Útséð um að lagfæra legu norður-suður-brautarinnar?

Úr því að á annað borð var farið út í það að "frysta" Reykjavíkurflugvöll til 2022 hefði átt að gera það til lengri tíma, helst í 30 ár eins og gert var við Bromma í Stokkhólmi og frysta hann alveg, þ. e. að fara ekki að byggja þannig á flugvallarsvæðinu að það komi í veg fyrir þann möguleika að breyta flugvellinum úr X-laga flugvelli í T-laga flugvöll þar sem austur-vestur-brautin yrði lengd út í Skerjafjörð.

En eftir sem áður er það sama frumatriðið nú og fyrir 57 árum þegar Agnar Koefoed-Hansen setti það fram í Morgunblaðsviðtali, að austur-vestur-brautin verði gerð að lengstu eða lengri flugbrautinni því að það eitt stórminnkar ekki aðeins slysahættu við flugvöllinn, heldur dregur að mestu úr flugi yfir miðbæinn í Reykjavík og Kársnesið í Kópavogi.


mbl.is Norður-suðurbraut áfram til 2022
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Að frysta Reykjavíkurflugvöll í 30 ár eða til 2044! við skulum hafa það á hreinu að Bromma flugvöllur í Stokkhólmi er ekki Reykjavíkurflugvöllur!...byggðin eftir að breytast mikið á öllum þessu árum og öllu því tengt og það er bara fáranlegt að fara halda örðu fram.

Eflaust verður komið lestarkerfi á milli Rek og Keflavík og þá væri þetta mál úr sögunni, en það er bara ekki nóg fyrir suma því þeir vilja hafa völlinn í bakgarðinum hjá sér.

Friðrik Friðriksson, 25.10.2013 kl. 18:27

2 Smámynd: Friðrik Friðriksson

Meinti að "byggðin á eftir að breytast mikið á öllum þessu árum"

Friðrik Friðriksson, 25.10.2013 kl. 18:32

3 identicon

Þetta er algjörlega óásættanleg afgreiðsla á máli flugvallarins.  Yfir 70% fólks sem býr í Reykjavík hefur ítrekað lýst því í skoðanakönnunum að það vilji hafa flugvöllinn þar sem hann er til frambúðar.  Af hverju telja stjórnmálamenn að vilji almennings skipti engu í þessu máli?  Það er enginn annar valkostur fyrir flugvöll á höfuðborgarsvæðinu, þetta vita allir sem vilja vita. 

 Nú er bara eitt í stöðunni og það er að það góða fólk sem stóð að undirskriftasöfnunni til verndar flugvellinum stofni framboð.  Það verður að fá fólk í borgarstjórn Reykjavíkur sem getur staðið vörð um flugvöllinn á þeim vettvangi.  Slíkt ramboð fengi mikið fylgi. 

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 18:50

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

19.4.2013 (síðastliðið vor):

"Samkvæmt samkomulaginu verður norðaustur/suðvestur flugbrautin lögð af og landið sem losnar sunnan vallarins skipulagt undir blandaða byggð."

"... hitt erum við alveg sammála um og það er að bæta aðstöðuna fyrir innanlandsflugið og hér mun rísa ný flugstöð," segir Ögmundur Jónasson.

"En er rétt að ráðast í kostnað við að reisa nýja flugstöð á meðan enn ríkir óvissa um hvort flugvöllurinn eigi að vera eða fara?

"Eigum við ekki að gera þjónustuna við farþegana eins góða og mögulegt er á meðan að flugvöllurinn er hér?" spyr Jón Gnarr borgarstjóri á móti.""

Ný flugstöð reist á Vatnsmýrarsvæðinu


10.11.2010 (fyrir þremur árum):

"Hætt var við áform ríkis og borgar um að reisa samgöngumiðstöð norðan við Hótel Loftleiðir á fundi Ögmundar Jónassonar samgönguráðherra með Jóni Gnarr borgarstjóra og Degi B. Eggertssyni formanni borgarráðs í dag.

Þess í stað verður kannað hvort og hvernig megi bæta aðstöðu fyrir flugfarþega austan við flugvöllinn.
"

Samgöngumiðstöð norðan við Hótel Loftleiðir rís ekki

Þorsteinn Briem, 25.10.2013 kl. 18:50

5 identicon

Helvítis eiginhagsmunaseggir. Burt með þennan helvítis flugvöll, beint til KEF. Ekki nokkur ástæða til að halda þessur RÁNDÝRA batteríi í miðbænum. Burt með þetta drasl!!

David Bjarnason (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 19:42

6 identicon

Næsta útvíkkun Gálgahrauns mun ná yfir flugvöllin, mannvirkin, langt upp á Seltjarnarnes og langleiðina til Selfoss og þá verður flugvöllurinn ósnertanlegur og fastur á sínum stað til eilífðar. Amen.

Óskar (IP-tala skráð) 25.10.2013 kl. 20:44

7 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Flugvélin mín er austur á Hvolsvelli og hefur verið fyrir austan fjall síðan 2010. Varla get ég talist "eiginhagsmunaseggur" varðandi Reykjavíkurflugvöll hvað þetta snertir.

Árið 2020 verð ég orðinn áttræður og níræður 2030 þegar talað hefur verið um að seinni flugbraut vallarins víki. Sem þýðir að það ár er miklu líklegra að ég verði dauður heldur en lifandi. Hvaða hagsmuni hefur dauður maður af flugvelli?

Ómar Ragnarsson, 25.10.2013 kl. 20:47

8 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Við ákvörðun til skamms tíma vekur athygli mína að sérstaklega er tekið fram að elstu og hæstu trén í Öskjuhlíð eigi að fella!

Er þetta ekki dæmigert? Það er mikil eftirsjá af þeim trjágróðri sem spjarar sig á Íslandi. Hann veitir okkur mikið og gott skjól og er okkur til mikils yndisauka. Hann dregur að sér fuglalíf og meira að segja sjaldgæfa fugla má rekast á í skóginum sem er skemmtileg andstaða við hávaðann af umferðinni á höfuðborgarsvæðinu, flugumferð ógleymdri.

Sitkatré geta vaxið í 200-250 ár og geta orðið nokkuð há. Næstu 10 árin bæta þau við sig kannski 2-3 metrum en þá á flugvöllurinn að víkja. Ef þessi tré eiga að víkja vegna víkjandi flugvallar þá er illa komið fyrir skammsýnum Íslendingum.

Guðjón Sigþór Jensson, 26.10.2013 kl. 07:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband