27.9.2013 | 17:01
Hafið þið séð svartan kött með...?
Stundum eru það smáir hlutir sem verða að aðalfréttaefni daganna. Þannig var það um læðuna Nuk, sem slapp úr einkaþotu á Reykjavíkurflugvelli í vikunni.
Þetta snerti hvern einasta Íslending og allir spurðu alla: "Hefurðu séð svartan kött með hvítum blett sem mjálmar með dönskum hreim?"
Kátur kattareigandi þakkar Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Kötturinn þar tungum tveim,
talar Nuk með dönskum hreim,
dregur einnig soldið seim,
af Sigmundi hann ber nú keim.
Þorsteinn Briem, 27.9.2013 kl. 17:48
Ég verð nú bara að segja það að fyrst hún (Kattarkonan!) vissi að kattarræfillinn færi aldrei langt frá heimili sínu, (í þessu tilfelli heilli einkaþotu!!) þá hefði hún átt að upplýsa það strax við alla eins og t.d. björgunarsveitarfólkið allt sem gekk þarna um stórt svæði leitandi að kattarræflinum í lengri lengri tíma, enn svo af því hún fann kattaræfilinn sjálf, þá gleymir hún öllu þessu björgunarsveitarfólki um leið og dettur ekki í hug að þakka þeim fyrir sem hún hefði svo sannarlega átt að gera og styrkja einnig björgunarsveitirnar með einhverjum hluta af þessu fé sem búið var að lofa í fundarlaun, þó tvöfalt hefði verið því að þetta eru bara smáaurar hjá svona ríku fólki sem ferðast um í einkaþotu um heim allan og það með kattarræfilinn með sér sem finnst hann vera heima hjá sér eða eitthvað slíkt þegar hann er kominn um borð í þotuna og étur og drekkur glaður eins og eigandinn sjálfur segir frá!!!!!
pallinn1 (IP-tala skráð) 28.9.2013 kl. 00:52
Þorsteinn Briem, 1.10.2013 kl. 23:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.