Svæði sem kallar á algert endurmat.

Ártúnshöfði er eitthvert verðmætasta svæðið á höfuðborgarsvæðinu vegna þess að það liggur að stærstu krossgötum landsins aðeins um einn kílómetra frá þungamiðju íbúðabyggðar höfuðborgarsvæðisins.

Það þarf að huga vel að því hvort það geti gengið til lengdar að stór hluti Ártúnshöfðans sé malargryfjur og stórir sandhaugar þar sem augljóslega ættu að vera stór fyrirtæki og stofnanir sem njóta sín og þjóna borgarbúum best.

Hins vegar þarf að finna staði, þar sem hentar vel að hafa þá starfsemi, sem nú er kvartað yfir, og að tryggja, að fyrirtækin, sem hana stunda, geti þrifist vel.

Endurskipulagning þessa mikilvæga svæðis gæti kallað á að breyta samsetningunni á notkun þess og jafnvel rífa niður hús og byggja önnur í staðinn. Til dæmis hefði alveg verið hægt að skoða á sínum tíma hvort aðal sjúkrahús landsins ætti að vera þarna, nú, eða endurbyggt Þjóðleikhús, sem hefði líklegra verið ódýrara að reisa en að lappa upp á núverandi Þjóðleikhús.

 

 


mbl.is Kvartað yfir sandfoki og mengun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sturla Snorrason

Myndir 1-9 sýna hvaða þróun gæti orðið með samgöngumiðstöð og  nýjum Landspítala á Höfðanum, skoðið myndirnar fram og til baka.

Sturla Snorrason, 17.10.2013 kl. 13:15

2 Smámynd: Þorsteinn Briem

Á Landspítalanum starfa um 4.700 manns og ákveðið hefur verið að hann verði áfram við Hringbraut, samkvæmt deiliskipulagi sem samþykkt var af borgarstjórn Reykjavíkur 13. desember síðastliðinn.

Ársskýrsla Landspítalans fyrir árið 2012


Deiliskipulag fyrir Landspítala við Hringbraut samþykkt

Þorsteinn Briem, 17.10.2013 kl. 14:52

3 Smámynd: Þorsteinn Briem

7.10.2011:

"Landspítalinn er mikilvægur hlekkur í þeim þekkingarklasa sem hefur myndast við Vatnsmýrina.

Nálægð við Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, hús Íslenskrar erfðagreiningar og fyrirhugaða Vísindagarða styrkir þekkingarmiðju borgarinnar á þessu svæði.


Svæðið liggur upp við Miklubraut sem er aðalsamgönguæð borgarinnar en liggur einnig vel við öðrum mikilvægum umferðaræðum eins og Hringbraut, Bústaðavegi og Snorrabraut.

Kannanir sýna að helmingur núverandi starfsmanna Landspítalans býr í innan við 14 mínútna hjólafjarlægð í vinnuna og fjórðungur starfsmanna býr í innan við 14 mínútna göngufjarlægð.

Þarna er langtímastaðsetningin farin að móta rétt búsetumynstur, þar sem fólk býr nálægt vinnustað en keyrir ekki borgarenda á milli.

Þetta eru mikilvæg verðmæti í borgarsamfélaginu sem ber að varðveita. Þar fyrir utan starfa á annað hundrað starfsmenn spítalans einnig við kennslu og rannsóknir í Háskóla Íslands."

Þorsteinn Briem, 17.10.2013 kl. 14:56

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fyrsta skrefið til að nýta þetta svæði betur væri að flytja Árbæjarsafn út í Viðey. Með því væru tvær flugur slegnar í einu höggi; verðmætt byggingaland losnaði og áhugavert útivistarsvæði í Viðey fengi líf.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.10.2013 kl. 16:15

5 identicon

Furðulegasta klúður í Árbænum er Selásbrautin og Rofabær. Þar vantar útskot fyrir strætó og á álagstímum er löng bílaröð á eftir strætó, sem mjakast 100 metra í einu. Bein sóun á tíma og eldsneyti og aukin mengun. Nýjasta ruglið er að búið er að drita niður járnkoddum í viðbót við stökkpallana sem fyrir voru. Bíð eftir að farið verði að ryðja í vetur....það verður sjón að sjá....

Hrúturinn (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 17:08

6 identicon

Ég legg til að þessar gömlu malargryfjur og stóru sandhaugar verði friðaðir. Menningarsögulegt gildi og veigamikið hlutverk í náttúru og sögu Reykjavíkur gera þessi undur ómetanleg. Afkomendur okkar eiga ekki að þurfa að njóta þessara verka forfeðra sinna af gömlum ljósmyndum.

Friðun frá jaðri malbiks til hæstu tinda, fyrir ferðamenn og afkomendur.

Hábeinn (IP-tala skráð) 17.10.2013 kl. 17:30

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

"Í aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 er gert ráð fyrir að þétt, blönduð og vistvæn byggð rísi í áföngum í Elliðavogi á skipulagstímabilinu, eftir því sem iðnaður víkur af svæðinu.

Landfrekum og óþrifalegum iðnaði verður fundinn staður á nýju iðnaðar- og hafnarsvæði
í Álfsnesi, á Esjumelum eða á nýjum svæðum utan Reykjavíkur."

Þorsteinn Briem, 17.10.2013 kl. 18:06

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Fyrir rúmri hálfri öld bjó eg í Seláshverfi og síðar Vogahverfi. Leikvangur okkar í Vogunum var Röraportið innarlega við Langholtsveg og bílaverkstæði niður undir Elliðaárvog þar sem var risastór bílakirkjugarður. Einn daginn kom þangað afdankaður skriðdreki af Keflavíkurflugvelli. Að sjálfsögðu varð hann aðalleiktækið okkar strákanna. Nokkuð norðar var risastór glerhaugur úr mislukkaðri glerverksmiðju sem átti að framleiða gæðagler fyrir alla Evrópu. Því miður kom síðar í lós að verksmiðjan var reist í mýri og framleiðslan titraði öll og úr varð fremur léleg framleiðsla sem bændur nýttu sér til að hafa í útihús.

Sennilega voru ein verstu skipulagsmistök Sjálfstæðisflokksins að hafa iðnaðarhúsnæði á þessum slóðum þar sem morgunsólin var einna fegurst í borgarlandinu. En svona var hugsunin þá, rétt eins og nú þegar gróðabrallið er sem mest.

Góðar stundir.

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2013 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband