Óreiðukækur stjórnmálamanna.

Ég verð að viðurkenna, að ég er ekki nógu djúpt hugsandi til að skilja þá áralöngu áráttu og kæk stjórnmálamanna, að ákveða upphæðir sem renna í gegnum skattheimtu í tiltekin mál, en fara síðan ekkert eftir því æ ofan í æ, oftast þannig að svikist er um að nota féð í það sem það á að fara, en það tekið traustataki og sett í eitthvað annað.

Ef eitthvað gjald eða skattur reynist hafa verið full hár að mati ráðamanna, af hverju minnka þeir hann þá ekki í fjárlögum í stað þess að "stela" af honum og nota í annað?

Svo er alveg brandari að sjá hvernig pólitískir stundarhagsmunir snúa meginstefnum flokkanna á haus.

Lengi vel var það stefna Sjálfstæðisflokksins og hægri manna að takmarka bæri möguleika RUV til auglýsinga svo að einkareknu stöðvarnar fengju meira auglýsingafé.

Að sama skapi vildu vinstrimenn hið gagnstæða.

Nú hefur þetta snúist við, allt vegna pólitiskra stundarhagsmuna varðandi það að Sjálfstæðismenn vilja draga burst úr nefi Stöðvar tvö.  


mbl.is Rýmka auglýsingaheimildir RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alaskabúar tóku þá ákvörðun, þvert á vilja þingmanna, að auðlindagjöld af olíuvinnslu skildu renna beint í vasa íbúanna, -án þessa að fara um hendur stjórnmálamanna.

Það væri gaman að fá auðlindarenntuna af nýtingu fiskistofnanna greidda um hver mánaðarmót og hætt við að útgerðarmenn kæmust ekki upp með múður ef kerfið væri þetta skilvirkt.

Að sama skapi væri eðlilegt að útvarps og bensíngjald rynni beint til viðkomandi verkefna.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 28.10.2013 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband