Möguleikarnir eiga að vera meiri nú.

Einhvern tíma var spurt: Hvað er knattspyrna?  Og svarið var: 22 leikmenn eltast við einn bolta og reyna að koma honum inn í mark, Brasilíumenn eru bestir en Þjóðverjar vinna.

Þetta síðasta er eitt af því sem var í veginum fyrir framgangi Íslendinga fyrir tíu árum, en er ekki eins nú.

Fleira má nefna varðandi meiri möguleika nú en þá fyrir Íslendinga til að komast á HM, sem ekki skal talið upp.

Markaskorunin hefur verið bæði meiri og öllu jafnari en fyrr hjá Íslendingum og vörnin virðist vera að smella betur saman.

Auðvitað er knattspyrnan þannig íþrótt að ekkert er gefið fyrirfram en það stekkur enginn lengra en hann hugsar og ef íslenska landsliðið hugsar dæmið rétt á það að geta stokkið langt.  


mbl.is Ísland í svipaðri stöðu fyrir tíu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Framtíðarsaga.
Árið er 2030 e.kr.
Úrásasarvíkingurinn fær barnabörnin í heimsókn á sjötugsafmælinu. Hann hneppir frá sér jakkanum. Við blasir skínandi silfurmedalía frá Peking.
"Afi cool - við vissum ekki einu sinni  að þú hefðir verið í handbolta!" hrópa þau í kór.
"Maður hefur nú alltaf verið  hógvær og þagmælskur um eigið ágæti, hehehe...

Þeir náðu þessu ekki einu sinni upp úr mér hjá Sérstökum saksóknara! Þó beittu þeir pyntingum!" segir sá gamli og fær sér meira 12 ára viskí.

Þjóstólfur (IP-tala skráð) 15.10.2013 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband