bjuggu um síðustu áramót.

Og þá bjuggu 2.392 á Álftanesi, samkvæmt Hagstofunni.

Samkvæmt mannfjöldaspánni búa því um 215 fleiri á Álftanesi eftir áratug.

Þorsteinn Briem, 25.9.2013 kl. 20:44

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Álftanesvegur:

Fremur lág óhappatíðni og ekkert slys á athugunartímanum.

Úttekt á umferðaröryggi þjóðvega á höfuðborgarsvæðinu - Vegagerðin

Þorsteinn Briem, 25.9.2013 kl. 20:46

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

25.9.2013 (í dag):

"Það er engin ástæða til að ráðast í vegarlagningu í gegnum Gálgahraun vegna slysa á Álftanesvegi.

Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi."

European Road Assessment Programme (EuroRAP) - Safer Roads


"Ólafur nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að margir vegir og vegarspottar séu með mun hærri slysatíðni en þessi kafli Álftanesvegar."

"Ólafur hefur skoðað umferðaróhöpp á þeim kafla Álftanesvegar sem eigi að færa.

Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum
en 2 alvarleg slys, 15 óhöpp þar sem minniháttar meiðsli hafi orðið og 55 sinnum eignatjón.

"Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar en í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Og á nýja veginum er ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafa á Álftanesvegi," segir Ólafur."

Nýr Álftanesvegur bætir ekki umferðaröryggi - Varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og tæknistjóri European Road Assessment Programme - Safer Roads

Þorsteinn Briem, 25.9.2013 kl. 21:41

8 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Vísa til facebook síðu minnar um úttekt Ólafs á 12 ára kafla frá 2000 til 2011.

21. vegarkafli á höfuðborgarsvæðinu er með meiri slysatíðni en Álftanesvegur og 301 vegarkafli á landinu með meiri slysatíðni.

Ómar Ragnarsson, 25.9.2013 kl. 23:10

9 identicon

Sem einhver sem er alinn upp á Álftanesi og hefur keyrt þennan veg mörg þúsund sinnum, þá tel ég mig nokkuð hæfan að tjá mig um þessi mál:

Eftir framkvæmdir sem fóru fram fyrir nokkrum árum er EINN smá kafli í Álftanesveginum sem er hættulegur, en það er Hrafnistu afleggjarinn. Og Byggðarþróun á svæðinu er með því móti að ekki er hægt að laga þann kafla lengur. þessi kafli eru um 60-200 metrar af rúmlega 6 km löngum vegi.
Að þessum kafla undanskildum eru vegurinn það öruggur að flest slys sem geta, hafa og munu gerast annað hvort vegna slæms viðhalds bifreiðanna(lélegar bremsur, slæm dekk osfrv), óvenjulegum veðurfræðilegum ástæðum eða heimsku bílstjóranna (hraðakstur, ölvunarakstur og annað í þeim dúr).....það þarf ekki þennan veg.

Tilgangurinn helgar ekki meðalið

Helgi Ingason (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband