Hrunið var raunverulegt, ekki "svokallað" hrun.

Sérkennilegt er að sjá menn halda því fram að Hrunið hafi ekki verið raunverulegt heldur "svokallað" hrun og "peningaleg froða".

Þvert á móti var Hrunið áþreifanlegt. Þúsundir milljarða króna peningalegt tap hafði yfirfærst í fastar eignir og neyslu. Hið tilfinningalega tjón og sársauki sem fylgdi Hruninu, verður að vísu ekki metinn til fjár, en um hann gildir ekki viðskeytið "svokallaður", -  sársaukinn og andlegar þjáningar voru raunverulegar.  

Gott dæmi um þetta er Harpan. sem má telja verða örlítinn hluta af því, sem fólst í Hruninu.

Færð hafa verið að því rök að 40% af byggingarkostnaði Hörpunnar hafi komið frá sparifjáreigendum/fjármagnseigendum, - flestum í öðrum löndum, sem trúðu á "íslenska efnahagsundrið" og sátu eftir með sárt ennið, ýmist hafandi tapað stórum hluta eða öllu eigum síðum á sama tíma og húsið var að rísa. Þúsundir urðu gjaldþrota og í þeirra augum var Hrunið raunverulegt og viðskeytið "svokallað" ekki viðeigandi, heldur móðgun.

40% af Hörpunni eru svo sannarlega áþreifanleg í steinsteypu, járni, gleri og öðrum föstum efnum, en ekki "peningarleg froða."

Þegar allar Hörpurnar, stórar og smár í formi bygginga, tækja, neysluvara og framkvæmda sem urðu til í aðdraganda Hrunsins eru taldar saman og vegnar á móti þúsunda milljarða króna tapi, er ekki aðeins hægt að tala um raunverulegt Hrun í efnalegum skilningi heldur líka í siðferðilegum efnum.

Nei, Hrunið var ekki "froða".

Og orðið "svokallað" sem sumum þykir henta að setja fyrir framan heitið "Hrun", að því er virðist til þess að verðfella það og gera lítið úr því, ber vitni um viðleitni til þess að koma sér hjá því að horfast í augu við hinar miklu efnalegu og siðferðilegu hamfarir sem fólust í Hruninu, og þar með að auðvelda það að byrja á sama ballinu aftur, safna nýju efni í þann bálköst sem brennur í hruni á borð við það sem varð fyrir réttum fimm árum.    


mbl.is Hrunið eins og náttúruhamfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Samkvæmt OECD er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna bankahrunsins 2008 sá mesti sem nokkurt ríki tók á sig í bankahruninu, að írska ríkinu undanskildu.

Stofnunin segir að þyngsta höggið hafi átt sér stað nokkru fyrir hrun þegar Seðlabanki Íslands lánaði gömlu bönkunum gegn veði af vafasömum gæðum, ástarbréfin svokölluðu, sem aðallega voru kröfur á aðra íslenska banka."

Ástarbréf Seðlabanka Íslands voru þyngsta höggið í hruninu

Þorsteinn Briem, 6.10.2013 kl. 03:20

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn voru í ríkisstjórn og Tómas Ingi Olrich var menntamálaráðherra 11. apríl 2002:

"11. apríl 2002 náðist sá stóri áfangi að samningur um byggingu tónlistarhúss og ráðstefnumiðstöðvar var undirritaður af fulltrúum ríkis og borgar.

Stefnt var að einkaframkvæmdarútboði í árslok og að framkvæmdir gætu hafist árið 2004.

Áætlaður heildarkostnaður var sagður tæpir 6 milljarðar króna.

Ríkið greiddi 54% og borgin 46%."

Þorsteinn Briem, 6.10.2013 kl. 03:40

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

Katrín Ólafsdóttir lektor í hagfræði - Viðskiptablaðið 26. apríl 2007:

"Á árunum 2004 og 2005 var hagvöxtur hér á landi yfir 7% tvö ár í röð.

Samkvæmt mati Seðlabanka Íslands var hins vegar slaki í þjóðarbúskapnum á árinu 2003 og framleiðsla því undir framleiðslugetu.

Uppbygging á þessum árum var mikil og aukning fólksfjölda hröð. Því var ekki óeðlilegt að gera ráð fyrir að hagkerfið myndi þola hagvöxt umfram 3%, allavega um tíma.

Þróunin var hins vegar sú að strax á árinu 2004 var slakinn horfinn og gott betur. Því leiddi megnið af 7% hagvextinum á árinu 2005 til aukningar á þenslu.

Þar var því um að ræða hagvöxt umfram framleiðslugetu, sem er því ekki vöxtur til frambúðar.

Afleiðingin af þessu hagvaxtartímabili blasir nú við, þar sem viðskiptahalli hefur aldrei verið meiri í sögu þjóðarinnar, mælist fjórðungur af landsframleiðslu, og verðbólga nálgast 8%, að undanskilinni skattalækkun.

Atvinnuleysi mælist varla og þvert á móti hefur innflutningur vinnuafls aldrei verið meiri.

Með öðrum orðum, ójafnvægið í þjóðarbúskapnum er gífurlegt og öllum ætti að vera ljóst að þetta ástand stenst ekki til frambúðar."

Þorsteinn Briem, 6.10.2013 kl. 03:48

4 Smámynd: Snorri Hansson

Sama gerð af "peningamönnum" kaupa alla banka landsins og sanna "snilli" sína sem "fagmenn" í bankarekstri. Detta í rýmingar lán á dollurum sem setja þá alla á hausinn 5 árum síðar og rústa um leið fjárhag landsins og æru þjóðarinnar. Síðan var reynt að dreifa sökinni yfir á almenning með fullyrðingum eins og "Það keyptu sér allir flatskjá !" Þrátt fyrir mikla ýtni, áróður og auglýsingar voru það til tölulega fáir sem yfirfjárfestu í húsnæði og bílum.

Harpan er aftur á móti dæmi um það þegar fáeinir menn sem fá að leika sér með peninga annarra, missa stjórn á sér í bruðli og snobbi. Sama má t.d. sjá í dag við gerð göngubrúa í Reykjavík.

Snorri Hansson, 6.10.2013 kl. 03:53

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þegar ríkisstjórn gerir ekkert í 4 ár fær hún rauða spjaldið eins og gerðist 27 apríl.

Þinn flokkur tapaði 16,9 % atkvæða og 11  af 20 þingsætum og mun eflaust aldrei aftur verða nema 12 % vinstri - flokkur  

Óðinn Þórisson, 6.10.2013 kl. 09:45

6 identicon

Sumir nenna ekkert að Gaumgæfa hrunið lengur, enda er það orðið 5 ára...

http://www.dv.is/frettir/2013/10/6/milljardar-krona-i-rannsoknir-sem-engu-skila/

Þjóstólfur (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 11:49

7 identicon

Hæst er fall úr háum söðli. Heimilin eru ekki hætt að bíta. Þau eru svekkt og svikin og bíða með opið ginið...fram að áramótum....

Hrúturinn (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 12:24

8 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Ingibjörg Sólrún stóð að töf við að brugðist skyldi við bankahruninu með því að leggja á flótta undan sjálf síns vitleysu. 

Við fengum i hennar boði Jóhönnu og Steingrím.  Allt sem þau gerðu var í boði Ingibjargar Sólrúnar og upppumpaða sykursnúðsins sem mataði krókinn suður í Evrópu við samninga gerð sem aldrei var í boð.     

Hrólfur Þ Hraundal, 6.10.2013 kl. 13:35

10 Smámynd: Þorsteinn Briem

Verðbólga hér á Íslandi í janúar 2009: 18,6%.

Verðbólga hér á Íslandi í apríl 2013: 3,3%.

Hagvöxtur
hér á Íslandi árið 2009: Mínus 6,7%.

Hagvöxtur hér á Íslandi árið 2012: Plús 1,4%.

Halli á ríkissjóði
Íslands árið 2008: 216 milljarðar króna.

Halli á ríkissjóði Íslands árið 2012: 36 milljarðar króna.

Þorsteinn Briem, 6.10.2013 kl. 15:36

11 Smámynd: Þorsteinn Briem

29.4.2013:

"Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í framboðsræðu til formanns á landsfundi flokksins árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi og það væri eitthvað sem hún gæti ekki sætt sig við.

Þessi ummæli Hönnu Birnu hafa verið rifjuð upp í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fékk 26,7% í kosningunum á laugardaginn, sem er næstminnsta fylgi flokksins í sögunni."

Hanna Birna sagði árið 2011 Sjálfstæðisflokkinn pikkfastan í 36% fylgi - Vildi setja markið miklu hærra

Þorsteinn Briem, 6.10.2013 kl. 15:49

12 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já Steini, það voru margir sem kusu ekki og svo voru nokkur ný framboð. það bitnaði mest á vinstri flokkunum og einnig á hægri kantinn, enginn getur verið viss um að halda sínu. Ég hefði ekki verið hissa þótt helmingi færri hefðu kosið gömlu flokkana.

Eyjólfur G Svavarsson, 6.10.2013 kl. 16:57

13 identicon

ég kalla þettað svokallað hrun faðir minn sem er fædur 1919 og lifði hrunið hann brosti þegar hann hlustaði á alskonar fólk talandi um hrun menn þurf þó ekki að svelta í dag géta ifirleit farið til hjálparstofnana eftir honum þettað er bara aðlögun sem á eftir að taka tímma en það virðist skorta vilja til að leisa vandan og það munu ymsir fá smá skeinur en ekkert kemur að sjálfu sér og að lemja náúngan leisir eingan vanda því náúnginn gæti stjórnað á morgun og gæti sleigið til baka með uppsafnaða reiði gétjur það orðið þúngt högg svo þettað er svokallað hrun að mínu mati

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 17:45

14 identicon

ég kalla þettað svokallað hrun faðir minn sem er fædur 1919 og lifði hrunið hann brosti þegar hann hlustaði á alskonar fólk talandi um hrun menn þurf þó ekki að svelta í dag géta ifirleit farið til hjálparstofnana eftir honum þettað er bara aðlögun sem á eftir að taka tímma en það virðist skorta vilja til að leisa vandan og það munu ymsir fá smá skeinur en ekkert kemur að sjálfu sér og að lemja náúngan leisir eingan vanda því náúnginn gæti stjórnað á morgun og gæti sleigið til baka með uppsafnaða reiði gétjur það orðið þúngt högg svo þettað er svokallað hrun að mínu mati

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 6.10.2013 kl. 19:47

15 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langafi Steindórs var prófastur í Hruna í Hrunamannahreppi.

Ætli hrunverjar séu ekki allir ættaðir þaðan.

Ég gæti best trúað því.

Þorsteinn Briem, 6.10.2013 kl. 21:12

16 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta hugtak "hrun" er í sjálfu sér huglægt og bankahrunið 2008 lagðist mis illa á fólk. Suma mjög illa og aðra mjög lítið. Þar var skuldastaða lykil atriði.

Kreppan um 1930... þá erum við að tala saman og núverandi kreppa er hjóm eitt í samanburði.

Ég held að Davíð Oddsson hafi fyrstur (og sá eini?) haft þetta á orði; "svokallað hrun". Því hefur verið haldið á lofti svikalaust af andstæðingum hans og reynt að tengja orð hans við firringu, klikkun og þaðan af verra. Vinstri menn eru með þessa tilvitnun á heilanum.

Úff.... þetta vandlætingar lið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 7.10.2013 kl. 15:45

17 Smámynd: Þorsteinn Briem

23.6.2009:

Ályktun Lögmannafélags Íslands:

"
Vegna umræðu um rannsókn hins svokallaða bankahruns hefur stjórn Lögmannafélags Íslands sent dómsmálaráðherra eftirfarandi ályktun: ..."

Lögmannafélagið sendir Evu Joly tóninn


7.6.2011:


"Það er skemmst frá því að segja að árið 2008 varð hið svokallaða bankahrun ..."

Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki - Ræða á Alþingi


"Dómarinn virðist ekki vita af því að hér á landi átti sér stað eitt hrikalegasta bankahrun sögunnar.

Hún vísar í "hið svokallaða bankahrun" og "meinta spillingu í bankakerfinu" eins og um sé að ræða langsóttar gróusögur  en ekki vel skjalfestar staðreyndir."

19.2.2011:

Undir hvaða steini er (hinn svokallaði) Héraðsdómur Reykjavíkur?

Þorsteinn Briem, 7.10.2013 kl. 16:46

18 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.6.2010 átti þetta nú að vera:

"Það er skemmst frá því að segja að árið 2008 varð hið svokallaða bankahrun ..."

Tryggvi Þór Herbertsson Sjálfstæðisflokki - Ræða á Alþingi


Fleiri en ofangreind dæmi er auðvelt að finna þar sem menn tala um "hið svokallaða bankahrun" haustið 2008.

Og fjölmargir Íslendingar misstu vinnuna
eftir bankahrunið.

En vegna baráttu verkalýðshreyfingarinnar hafa Íslendingar sem missa vinnuna, öryrkjar og gamalmenni það betra nú en í kreppunni um 1930.

Þorsteinn Briem, 7.10.2013 kl. 17:07

19 identicon

ekki kenna hrunamanarepnum um þó steindór hafi slisast til að vígast til hruna frændi okkar ættir ligja á norðurlandi

enekki veit ég um hvaða seindór þú ert að tala en en sé þú ert kallaður steini hélt að steindór í hruna væri lángafi minn og móðurafi minn var líka úr þeim góða hrepp eins er okkar ágæti lanbúnaðaráðherra þaðan í augnablikinu man ég ekki eftir neinum hrunverja í runinu en eflaust er steini ættfróður maður

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 21:04

20 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langafi Steindórs föður þíns var Jóhann Kristján Briem prófastur í Hruna, Kristinn Geir.

Og faðir Jóhanns Kristjáns var Gunnlaugur Briem frá Brjánslæk á Barðaströnd, ættfaðir Briemsættarinnar og sýslumaður á Grund í Eyjafirði.

Þorsteinn Briem, 7.10.2013 kl. 21:39

21 identicon

ekki kenna hrunamanarepnum um þó steindór hafi slisast til að vígast til hruna frændi okkar ættir ligja á norðurlandi

enekki veit ég um hvaða seindór þú ert að tala en en sé þú ert kallaður steini hélt að steindór í hruna væri lángafi minn og móðurafi minn var líka úr þeim góða hrepp eins er okkar ágæti lanbúnaðaráðherra þaðan í augnablikinu man ég ekki eftir neinum hrunverja í runinu en eflaust er steini ættfróður maður

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 7.10.2013 kl. 22:21

22 Smámynd: Þorsteinn Briem

Það birtist allt tvisvar sem þú skrifar hér, Kristinn Geir.

Þorsteinn Briem, 7.10.2013 kl. 22:41

23 identicon

ekki veit ég hvernig stendur á því að það byrtist tvisavar en þetað er rétt hjá þér með hann jóhann en ég skrifaði um lángafa minn sem er steindór það er steindór jónssonar steindórssonar sem er langafi minn ef ég skil þettað rétt og eyjaförður er fyrir norðan seinast þegar ég gáði við skulum sá hvort þettað byrtist aftur tvisvar

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 16:25

24 Smámynd: Þorsteinn Briem

Langafi þinn, Steindór Briem prestur í Hruna, var sonur Jóhanns Kristjáns Briem prófasts í Hruna, bróður Eggerts Ólafs Briem sýslumanns á Reynistað í Skagafirði, sem var langafi föður míns, Kristinn Geir.

Þorsteinn Briem, 8.10.2013 kl. 19:18

25 identicon

sá sýslumaður átti víst mikið af börnum

kristinn geir steindórsson briem (IP-tala skráð) 8.10.2013 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband