9.10.2013 | 19:30
Hvað um Álftanesveginn?
Nú liggur fyrir að meira en milljarð króna eigi að setja í nýjan Álftanesveg sem verður ekki með minni slysatíðni en núverandi vegur að mati sérfræðings á því sviði.
21 af 44 sambærilegum vegarköflum á höfuðborgarsvæðinu eru með meiri slysatíðni en Álftanesvegur samkvæmt tölum Vegagerðarinnar sjálfrar. Setja á meira en fimm sinnum meira fé í lagningu vegarins en nemur legugjöldum á sjúkrahúsum.
Umferð um veginn er helmingi minni en umferð um Skeiðarvog í Reykjavík og hefur ekki frést um vandræði við Skeiðarvog þótt byggðin liggi þéttar að götunni og tveir skólar sé rétt við hann.
Enginn önnur vegalögn á höfuðborgarsvæðinu mun valda líkt því eins miklum náttúruspjöllum og fyrirhugaður Álftanesvegur. Vel má tvöfalda núverandi Álftanesveg þar sem þess er mest þörf fyrir hluta af því fé sem ætlað er til þess að gera nýjan veg með hærri slysatíðni.
Forgangsröðunin varðandi nýjan Álftanesveg er augljóslega ekki aðeins röng varðandi útgjöld ríkisins til einstakra málaflokka, heldur líka varðandi önnur verkefni í vegagerð.
Niðurskurður tryggi Landspítalanum fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ef aukafjármagnið til Landsspítalans stendur og fellur með Álftanesvegi, þá segi ég að hann megi bíða.
En það vekur athygli mína nú sem endranær hversu duglegir náttúruverndarsinnar eru að fá "sérfræðinga" í lið með sér. Það að einhver skeri sig úr úr hópi fagaðila og fullyrði eitthvað á skjön við alla hina, er ekki endilega þungt lóð á vogarskálina.
Og fullyrðing um að nýr Álftanesvegur muni ekki hafa minni slysatíðni en núverandi vegur, er beinlínis bjánaleg, ekki síst fyrir þá sök að hún kemur frá "sérfræðingi".
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2013 kl. 20:00
Á Landspítala lagður inn,
landsins versti móri,
votur þar og vindblásinn,
vegamálastjóri.
Þorsteinn Briem, 9.10.2013 kl. 20:13
"Það er engin ástæða til að ráðast í vegarlagningu í gegnum Gálgahraun vegna slysa á Álftanesvegi.
Það eru margir mun hættulegri vegkaflar hér á landi," segir Ólafur Kr. Guðmundsson, varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og tæknistjóri EuroRAP á Íslandi."
European Road Assessment Programme (EuroRAP) - Safer Roads
"Ólafur nefnir sem dæmi um hættulega vegi gamla Hafnarfjarðarveginn, Vífilsstaðaveg og Flugvallarveg og segir að margir vegir og vegarspottar séu með mun hærri slysatíðni en þessi kafli Álftanesvegar."
"Ólafur hefur skoðað umferðaróhöpp á þeim kafla Álftanesvegar sem eigi að færa.
Frá árinu 2007 til 2012 hafi ekki orðið banaslys á veginum en 2 alvarleg slys, 15 óhöpp þar sem minniháttar meiðsli hafi orðið og 55 sinnum eignatjón.
"Bæði slysin sem flokkast sem alvarleg gætu allt eins gerst á veginum sem á að leggja í gegnum Gálgahraun, í öðru tilvikinu fór bíll þvert yfir veginn og hafnaði utan vegar en í hinu tilvikinu ók bíll yfir á öfugan vegarhelming og ók framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.
Og á nýja veginum er ekki gert ráð fyrir vegriðum, mislægum gatnamótum, hringtorgum eða öðrum umferðarmannvirkjum sem gætu komið í veg fyrir slys eins og orðið hafa á Álftanesvegi," segir Ólafur."
Nýr Álftanesvegur bætir ekki umferðaröryggi - Varaformaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) og tæknistjóri European Road Assessment Programme - Safer Roads
Þorsteinn Briem, 9.10.2013 kl. 20:19
"Sem einhver sem er alinn upp á Álftanesi og hefur keyrt þennan veg mörg þúsund sinnum tel ég mig nokkuð hæfan til að tjá mig um þessi mál:
Eftir framkvæmdir sem fóru fram fyrir nokkrum árum er EINN smá kafli á Álftanesveginum sem er hættulegur en það er Hrafnistu afleggjarinn. Og byggðarþróun á svæðinu er með því móti að ekki er hægt að laga þann kafla lengur.
Þessi kafli er 60-200 metrar af rúmlega 6 km löngum vegi.
Að þessum kafla undanskildum eru vegurinn það öruggur að flest slys þar eru vegna slæms viðhalds bifreiðanna (lélegra bremsa, slæmra dekkja osfrv.), óvenjulegra veðurfræðilegra ástæðna eða heimsku bílstjóranna (hraðaksturs, ölvunaraksturs og annars í þeim dúr).
Það þarf ekki nýjan veg.
Tilgangurinn helgar ekki meðalið."
Helgi Ingason (IP-tala skráð) 26.9.2013 kl. 09:12
Þorsteinn Briem, 9.10.2013 kl. 20:46
Með lögum skal veg gera.Og með lögleysu koma í veg fyrir.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2013 kl. 21:07
Það skiptir engu hverjar ástæður slysanna eru. Svona bull sýnir hversu "amatörleg" rök þessir hraunavinir nota.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.10.2013 kl. 21:08
st.breim.
Sigurgeir Jónsson, 9.10.2013 kl. 21:10
"Eigi er það sættarrof," segir Njáll, "að hver hafi lög við annan því að með lögum skal land vort byggja en eigi með ólögum eyða."
Brennu-Njáls saga
Þorsteinn Briem, 9.10.2013 kl. 21:18
Ég er úr fjöldskyldu gamalla mælingarmanna. Getur verið að þessi vegur sé eingöngu mældur inn á teinistofu? Það er ekki móðins lengur að mæla vegi með að ganga um landið og stinga niður stikum og hælum. Mér finnst sem engum heilvitamanni gæti dottið í hug að leggja veg um hraunkvosir marga metra í þvermál eða slétta úr hraunborgum.
Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 9.10.2013 kl. 21:19
Ég vissi ekki að Ólafur Kr. Guðmundsson og Helgi Ingason væru hraunavinir.
Þorsteinn Briem, 9.10.2013 kl. 21:23
Gunnar er í blárri brók,
brúnt í henni strikið,
í Sigurgeiri skökul skók,
skringilegt er prikið.
Þorsteinn Briem, 9.10.2013 kl. 21:33
Ég sé ekki hvað umferð um Skeiðarvog hefur að gera með slysahættu á nýja Álftanesveginum. Eða umferð um einhvern annan veg þannig séð. Það er ekki hægt að bera saman tvo vegi út frá umferðaþunga einum saman. Þessir tveir vegir eiga ekkert sameiginlegt og út úr korti að ætla að fá eitthvað vitrænt út úr samanburði á þeim. Þú verður, Ómar, að hætta að bera saman epli og appelsínur ef að þú vilt að einhver taki þig alvarlega.
Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 09:55
Ómar. Fjármálakerfi heimsins er fallið, (en opinberlega óviðurkennt ennþá), og vegakerfið á Vestfjörðum og Austfjörðum er ófært vegna snjóa og malbiks-skort stóran hluta af árinu. Þau rök ættu að nægja hverju siðmenntuðu samfélagi.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2013 kl. 14:01
st.breim, st.breim.
Sigurgeir Jónsson, 10.10.2013 kl. 14:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.