Öryrki = Sá sem yrkir ört.

Það er gott hjá Elínu Hirst að vekja máls á orðum, sem notuð eru um ýmis hugtök eins og "vasapeningar" og "öryrki".

Raunar eiga vasapeningar barna og gamalmenna það oftast sameiginlegt að vera skornir við nögl. En hvað gamla fólkið snertir, sem lagði á sínum tíma fyrir fé til að eiga til efri ára, er það oft ósanngjarnt hve lítið þetta er og höfuðið bitið af skömminni með því að líkja því við peninga, sem eru gjafafé til barna.

Kristján Hreinsson skáld hefur sýnt fram á að orðið öryrki geti einmitt þýtt það sem viðkomandi getur í stað þess að tákna það sem hann getur ekki. Öryrki getur nefnilega verið sá sem yrkir ört og mikið.

Orðanotkun er víða brengluð og hlutdræg. Þannig tíðkast það að stilla orðunum nýting og vernd upp sem andstæðum.

En verndarnýting Gullfoss sýnir glöggt hvað þetta er ósanngjarnt, því að verndaður fossinn skapar meiri auð en virkjaður.  

 

 


mbl.is Vasapeningar barn síns tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útgjöld erlendra ferðamanna til íslenskra fyrirtækja voru 238 milljarðar króna árið 2012 og 72% þeirra fóru þá að Gullfossi að sumri til en 61% að vetri til.

Búist er við að um 800 þúsund erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á þessu ári, 2013, og meira en hálf milljón fer að Gullfossi, miðað við að 63% þeirra fari þangað á árinu.

Ef sami fjöldi erlendra ferðamanna færi að fossinum Dynki í Þjórsá og hver þeirra greiddi tíu þúsund krónur fyrir ferðina væri heildarupphæðin rúmlega fimm milljarðar króna nú í ár.

Og 150 milljarðar króna, andvirði Kárahnjúkavirkjunar á 30 árum.

Um 800 þúsund ferðamenn heimsóttu Kanaríeyjar í apríl síðastliðnum og líklegt er að mun fleiri erlendir ferðamenn dvelji hér á Íslandi á næstu árum en 800 þúsund á ári.

Árið 2007 var reiknað með að hingað kæmi ein milljón erlendra ferðamanna árið 2020 en nú er búist við að þeir verði um tvær milljónir eftir tíu ár, 2023.

Þorsteinn Briem, 10.10.2013 kl. 00:25

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Ætíð skvísa Elín Hirst,
upp á hana nenni,
æði margur ungur fyrst,
en ekki gamalmenni.

Þorsteinn Briem, 10.10.2013 kl. 00:41

3 identicon

Sæll Ómar.

Fá nú blessaðir þingmennirnir ekki neina vasapeninga lengur. Hvað er Elín að væla?
Mér finnst stundum eins og það rími ekki vel hjá henni.

Talandi um rím, hvernig er þessi?

Mig um margar tungur tala
margvíslega.
Hungruðum, þyrstum hugum svala
hugvitslega. 

Kveðja,

Guðmundur Bjarnason (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 08:50

4 identicon

Á hólminn kominn kavaler,

konu vildi eina.

Enga fann þá undir sér,

ó, þá fögru steina!

Þjóstólfur (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 12:28

5 identicon

Á hólminn kominn kavaler,

konu vildi eina.

Enga fann þá undir sér,

ó, þá fögru steina!

Leirmundur (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 12:57

6 identicon

Undir steina fiskur fer,

falinn oft að sprella.

Vita margur vildi hér:

Var það önnur ella?

Leirmundur (IP-tala skráð) 10.10.2013 kl. 13:00

7 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ómar minn. Þetta er að mínu mati rétt hjá Elínu Hirst.

Það er mikil siðblindu-stjórnsýslubrenglun í hinu svokallaða "velferðarkerfi" á Ísland, og hefur verið frá upphafi þessa opinbera kerfis.

Ég hef reyndar aldrei skilið hvenær og hvers vegna orðið "vasapeningar" varð til. Líklega er orðið komið frá "fræðingum" síðustu áratuga.

Börn eru líka fólk, og þau eiga skilið sömu, og reyndar meiri virðingu, en allir aðrir einstaklingar í siðmenntuðu samfélagi. Ef þeim vantar pening fyrir nauðsynjum og frístunda-áhugamálum á sæmilega hóflegum og réttmætum nótum, þá eiga þau að hafa tækifæri til að vera með. Stundum eru upphæðirnar frekar lágar, og stundum háar, sem vantar til að sinna frístunda-menningar-þátttöku og styrkleika-áhugasviðs-skólagöngu.

Það er undarlegt að skammta börnum reglulega vasapening til að leika sér stjórnlaust með, og kaupa óhóflega mikið sælgæti og álíka ómikilvægan óþarfa, (allt er gott í hófi). Og svo þegar kemur að stóru áhugamálunum/heilsufarsmálunum/mannréttindamálum þeirra, þá er kannski ekki hægt að sinna þeirri mannréttindakröfu barnanna. Til dæmis að fá eðlilega heilbrigðisþjónustu, og að mennta sig í því sem styrkleikar og áhugi þeirra felst. Já, ég er gamaldags, myndu líklega einhverjir segja. Ég og aðrir sitja uppi með mig eins og ég er, hvort sem okkur líkar betur eða verr.

Ef siðferði, reynsla og skilningur er haft sem boðorð númer eitt, ásamt réttlátri gagnrýni samfélagsins, þá á að finnast sanngjörn og réttlát leið.

Sorglegt er að sjá það þessa dagana, að formaður ADHD-samtakanna skuli slá því upp sem gríni og gamni, þegar börn og fullorðnir eru með stjórnlausa heilastarfsemi (adhd), og fá ekki vandaða greiningu, lyfjameðferð og stuðning, og sem virkilega eru að glíma við mikla lífs og mannréttinda-skerðingu, vegna greiningar/lyfja/meðferðar-skorts.

Á sama tíma auglýsir formaður samtakanna ADHD-greiningu á þér Ómar, á sjónvarpsstöðinni N4, (N4 er góð sjónvarpsstöð). Það hefur kannski ekki hindrað þig í lífsbaráttunni Ómar minn, að vera vel virkur án greiningar og lyfja, og þú hefur skilað af þér dýrmætu lífsstarfi sem við njótum öll. Takk fyrir það.

Við eigum rétt á að vita hver gerir greininguna á þér, hvað hún kostar, hver borgar hana, og hvernig hún lítur út í smáatriðum, fyrst þú ert að gefa þig í þetta opinbera ferli. Það eru ekki allir aðilar hæfir til að gera vandaðar greiningar, sem eru að framkvæma þær, og þar er eitt af vandamálunum. Það er aldrei talað við þá lækna opinberlega, sem færastir eru í ADHD á Íslandi.

Það er vægast sagt umhugsunarvert, hvers vegna fjölmiðlar forðast að hlusta á vönduðustu og sérfræði-hæfustu geðlæknana: Grétar Sigurbergsson og Stefán Hreiðarsson, og hvað þeir hafa að segja. Sálfræðingurinn Ágústa Gunnarsdóttir (fyrrverandi sálfræðingur ADHD-samtakanna), er mjög fær í greiningum á fullorðnum, en hún er aldrei spurð opinberlega?

Hvers vegna ekki?

Þöggun?

Sumir eru svo illa haldnir af ADHD að þeir missa gjörsamlega tök á tilverunni, vegna stjórnleysis heilastarfseminnar, skorts á vandaðri greiningu, og nauðsynlegrar lyfjameðferðar og stuðnings. Börn og fullorðnir sem ekki geta einbeitt sér að lestri, námi og starfi, slíta sér út líkamlega og andlega fyrir aldur fram, við að sinna kerfis-kröfum þeirra "ekki-ADHD-einstaklinga", sem geta menntað sig og stjórnað sínu lífi og annarra á kerfis-viðurkenndan hátt.

Mér finnst ekkert fyndið eða skemmtilegt við það, að börn og fullorðnir geti ekki einbeitt sér að lestri/námi/starfi, og við að stjórna lífi sínu yfirleitt.

Vönduð og almennileg greining kostar mikið fyrir einstaklinga, og það eru mörg ógreind/ómeðhöndluð börn og fullorðnir, sem sjá ekki aðra leið en að fyrirfara sér, til að sleppa við kerfissvikin, stjórnleysi heilans og undirheima-afbrota-villuveginn.

Formaður ADHD-samtakanna myndi ekki tala um að það væri fyndið eða skemmtilegt, þegar alseimar-sjúklingar gleyma hvað þeirra nánustu heita, eða hvar þeir eiga heima. Heilastarfsemin þarf að virka rétt.

Stjórnleysi heilastarfseminnar er ekki fyndin fyrir þá sem glíma við þann vanda á háu stigi, og aðstandendur þeirra.

ADHD-einkenni geta verið bæði væg og á háu stigi. Það er ó-ábyrgt af formanni ADHD-samtakanna að tala um þessa röskun sem brandara, þegar börn í grunnskólum fyrirfara sér reglulega, vegna námsörðugleika og svika kerfisins. Fylgi-geðsjúkdómar ómeðhöndlaðs ADHD á háu stigi eru margir, og lyfjameðferð við fylgisjúkdómum ADHD, hjálpa ekki við grunnvandann, en kosta allt kerfið gífurlega mikið á allan hátt.

ADHD lyf hjálpa mörgum. Eiturlyf undirheimanna er oft það eina sem bíður kerfis-vanræktu ADHD fólki, eftir fordóma-hindranir yfirlæknisins á Vogi, og fleiri græðgi-kerfis-fíkla. Þöggunin um þetta fær mann til að velta fyrir sér, hverra hagsmuna ráðamenn þjóðarinnar eru að gæta. Fangaklefar og Vogur hjálpa ekki kerfissviknu ADHD-fólki, en hjálpa trúlega siðblindusjúkum hvítflibba-sölumönnunum svartamarkaðs-dauðans.

Þú ættir að gefa einhverju greiningar-vanræktu barni/fullorðnum þessa ADHD-grín-greiningu Ómar minn, til að bjarga einu mannslífi, sem lífsnauðsynlega þarf á þeirri greiningu að halda, en fá ekki. Fyrir nokkrum árum síðan kostaði vönduð ADHD-greining nálægt 100.000 krónum. ADHD fólk án greiningar, lyfja og annars stuðnings, hefur yfirleitt ekki góð tök á fjármálum og tilverunni, vegna stjórnleysis á heilastarfseminni og vanda við að einbeita sér að lestri/námi og stjórn á sínu lífi.

Á 21 öldinni verða allir að geta lesið án vandæða, ef þeir eiga að ráða við daglegt líf.

Annars bíður margra þeirra endalaus og kerfishannaður lögbrotaferill, þ.e.a.s. undirheima-fíkniefna-afbrotalíf. Það er ekkert skemmtilegt né fyndið fyrir þá sem standa í þeim sporum, né aðstandendur, og ótækt að formaður ADHD-samtakanna komist upp með það í ýmsum fjölmiðlum, að gera þessa harmleika-röskun að skemmtilegum og fyndnum brandara.

ADHD-samtökunum hefur farið mikið aftur síðustu árin, og eru farin að líkjast elítuformennsku-klíkunni í fararbroddi Öryrkjabandalagsins.

Einelti á sér margar birtingarmyndir. Að fordæma af fáfræði, þá sem þurfa nauðsynlega á réttri greiningu og lyfjum að halda til að virka í lífinu, er kerfisstýrt fordóma-einelti.

Hugsaðu málið á fordómalausan og staðreyndar-upplýstan hátt, á alþjóða-geðheilbrigðisdeginum, Ómar minn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 10.10.2013 kl. 13:35

8 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Vasklega er ort af skáldum þeim

er Sörlaskjólið prýða.

Sum þau kenna sig við breim

sem fær ekki að r................

Sigurgeir Jónsson, 10.10.2013 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband