Villandi forsendur.

Hvað eiga Toyota Corolla, Honda Accord, Chevrolet Impala og Volkswagen Golf sameiginlegt?  Jú, þetta eru vörumerki bíla, sem í gegnum tíðina hafa ekki átt neitt sameiginlegt nema nafnið. Corolla byrjaði sem afturdrifsbíll en breyttist í framdrifinn bíl, sem hefur verið framleiddur í mörgum "kynslóðum."

Að leggja saman sölutölur allra þessara ólíku bíla og fá út bílgerð, sem sé meðal þeirra söluhæstu í heiminum segir ekkert um langlífi grunngerðarinnar.

Hinar þrjár bílgerðirnar sem ég nefni hafa líka verið framleiddar í mörgum kynslóðum og Chevrolet Impala 1959 og 2006 eiga ekkert sameiginlegt nema nafnið.

Raunverulega söluhæstu bílgerðirnar eru Volkswagen Bjalla, 21 milljón, Lada Nova/Fiat 124/Topas, 17 miljónir, Ford T, 15 milljónir og Renault 4, 8 milljónir.


mbl.is 10 mest seldu bílar allra tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

Þetta er hárrétt, þó að framleiðandi endurnýti nafnið er klárlega ekki um sama bíl að ræða en það er hinsvegar raunin með bílana sem þú nefndir. Með þeirri aðferðarfræði sem notuð er í greininni hefði Ford getað komið Escort talsvert ofar á listann hefðu þeir ekki skipt út nafninu og farið að kalla bílinn Focus, upprunalegi Escort og nýjasti Focus eiga alveg jafn mikið sameiginlegt og upprunalega Corollan og sú Corolla sem er framleidd í dag.

Einar Steinsson, 7.10.2013 kl. 18:28

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og General Motors hefði getað státað af mest selda pallbílnum ef þeir hefðu steypt Chevrolet og GMC í eitt merki, enda aðeins um útlitsatriði að ræða varðandi hin litla mun á þessum pallbílum.

Ómar Ragnarsson, 7.10.2013 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband