15.10.2013 | 19:58
Erfitt, en verðskuldað, til hamingju!
Eftir æsispennandi lokamínútur er íslenskt knattspyrnulandslið í fyrsta sinn komið í umspil fyrir HM.
Til hamingju! En enn einu sinni þurftu allir að beygja sig fyrir því að veldi auglýsinganna viki öllu til hliðar þegar þær voru látnar taka yfir þannig að hinu lifandi augnabliki að sjá viðbrögðin var slátrað!
Skil þetta ekki. Gátu þessar auglýsingar komið á eftir hinu einstæða lifandi augnabliki?
?
Ísland í HM-umspil í fyrsta sinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Facebook
Athugasemdir
Sammála Ómar. Varð svekkt yfir því að fá ekki að sjá viðbrögðin. Hverju skipta nokkrar mínútur til eða frá fyrir auglýsingar sem við erum búin að sjá margoft áður.?
Ragna Birgisdóttir, 15.10.2013 kl. 20:06
Fá þeir ekki bara 70% súkkulaði-faðmlag fyrir sitt ópíum-framlag til samfélagsins?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 15.10.2013 kl. 20:54
Sigmundur með hýrri há,
og hálfa Pepsí Maxið,
böllinn lítinn, bólgna tá,
og Brasilíuvaxið.
Þorsteinn Briem, 15.10.2013 kl. 21:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.