Mágkona mín sagði prestinum sjálf hvað hún ætti að heita.

Það er sjálfsagt sjaldgæft að menn séu rígfullorðnir þegar þeir eru skírðir en þess eru líka dæmi að barnið, sem átti að skíra, sagði sjálft, hvaða nafn það ætti að bera. Mágkona mín, Anna Jóhannsdóttir, var orðin fimm ára þegar hún var skírð og henni var gefið nafn.

Presturinn spurði hvað hún ætti að heita og hún svaraði því skilmerkilega sjálf. Hún hafði aðeins verið kölluð Bíbí fram að því og hefur verið kölluð það alla tíð.

Helga, konan mín, var kölluð Stella þangað til hún var skírð og þegar dótturdóttir okkar, yngri dóttir Jónínu var skírð, fékk hún nafndið Stella Björg, en hin amma hennar heitir Guðbjörg.


mbl.is Haldið undir skírn í eigin brúðkaupi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"2. gr. Skylt er að gefa barni nafn innan sex mánaða frá fæðingu þess.

Barn öðlast nafn við skírn
í þjóðkirkjunni eða skráðu trúfélagi eða með tilkynningu um nafngjöf til Þjóðskrár Íslands, prests eða forstöðumanns skráðs trúfélags eða lífsskoðunarfélags eða til einstaklinga sem starfa í umboði forstöðumanns skráðs trúfélags eða lífsskoðunarfélags og fengið hafa löggildingu ráðuneytisins."

Lög um mannanöfn nr. 45/1996


"Þegar barn fæðist er það skráð í þjóðskrá og fær þá kennitölu.

Ljósmæður senda fæðingarskýrslur til Þjóðskrár Íslands, hvort sem fæðing fer fram á sjúkrahúsi eða í heimahúsi."

"Þjóðskrá Íslands getur við ýmsar aðstæður leyft breytingu á eiginnafni, millinafni og/eða kenninafni ef skilyrði mannanafnalaga eru uppfyllt."

Skráning nafns í þjóðskrá

Þorsteinn Briem, 6.10.2013 kl. 02:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband