Allt í einu farið að skipta um nafn.

Í úrskurðum um Gálgahraun allt fram yfir síðustu aldamót, svo sem Skipulagsstofnunar, og gögnum Vegagerðarinnar, var árum saman ávallt talað um hraunheildina sem liggur á milli hálfhringlaga hraunjaðra á ysta hluta Búrfellshrauns. IMG_8182_b

Síðan tekur bæjarstjórn Garðabæjar sig til og friðar nyrsta hluta hraunsins og fer að kalla þann hluta Gálgahraun en hinn hlutann Garðahraun og slær með því ryki í augu almennings til að rugla hann í ríminu.

Samkvæmt þessum nýja skilningi bæjarstjórnarinnar, sem fer algerlega í bága við viðurkenndar hugmyndir um landslagsheildir, er þessi ysta hrauntunga nú orðin að tveimur hraunum í stað eins.

Enn einu sinni birti ég loftmynd af hrauninu, tekna úr vestri, þar sem hraunjaðrarnir sjást vel, til hægri við sjóinn og nær okkur sjást vel skilin á milli hraunsins og graslendisins fyrir vestan það.

Þetta svona eins og að menn færu að taka upp á því að kalla mig Þorfinn Ragnarsson og segja að það sé allt annar maður en Ómar Ragnarsson.


mbl.is Gálgahraun eða Garðahraun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá sem hefur vondan málstað að verja notar allt til þess !

Er forystufólk sjálfstæðisflokksins svona ánægt með að láta setja Ómar Ragnarsson í fangelsi  fyrir það eitt að þykja vænt um landið sitt ?

Sjálfstæðisflokkurinn getur aldrei framar gert sig gildandi í náttúruverndarmálum !

JR (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 21:19

2 Smámynd: Sigurður Antonsson

Hraun inn í borg er verða áhugaverðara eftir því sem tíminn líður. Æ fleiri koma auga á litadýrðina og "súrefni" sem mosinn hefur. Búrfellshraunið er einstakt inn í miðri byggð og ævarandi tákn um miklill eldsumbrot. Áminning um virk eldfjöll í nánd við höfuðborgarasvæðið.

Kjarval kenndi okkur að endurmeta hraun, var fundvís á athyglisverðar hraun og mosamyndanir. Í reynd upphafsmaður og fræðari tuttugustu aldar kynslóðar um dulmögnunina sem felast í hrauninu. Allir þekkja hin góðu áhrif frá fossunum án þess að getað útskýrt þau. Hafnfirðingar gerðu sitt eigið Hellisgerði, þangað sem hægt er að finna skjól í norðan næðingi. Um leið og gróður vex í hrauninu hverfur dýptin og hin dulúðugu áhrif mosans. Sama mun gerast í Garðahrauni, en það tekur sinn tíma.

Hraunavinir eiga eftir að breyta gangi mála þótt ekki sjáist beinn árangur nú. "Vífilstaðakrossvegurinn" sem hefur sést á Garðahraunsmyndum í gulu á að fara burt. Talsverður ávinningur fyrir baráttu Hraunavina.

Hér eftir eiga bæjarstjórnendur óhægara um vik þegar þeir ætla að fara í sameiginlegan kassa og láta greiða götu sína. Þeir verða að finna æ skynsamari lausnir, velja og hafna. Greiða að fullu úr eigin sjóðum. Ein sundlaug á Álftanesi var ekki eins farsæl og að var stefnt. Yfirskot sem ekki hitti í mark.

Sigurður Antonsson, 27.10.2013 kl. 21:39

3 identicon

Samskonar bleðlar fá oft mismunandi nöfn. Þannig hefur þeð lengi verið. En í fyrirhuguðu vegstæði er ekki að finna neitt sem ekki á sinn líka annars staðar í hrauninu í kring. Og nóg er af sambærilegum hraunum á Reykjanesinu. Prinsessa umhverfissinna á Íslandi friðaði Gálgahraun árið 2009. Hún virðist ekki hafa barist um á hæl og hnakka til að láta friðlýsinguna ná yfir fyrirhugaða veglínu. Sú er einmitt sýnd samhliða friðlýsingunni. http://www.umhverfisraduneyti.is/media/frettir/galgahraunfridlysing.jpg

Ófeigur (IP-tala skráð) 27.10.2013 kl. 23:51

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ómar, takk fyrir óborganlegt og ógleymanlegt gigg í Neskirkju í dag.

You're the MAN..

http://snjolfur.blog.is/blog/snjolfur/entry/1323136/

hilmar jónsson, 28.10.2013 kl. 00:06

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Þegar lesið er rit Guðlaugs R. Guðmundssonar sagnfræðings og fyrrum kennara: „Örnefni og leiðir í landi Garðabæjar“ (Safn til sögu Garðabæjar, 3ja bindi) má sjá að bæði nöfnin eru rétt.

„Garðahraun liggur vestan markalínunnar milli Hafnarfjarðar og Garðabæjar, milli Balakletta og Engidals. Allt Hafnarfjarðarhraun hét upphaflega Garðahraun“ bls.91.

„Gálgahraun er fremsti hlutinn af hrauninu norðvestan við Álftanesveg. Þar lá vegurinn til Bessastaða allt fram á nítjándu öld“ bls.96.

Má af þessu ráða að bæði nöfnin eru rétt en Gálgahraun nyrsti hluti þess.

Þannig að allir mega vel við una hvort sem þeir sem vilja friða

hraunið eða halda áfram eyðileggingu þess

Guðjón Sigþór Jensson, 28.10.2013 kl. 15:33

6 identicon

Ófeigur. Mig langar að skoða sambærilegar hraunmyndanir. Vinsamegast segðu mér hvar þær eru jafnvel þó þær henti mér ekki í morgun göngu.

Bergþóra Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 17:15

8 Smámynd: Þorsteinn Briem

"European Road Assessment Programme (EuroRAP) is an international not-for profit organisation dedicated to saving lives through safer roads.

Our Members are motoring organisations, national and regional road authorities, research institutions and elected experts."

"European Road Assessment Programme is a member of the FIA Foundation, the FIA; the World Road Association, and is a self-governing iRAP Regional Association Member."

European Road Assessment Programme (EuroRAP) - Safer Roads

Þorsteinn Briem, 30.10.2013 kl. 00:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband