27.9.2013 | 16:58
Land og þjóð sem æpir á aðstoð.
Í tveimur ferðum um Eþíópíu þvera og endilanga 2003 og 2006 sá ég hve stóru hlutverki þekking okkar Íslendinga gæti gagnast þessari örfátæku þjóð sem býr í landi með miklar orkulindir.
Frá norðri til suðurs liggur stórt misgengi eftir landinu með mikla jarðvarmaorku á sama tíma sem úr milljónum strákofa í þorpum landsins streymir reykur af brennslu kurls, sem hoggið er úr kjarr- og skóglendi í landi, þar sem ríkir mikil gróður- og jarðvegseyðing.
Það er því sérstakt fagnaðarefni að íslensk þekking verði að útflutningsvöru til þessarar nauðstöddu þjóðar, þar sem þjóðartekjur á mann eru 300 sinnum minni en á Íslandi.
500 milljarða fjárfesting í Eþíópíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nú kemur sér vel að hafa fengið að æfa sig á Íslandi
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.9.2013 kl. 21:55
Ég er alveg sammála því, en því miður hefur allt of oft ekki verið farið eftir því hér á landi sem okkar góðu vísindamenn á þessu sviði segja.
Ómar Ragnarsson, 28.9.2013 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.