Fyrirlitning á eftirlaunafólki.

Því miður verður maður of oft var við það að eftirlaunafólk sé lítilsvirt og atyrt og séð ofsjónum yfir því að það fái notið eftirlauna.

Eftir að netið, fésbókin og bloggið komu til sögunnar sést þetta meira að segja í athugasemdum og öðrum skrifum. 

Þannig var sérstaklega nefnt sem dæmi um það  um daginn hvert undirmálsfólk væri að mótmæla fyrirhugaðri vegagerð í Gálgahrauni, að áberandi væri hve margir af þessum óæskilegu vesalingum væri eftirlaunafólk og jafnvel nefnt að "hætta eigi að halda þessu fólki uppi á kostnað samfélagsins."

Í því felst sérkennileg mannfyrirlitning að líta niður á fólk sem hefur það eitt sér til saka unnið að vera lifandi og vilja nota fjármuni, sem það sjálft lagði fyrir um áratuga skeið til þess að eiga til elliáranna.

Og ekki er síður sérkennilegt að telja það réttlætanlegt sé að atyrða þennan þjóðfélagshóp og svipta hann eftirlaunum, sem hann hefur þó sjálfur lagt fyrir og skapað með því sjóði, sem reynt er að komast í og verja til annars en þess, sem sjóðirnir voru ætlaðir til. 

 


mbl.is Ætlar á eftirlaun á næsta ári 85 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Sú var tíðin að mikil virðing var borin fyrir þeim eldri. Í heil 6 ár starfaði eg hjá Pósti og síma og við yngri gátum aldrei reiknað með því að fá störf ef einhver með lengri starfsaldur sótti líka um. Nú er öldin önnur við sem eldri erum teljumst vera „out off“ erum með öðrum orðum ekki í takt við nútímann. Yngra fólk fær yfirleitt alltaf starfið sem auglýst er jafnvel þó ekki hafi tilskilin réttindi. Hefi eg sjálfur sára reynslu af því og tapaði kærumáli hjá Umboðsmanni Alþingis hvorki meira né minna. Svona er nú það, við sem eldri erum og komin nálægt eftirlaunum erum talin lítt eiga erindi á vinnumarkaðinn. Svona er nú það.

Nú er eg 61 árs og hefi síðan 2008 verið að mestu utan vinnumarkaðarins nema á sumrin en þá er nánast rifist um starfskrafta mína hjá ferðskrifstofunum vegna langrar reynslu sem leiðsögumaður. En að sækja um starf á bókasafni, skjalasafni eða öðru safni áþekku er tómt mál að tala um þrátt fyrir þekkingu, reynslu og starfsréttindi. Svona er Ísland í dag, sorry því miður, við fundum yngri umsækjanda sem er ódýrari starfskraftur en þú!

Guðjón Sigþór Jensson, 19.10.2013 kl. 17:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband