"Það stekkur enginn lengra en hann hugsar."

"Láttu drauminn rætast" sagði niðursetningurinn og förukonan Manga með svartan vanga við mig, ungan dreng. "Það stekkur enginn lengra en hann hugsar" bætti hún við.

Sjálf harmaði hún hlutskipti sitt og sinna líka og lét sig dreyma um betra þjóðfélag.

Frá því segi ég mun ítarlegar og betur í ljósi margra nýrra upplýsinga  í nýrri bók um hana en ég gerði fyrir 20 árum.  

Hera Björk Þórhallsdóttir á að mínum dómi hiklaust að fylgja eftir góðu gengi sínu í Suður-Ameríku, jafnvel þótt tekin sé viss áhætta með því.

Ef hún notar ekki tækifærið núna er óvíst að annað eins gefist. Jafnvel þótt þessi útrás hennar misheppnist, getur hún huggað sig við það eftir á að hafa þó reynt.

Ef hún lætur ekki vaða núna, mun hún hins vegar aldrei komast að því, hve langt hún getur náð. 

 Þess vegna á hún ekki að hrökkva heldur stökkva. Til hamingju með þessa djörfu ákvörðun, Hera Björk! Gangi þér vel !  


mbl.is Hera Björk flytur til Chile
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill Ómar. Einnig sá síðasti, mjög góður og tímabær.

Ég verð alltaf meir og meir fyrir vonbrigðum með "fósturjörðina", átthaga foreldra minna.

Þegar faðir minn dó hafði hann aldrei komið út fyrir landsteinana. Hafði samt unnið frá blauti barnsbeini, fyrst sem smali 9 ára gamall, í sveit, þar sem hann þekkti engan.

Nú ráða ríkjum sætabrauðs-silfurskeiðungar, sem hafa aldrei dýft hendinni í kalt vatn. Innherja-braskara-synir. Skömm sé þeim sem kusu þessa ræfla til valda.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 18:51

2 identicon

Biðst afsökunar Ómar, en get bara ekki staðist "copy paste" freistinguna.

Jónas, 19.10.2013. Svei ykkur aumingjum.

"Ein ríkasta þjóð heims hímir við dapran kost við Dumbshaf, því hún er svo dauf, að hún getur ekki varizt. Skipulega er búið að skuldsetja fólk og ríki upp í rjáfur. Allur arður auðlindanna rennur til greifa, sem sáldra engum brauðmolum til aumingja. Auðurinn rennur til aflandseyja, hverfur að mestu, en brot kemur til baka á vildarkjörum. Kvótagreifar þykjast eiga veiðirétt og komast upp með það. Allir greifar stunda skapandi bókhald, sem færir fé milli fyrirtækja og milli landa. Aumingjarnir horfa upp á þetta. Kjósa samt umba greifanna til að stjórna landinu í þágu greifa. Svei ykkur aumingjunum."

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 19.10.2013 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband